Sársaukafull tilfærsla á valdi Óli Kristján Ármannsson skrifar 20. maí 2009 08:25 Bankarnir hafa hafið það vandasama verkefni að ganga að eigum fjárfesta sem ekki uppfylla skilyrði lánasamninga. Nýjasta dæmið eru veðköll vegna hlutabréfa í Icelandair Group, en félagið er verður líkast til komið óbeina ríkiseigu að langstærstum hluta þegar bæði Landsbanki og Íslandsbanki hafa farið í gegn um þau mál. Ferli þetta er sáraukafullt, sér í lagi fyrir þá fjárfesta sem sjá á eftir eign sinni inn í bankakerfið. Líkast til er þó eðlilegra að halda sig við gerða samninga og vinna eftir þeim en opna á matskennda ormagryfju þar sem bankarnir legðu mat á hvaða fjárfestar fengju að halda eign sinni þar til efnahagsstorminn lægir, og hverjir ekki. Hreinsun þessi er sjálfsagt liður í því að skýra hverjar eru raunverulegar eignir nýju bankanna og tengjast uppgjöri við kröfuhafa þeirra gömlu. Ekki má gleymast að þar eru svipuð lögmál að verki. Bankarnir féllu og kröfuhafar þeirra stýra ferðinni, rétt eins og gerist í fyrirtækjum þar sem skuldir eru orðnar meira virði en hlutafé. Þá færist valdið frá hluthöfunum yfir til kröfuhafanna sem taka við stjórn félagsins. Umfangsmikil yfirtaka bankakerfisins á fyrirtækjum kallar hins vegar á að fyrir liggi hvernig koma á þessum eignum í verð á ný. Um leið þarf að búa svo um hnúta í samningum við erlenda kröfuhafa nýju bankanna að þeir telji sig ekki hlunnfarna. Ólíklegt er að þeir sætti sig við eingreiðslu með skuldabréfi fyrir verðmæti eigna sem fært var úr þrotabúum gömlu bankanna yfir í þá nýju, ef líkur eru á að eignirnar reynist verðmeiri seinna meir. Mætti þá hugsa sér að hafa breytirétt á skuldabréfinu sem greitt er fyrir eignirnar með, þannig að kröfuhafarnir gætu eignast hlut í nýju bönkunum, eða bjóða upp á endurmat síðar þar sem kröfuhafar fengju að njóta ábata ef einhver væri frá áætluðu virði eigna. Um leið þarf að hafa í huga hvor bankarnir haldi lífinu í „vondum“ fyrirtækjum sem komin eru í þrot vegna mistaka fortíðar. Fyrirtækin sem ekki eru í gjörgæslu bankanna þurfa nefnilega að keppa við hin sem haldið er lifandi í von um að selja megi þau síðar. Kröfuhafar bankanna átta sig hins vegar líka á að ekki eru allar eignir lífvænlegar og þurfa menn að vera tilbúnir til að leyfa fyrirtækjum sem þannig er komið fyrir að fara sína leið og horfa þá einnig til þess hvað sé þjóðhagslega hagkvæmt. Sama gildir um aðrar ákvarðanir sem teknar eru í efnahagsmálum. Á það benti Franek Rozwodowski, fulltrúi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, fyrir helgina þegar hann talaði um vaxtaákvarðanir peningastefnunefndar Seðlabankans. Hann benti á að efnahagsáætlun sjóðsins og ríkisstjórnarinnar hafi verið gerð með þjóðarhag í huga og að lágmarka skaða af völdum efnahagskreppunnar. Allar leiðir væru hins vegar sársaukafullar. Uppbygging íslensks efnahagslífs byggir á samkomulagi ríkisins við AGS. Hér tókst ekki vel til í hagstjórn og fásinna að ætla að stökkva upp á nef sér leyfi sér fulltrúar alþjóðastofnana sem hér hjálpa til að benda á að við kunnum að vera að rata af réttri leið. Okkur veitir ekki af skynsamlegum ábendingum og hjálp við úrlausn einhvers flóknasta efnahagsvandamáls sem nokkur þjóð getur staðið frammi fyrir. Ábendingarnar þarf að vega og meta og dregur ekki úr sjálfstæði stjórnvaldsins þótt þær séu settar fram. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óli Kr. Ármannsson Mest lesið 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir Skoðun
Bankarnir hafa hafið það vandasama verkefni að ganga að eigum fjárfesta sem ekki uppfylla skilyrði lánasamninga. Nýjasta dæmið eru veðköll vegna hlutabréfa í Icelandair Group, en félagið er verður líkast til komið óbeina ríkiseigu að langstærstum hluta þegar bæði Landsbanki og Íslandsbanki hafa farið í gegn um þau mál. Ferli þetta er sáraukafullt, sér í lagi fyrir þá fjárfesta sem sjá á eftir eign sinni inn í bankakerfið. Líkast til er þó eðlilegra að halda sig við gerða samninga og vinna eftir þeim en opna á matskennda ormagryfju þar sem bankarnir legðu mat á hvaða fjárfestar fengju að halda eign sinni þar til efnahagsstorminn lægir, og hverjir ekki. Hreinsun þessi er sjálfsagt liður í því að skýra hverjar eru raunverulegar eignir nýju bankanna og tengjast uppgjöri við kröfuhafa þeirra gömlu. Ekki má gleymast að þar eru svipuð lögmál að verki. Bankarnir féllu og kröfuhafar þeirra stýra ferðinni, rétt eins og gerist í fyrirtækjum þar sem skuldir eru orðnar meira virði en hlutafé. Þá færist valdið frá hluthöfunum yfir til kröfuhafanna sem taka við stjórn félagsins. Umfangsmikil yfirtaka bankakerfisins á fyrirtækjum kallar hins vegar á að fyrir liggi hvernig koma á þessum eignum í verð á ný. Um leið þarf að búa svo um hnúta í samningum við erlenda kröfuhafa nýju bankanna að þeir telji sig ekki hlunnfarna. Ólíklegt er að þeir sætti sig við eingreiðslu með skuldabréfi fyrir verðmæti eigna sem fært var úr þrotabúum gömlu bankanna yfir í þá nýju, ef líkur eru á að eignirnar reynist verðmeiri seinna meir. Mætti þá hugsa sér að hafa breytirétt á skuldabréfinu sem greitt er fyrir eignirnar með, þannig að kröfuhafarnir gætu eignast hlut í nýju bönkunum, eða bjóða upp á endurmat síðar þar sem kröfuhafar fengju að njóta ábata ef einhver væri frá áætluðu virði eigna. Um leið þarf að hafa í huga hvor bankarnir haldi lífinu í „vondum“ fyrirtækjum sem komin eru í þrot vegna mistaka fortíðar. Fyrirtækin sem ekki eru í gjörgæslu bankanna þurfa nefnilega að keppa við hin sem haldið er lifandi í von um að selja megi þau síðar. Kröfuhafar bankanna átta sig hins vegar líka á að ekki eru allar eignir lífvænlegar og þurfa menn að vera tilbúnir til að leyfa fyrirtækjum sem þannig er komið fyrir að fara sína leið og horfa þá einnig til þess hvað sé þjóðhagslega hagkvæmt. Sama gildir um aðrar ákvarðanir sem teknar eru í efnahagsmálum. Á það benti Franek Rozwodowski, fulltrúi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, fyrir helgina þegar hann talaði um vaxtaákvarðanir peningastefnunefndar Seðlabankans. Hann benti á að efnahagsáætlun sjóðsins og ríkisstjórnarinnar hafi verið gerð með þjóðarhag í huga og að lágmarka skaða af völdum efnahagskreppunnar. Allar leiðir væru hins vegar sársaukafullar. Uppbygging íslensks efnahagslífs byggir á samkomulagi ríkisins við AGS. Hér tókst ekki vel til í hagstjórn og fásinna að ætla að stökkva upp á nef sér leyfi sér fulltrúar alþjóðastofnana sem hér hjálpa til að benda á að við kunnum að vera að rata af réttri leið. Okkur veitir ekki af skynsamlegum ábendingum og hjálp við úrlausn einhvers flóknasta efnahagsvandamáls sem nokkur þjóð getur staðið frammi fyrir. Ábendingarnar þarf að vega og meta og dregur ekki úr sjálfstæði stjórnvaldsins þótt þær séu settar fram.
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir Skoðun