Webber fljótastur í ævintýralegri tímatöku 11. júlí 2009 13:10 mynd: Getty Images Ástralinn Mark Webber var fljótastur allra í skrautegri og spennandi tímatöku á Nurburgring brautinni í Þýsklandi í dag. Veðurguðirnir stríddu ökumönnum, sem þurftu að taka mikilvægar ákvarðnir undir miklu álagi. En toppmennirnir í titilslagnum eru í fyrstu fjórum sætunum á ráslínu. Rigningarskvetta um biðbik tímatökunnar ruglaði menn í ríminu og Fernando Alonso á Renault sem hafði verið fljótur sneri bíl sínum og endaði tólfti á ráslínu. Í lokaumferðinni var mikil spenna, þar sem brautin var blaut á köflum en þurr á öðrum. En það var Webber sem spilaði best úr stöðunni á Red Bull bíl, og sá við Rubens Barrichello og Jenson Button á Brawn, en þeir voru honum næstir. Sebastian Vettel á Red Bull varð fjórði og heimsmeistarinn Lewis Hamilton á McLaren fimmti. Þar fyrir aftan verður Heikki Kovalainen á McLaren og Adrian Sutil á Force India. Fimm bílar með Mercedes vélar verða því meðal tíu fremstu, en Ferrari menn nældu í áttunda og níunda sætið með aðstoð Felipe Massa og Kimi Raikkönen. Bein útsending frá kappakstrinum verður á Stöð 2 Sport kl. 11:30 á sunnudag og í opinni dagskrá. Sjá nánar um mótið Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Fótbolti „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Ástralinn Mark Webber var fljótastur allra í skrautegri og spennandi tímatöku á Nurburgring brautinni í Þýsklandi í dag. Veðurguðirnir stríddu ökumönnum, sem þurftu að taka mikilvægar ákvarðnir undir miklu álagi. En toppmennirnir í titilslagnum eru í fyrstu fjórum sætunum á ráslínu. Rigningarskvetta um biðbik tímatökunnar ruglaði menn í ríminu og Fernando Alonso á Renault sem hafði verið fljótur sneri bíl sínum og endaði tólfti á ráslínu. Í lokaumferðinni var mikil spenna, þar sem brautin var blaut á köflum en þurr á öðrum. En það var Webber sem spilaði best úr stöðunni á Red Bull bíl, og sá við Rubens Barrichello og Jenson Button á Brawn, en þeir voru honum næstir. Sebastian Vettel á Red Bull varð fjórði og heimsmeistarinn Lewis Hamilton á McLaren fimmti. Þar fyrir aftan verður Heikki Kovalainen á McLaren og Adrian Sutil á Force India. Fimm bílar með Mercedes vélar verða því meðal tíu fremstu, en Ferrari menn nældu í áttunda og níunda sætið með aðstoð Felipe Massa og Kimi Raikkönen. Bein útsending frá kappakstrinum verður á Stöð 2 Sport kl. 11:30 á sunnudag og í opinni dagskrá. Sjá nánar um mótið
Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Fótbolti „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira