Raikkönen vill verðlaun í afmælisgjöf 13. október 2009 09:44 Kimi Raikkönen vill verðlaun í afmælisgjöf um helgina. Mynd: Getty Images Finninn Kimi Raikkönen verður þrítugur um helgina og hans heitasta ósk er að komast á verðlaunapall í mótinu í Brasilíu, sem fer fram á sunnudaginn. Brautin í Brasilíu hefur hentað Ferrari bílnum vel síðustu ár og Felipe Massa vann glæstan sigur í fyrra, en missti af meistaratitlinum á síðustu stundu. "Markmið mitt er að komast á verðlaunapallinn. Það verður þó engin leikur, þar sem við höfum hætt framþróun bílsins á meðan önnur lið eru í gríð og erg að bæta bíla sína", sagði Raikkönen um möguleika sína um helgina. "Ég mun fagna 30 ára afmæli mínu á laugardag og að komast á verðlaunapall væri frábær afmælisgjöf. En ég verð að fá hana frá keppinautum okkar á einhvern hátt. Mest um vert er að halda þriðja sætinu í stigakeppni bílasmiða", sagði Raikkönen. Brawn liðið er nánast gulltryggt að vinna titil bílasmiða, Red Bull er í öðru sæti, en McLaren á möguleika á að skáka Ferrari. Í keppni ökumanna er Jenson Button með 14 stiga forskot á Rubens Barrichello og 16 á Sebastian Vettel. Þessir þrír eiga möguleika á titlinum, þegar tveimur mótið er ólokið. Sjá brautarlýsingu frá Brasilíu Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Finninn Kimi Raikkönen verður þrítugur um helgina og hans heitasta ósk er að komast á verðlaunapall í mótinu í Brasilíu, sem fer fram á sunnudaginn. Brautin í Brasilíu hefur hentað Ferrari bílnum vel síðustu ár og Felipe Massa vann glæstan sigur í fyrra, en missti af meistaratitlinum á síðustu stundu. "Markmið mitt er að komast á verðlaunapallinn. Það verður þó engin leikur, þar sem við höfum hætt framþróun bílsins á meðan önnur lið eru í gríð og erg að bæta bíla sína", sagði Raikkönen um möguleika sína um helgina. "Ég mun fagna 30 ára afmæli mínu á laugardag og að komast á verðlaunapall væri frábær afmælisgjöf. En ég verð að fá hana frá keppinautum okkar á einhvern hátt. Mest um vert er að halda þriðja sætinu í stigakeppni bílasmiða", sagði Raikkönen. Brawn liðið er nánast gulltryggt að vinna titil bílasmiða, Red Bull er í öðru sæti, en McLaren á möguleika á að skáka Ferrari. Í keppni ökumanna er Jenson Button með 14 stiga forskot á Rubens Barrichello og 16 á Sebastian Vettel. Þessir þrír eiga möguleika á titlinum, þegar tveimur mótið er ólokið. Sjá brautarlýsingu frá Brasilíu
Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira