Vettel fagnaði sigri á Silverstone Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 21. júní 2009 13:54 Sebastian Vettel fagnar sigrinum í dag. Nordic Photos / AFP Þjóðverjinn Sebastian Vettel fagnaði í dag sigri í enska kappakstrinum sem fór fram á Silverstone-brautinni í dag. Jenson Button náði sjötta sæti, rétt eins og í tímatökunum í gær en Vettel var fremstur á ráspól í ræsingunni. Mark Webber komst ekki fram úr Rubens Barrichello strax í upphafi og notaði Vettel það tækifæri til að koma sér í myndarlega forystu í keppninni. Webber komst svo fram úr Barrichello eftir fyrsta viðgerðarhléð og urðu því ökuþórar Red Bull, þeir Vettel og Webber, fyrstir í mark í dag. Barrichello varð þriðji og Felipe Massa á Ferrari fjórði. Nico Rosberg á Williams varð fimmti en hann háði mikla baráttu við Massa um fjórða sætið. Button er þó enn með góða forystu í stigakeppni ökumanna eða 23 stig á félaga sinn hjá Brawn, Rubens Barrichello. Vettel er svo tveimur stigum á eftir Brasilíumanninnum og 3,5 stigum á undan Webber. En nóg er eftir af keppnum og ljóst að Brawn mun fá mikla samkeppni frá Red Bull. Síðarnefnda liðið var með nýja uppfærslu í sínum keppnisbílum sem gerði það að verkum að liðið var í sérflokki alla helgina. Ríkjandi meistari, Lewis Hamilton, náði ekki nema sextánda sæti en hann sagði bílinn sinn hafa ekki verið með neitt grip á brautinni. Formúla Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Þjóðverjinn Sebastian Vettel fagnaði í dag sigri í enska kappakstrinum sem fór fram á Silverstone-brautinni í dag. Jenson Button náði sjötta sæti, rétt eins og í tímatökunum í gær en Vettel var fremstur á ráspól í ræsingunni. Mark Webber komst ekki fram úr Rubens Barrichello strax í upphafi og notaði Vettel það tækifæri til að koma sér í myndarlega forystu í keppninni. Webber komst svo fram úr Barrichello eftir fyrsta viðgerðarhléð og urðu því ökuþórar Red Bull, þeir Vettel og Webber, fyrstir í mark í dag. Barrichello varð þriðji og Felipe Massa á Ferrari fjórði. Nico Rosberg á Williams varð fimmti en hann háði mikla baráttu við Massa um fjórða sætið. Button er þó enn með góða forystu í stigakeppni ökumanna eða 23 stig á félaga sinn hjá Brawn, Rubens Barrichello. Vettel er svo tveimur stigum á eftir Brasilíumanninnum og 3,5 stigum á undan Webber. En nóg er eftir af keppnum og ljóst að Brawn mun fá mikla samkeppni frá Red Bull. Síðarnefnda liðið var með nýja uppfærslu í sínum keppnisbílum sem gerði það að verkum að liðið var í sérflokki alla helgina. Ríkjandi meistari, Lewis Hamilton, náði ekki nema sextánda sæti en hann sagði bílinn sinn hafa ekki verið með neitt grip á brautinni.
Formúla Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira