Button beitir ekki bolabrögðum í titilslagnum 2. október 2009 06:26 Jenson Button hefur unnið sex mót á árinu og gæti orðið meistari um helgina, mynd: Getty Images Jeoson Button ætlar að keppa á heiðarlegan hátt til að landa fyrsta meistaratitli sínum í Formúlu 1 og heitir því að beita ekki bolabrögðum ná markmiði sínu um helgina eða í þeim þremur mótum sem eftir eru á tímabilinu. Hann gæti orðið heimsmeistari í fyrsta skipti um helgina. Hann keppir á Suzuka brautinni um helgina og þar gerðist það 1989 að Alain Prost keyrði Ayrton Senna út úr brautinni þegar þeir voru saman hjá McLaren til að verða meistari. Nú er Button í liði með Rubens Barrichello og báðir geta orðið meistarar. "Ég er ekki þannig karakter að ég fari að beita slíkum brögðum. Mér myndi finnast að ég hefði svindlað á sjálfum mér. Ég myndi kannski hugsa öðruvísi ef Barrichello ekki félagi minn og ég hataði hann", sagði Button aðspurður um þankagang sinn. Hann þarf 5 stigum meira en Barrochello í móti helgarinnar til að verða meistari. "Ég myndi samt aldrei svindla til að sigra og svíkja fólk sem fylgist með Formúlu 1. Ef þú ert að keppa í hlaupi og styttir þér leið, þá líður þér varla eins og sigurvegari ef þú kemur fyrstur í mark á þann hátt. Það er eins og að ræna banka. Þú átt ekki peninganna", sagði Button. Sjá brautarlýsingu og stigastöðuna Mest lesið Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Körfubolti Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu Handbolti Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum Körfubolti Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Handbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Jeoson Button ætlar að keppa á heiðarlegan hátt til að landa fyrsta meistaratitli sínum í Formúlu 1 og heitir því að beita ekki bolabrögðum ná markmiði sínu um helgina eða í þeim þremur mótum sem eftir eru á tímabilinu. Hann gæti orðið heimsmeistari í fyrsta skipti um helgina. Hann keppir á Suzuka brautinni um helgina og þar gerðist það 1989 að Alain Prost keyrði Ayrton Senna út úr brautinni þegar þeir voru saman hjá McLaren til að verða meistari. Nú er Button í liði með Rubens Barrichello og báðir geta orðið meistarar. "Ég er ekki þannig karakter að ég fari að beita slíkum brögðum. Mér myndi finnast að ég hefði svindlað á sjálfum mér. Ég myndi kannski hugsa öðruvísi ef Barrichello ekki félagi minn og ég hataði hann", sagði Button aðspurður um þankagang sinn. Hann þarf 5 stigum meira en Barrochello í móti helgarinnar til að verða meistari. "Ég myndi samt aldrei svindla til að sigra og svíkja fólk sem fylgist með Formúlu 1. Ef þú ert að keppa í hlaupi og styttir þér leið, þá líður þér varla eins og sigurvegari ef þú kemur fyrstur í mark á þann hátt. Það er eins og að ræna banka. Þú átt ekki peninganna", sagði Button. Sjá brautarlýsingu og stigastöðuna
Mest lesið Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Körfubolti Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu Handbolti Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum Körfubolti Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Handbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira