Fótbolti

Messi og Iniesta hjá Barca til 2016?

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Lionel Messi fagnar marki í leik með Barcelona.
Lionel Messi fagnar marki í leik með Barcelona. Nordic Photos / AFP

Samkvæmt spænskum fjölmiðlum er stutt í að þeir Lionel Messi og Andres Iniesta muni framlengja samninga sína við Barcelona til loka tímabilsins 2016.

Viðræður við Messi munu vera vel á veg komnar en samkvæmt nýja samningnum verður hann hæst launaðasti knattspyrnumaður heims með um tíu milljónir evra í árslaun auk bónusa ef vel gengur.

Þá vilja forráðamenn Barcelona hækka þá lágmarksupphæð sem önnur félög þurfa að greiða til að leysa hann undan samningnum, til að forða því að félög eins og Manchester City geti keypt hann. Upphæðin sem þeir vilja er sögð vera á bilinu 150 til 200 milljónir evra.

Til samanburðar má nefna að Cristiano Ronaldo var keyptur á 94 milljónir evra frá Manchester United til Real Madrid í sumar.

Búist er við því að Messi muni undirrita nýja samninginn síðar í mánuðinum en hann verður 32 ára gamall þegar að samningurinn rennur út.

Umboðsmaður Iniesta hefur átt í viðræðum við forráðamenn Barca um nýjan samning síðan í vor og er talið líklegt að samningurinn tryggi að hann verði einn af launahæstu leikmönnum Barcelona.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×