Williams í viðræðum við Barrichello 30. september 2009 09:11 Barrichello og Button hafa verið sigursælir með Brawn liðinu á árinu. Mynd: Getty Images Rubens Barrichello er í viðræðum við Williams liðið og Nico Hulkenberg sem er meistari í GP 2 mótaröðinni hefur verið ráðinn til liðsins. Þetta þýðir að Kazuki Nakajima yfirgefur liðið og talið er að Nico Rosberg fari til Brawn í stað Barrichello. Þetta fullyrðir tímaritið Autosport og segir að Barrichello hafi nýlega heimsótt Williams. Frank Williams vilji reyndan ökumann við hlið Hulkenberg, en Barrichello er talinn afar snjall í uppsetningu keppnisbíla á mótsstað og hefur Jenson Button oft kóperað hans uppsetningu á árinu. Button er enn í samningaviðræðum við Brawn og virðist himinn og haf á milli þeirra launa sem hann vill fá og liðið er tilbúið að bjóða. Á meðan bíður Barrichello átekta og skoðar aðra möguleika. Ross Brawn segir að lið sitt muni ákveða mál ökumanna eftir keppnistímabilið. Rosberg var um tíma orðaður við McLaren, en nú virðist Kimi Raikkönen á leið þangað, um leið og Fernando Alonso fer til Ferrari og ekur með Felipe Massa. Mikið rót er á ökumannsmarkaðnum, en ljóst að Robert Kubica fer til Renault. Á næsta ári verða 28 ökumenn á ráslínunni í stað 20 í ár. Mest lesið Boltastrákur hjálpaði markverði að verja víti Fótbolti Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Handbolti Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum Körfubolti Neuer meiddist við að fagna marki Fótbolti „Ég get alltaf stólað á Collin“ Körfubolti Daníel Ingi í sextánda sæti á EM: „Hefði viljað stökkva lengra“ Sport „Vorum virkilega virkilega þreyttir síðasta hálftímann“ Fótbolti „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Körfubolti Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Körfubolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Rubens Barrichello er í viðræðum við Williams liðið og Nico Hulkenberg sem er meistari í GP 2 mótaröðinni hefur verið ráðinn til liðsins. Þetta þýðir að Kazuki Nakajima yfirgefur liðið og talið er að Nico Rosberg fari til Brawn í stað Barrichello. Þetta fullyrðir tímaritið Autosport og segir að Barrichello hafi nýlega heimsótt Williams. Frank Williams vilji reyndan ökumann við hlið Hulkenberg, en Barrichello er talinn afar snjall í uppsetningu keppnisbíla á mótsstað og hefur Jenson Button oft kóperað hans uppsetningu á árinu. Button er enn í samningaviðræðum við Brawn og virðist himinn og haf á milli þeirra launa sem hann vill fá og liðið er tilbúið að bjóða. Á meðan bíður Barrichello átekta og skoðar aðra möguleika. Ross Brawn segir að lið sitt muni ákveða mál ökumanna eftir keppnistímabilið. Rosberg var um tíma orðaður við McLaren, en nú virðist Kimi Raikkönen á leið þangað, um leið og Fernando Alonso fer til Ferrari og ekur með Felipe Massa. Mikið rót er á ökumannsmarkaðnum, en ljóst að Robert Kubica fer til Renault. Á næsta ári verða 28 ökumenn á ráslínunni í stað 20 í ár.
Mest lesið Boltastrákur hjálpaði markverði að verja víti Fótbolti Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Handbolti Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum Körfubolti Neuer meiddist við að fagna marki Fótbolti „Ég get alltaf stólað á Collin“ Körfubolti Daníel Ingi í sextánda sæti á EM: „Hefði viljað stökkva lengra“ Sport „Vorum virkilega virkilega þreyttir síðasta hálftímann“ Fótbolti „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Körfubolti Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Körfubolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira