Vatn á myllu íhaldsins Stefán Pálsson skrifar 5. október 2009 06:00 Einhver afdrifaríkasti atburður íslenskrar stjórnmálasögu síðustu áratuga var sigur R-listans í Reykjavík fyrir rúmum fimmtán árum. Með R-listanum var hnekkt því sem virtist ósnertanlegt veldi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Við tók tólf ára valdaskeið vinstri- og miðjumanna í höfuðborginni. Þótt skoðanir manna kunni að vera skiptar á því hvort stjórn R-listans hafi verið til bölvunar eða blessunar, verður ekki um það deilt að áhrif hans á þróun stjórnmálakerfisins urðu mikil. Þar má nefna þær breytingar sem urðu á flokkaskiptingu vinstrimanna undir lok síðustu aldar. Myndun þessa framboðsafls krafðist mikilla pólitískra klókinda, enda voru þar gjörólíkar stjórnmálahreyfingar og -flokkar að rugla saman reytum sínum. Framsóknarmenn, kratar, allaballar, kvennalistakonur og óflokksbundið fólk - allir þessir hópar komu hver úr sinni áttinni og höfðu ólíkar hefðir, skoðanir og vinnubrögð. Allir sem eitthvað fylgdust með myndun fyrsta R-listans fyrir kosningarnar 1994 vita að framboðið hefði aldrei getað orðið að veruleika öðruvísi en með flóknum málamiðlunum og niðurnjörvuðum samningum. Grundvallaratriðið þar var val á borgarstjóraefni og skipting sæta á framboðslistanum og síðar í nefndum og ráðum. Þetta kom engum á óvart, enda hefur slíkt nær undantekningarlaust verið raunin í öllum sameiginlegum framboðum til sveitarstjórnarkosninga hér á landi fyrr og síðar. Vegna þessarar forsögu vekur furðu að vinstristjórn Samfylkingar og Vinstri grænna beri nú fram frumvarp til breytinga á kosningalögum sem hefðu á sínum tíma í raun útilokað myndun R-listans og ótal annarra sambærilegra framboða um land allt. Frumvarp þetta gerir það að verkum að nær ómögulegt má telja að ólíkar stjórnmálahreyfingar komi sér saman um framboðslista, þar sem nánast má ganga að því vísu að sterkasta hreyfingin í slíku samstarfi myndi hirða alla fulltrúana á kostnað samstarfsaðilanna. Augljóst er að breytingar þessar munu leiða til fjölgunar framboða á vinstri vængnum í sveitarstjórnarkosningum um land allt. Sameiginlegum bæjarmálaframboðum mun snarfækka og hlýtur slíkt fyrst og fremst að koma Sjálfstæðisflokknum til góða, enda býður hann undantekningarlítið fram einn og í eigin nafni í sveitarstjórnarkosningum. Í ljósi þess að vinstrimenn hafa til þessa talið árangur R-listans til sinna helstu afreka er því stórundarlegt að forystumenn ríkisstjórnarinnar leggi á það höfuðáherslu að knýja í gegn kosningakerfisbreytingar sem hindrar að flokkar um og vinstra megin við miðju geti blásið til sameiginlegrar sóknar í einstökum bæjum. Er það til dæmis svo fráleitt að ímynda sér að þróun mála í borgarstjórn Reykjavíkur gæti orðið með þeim hætti að einhvern daginn yrði það fýsilegur kostur fyrir Vinstri græn og Samfylkingu að bjóða fram sameiginlega, jafnvel í samstarfi með fleirum? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið 3003 Elliði Vignisson Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun
Einhver afdrifaríkasti atburður íslenskrar stjórnmálasögu síðustu áratuga var sigur R-listans í Reykjavík fyrir rúmum fimmtán árum. Með R-listanum var hnekkt því sem virtist ósnertanlegt veldi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Við tók tólf ára valdaskeið vinstri- og miðjumanna í höfuðborginni. Þótt skoðanir manna kunni að vera skiptar á því hvort stjórn R-listans hafi verið til bölvunar eða blessunar, verður ekki um það deilt að áhrif hans á þróun stjórnmálakerfisins urðu mikil. Þar má nefna þær breytingar sem urðu á flokkaskiptingu vinstrimanna undir lok síðustu aldar. Myndun þessa framboðsafls krafðist mikilla pólitískra klókinda, enda voru þar gjörólíkar stjórnmálahreyfingar og -flokkar að rugla saman reytum sínum. Framsóknarmenn, kratar, allaballar, kvennalistakonur og óflokksbundið fólk - allir þessir hópar komu hver úr sinni áttinni og höfðu ólíkar hefðir, skoðanir og vinnubrögð. Allir sem eitthvað fylgdust með myndun fyrsta R-listans fyrir kosningarnar 1994 vita að framboðið hefði aldrei getað orðið að veruleika öðruvísi en með flóknum málamiðlunum og niðurnjörvuðum samningum. Grundvallaratriðið þar var val á borgarstjóraefni og skipting sæta á framboðslistanum og síðar í nefndum og ráðum. Þetta kom engum á óvart, enda hefur slíkt nær undantekningarlaust verið raunin í öllum sameiginlegum framboðum til sveitarstjórnarkosninga hér á landi fyrr og síðar. Vegna þessarar forsögu vekur furðu að vinstristjórn Samfylkingar og Vinstri grænna beri nú fram frumvarp til breytinga á kosningalögum sem hefðu á sínum tíma í raun útilokað myndun R-listans og ótal annarra sambærilegra framboða um land allt. Frumvarp þetta gerir það að verkum að nær ómögulegt má telja að ólíkar stjórnmálahreyfingar komi sér saman um framboðslista, þar sem nánast má ganga að því vísu að sterkasta hreyfingin í slíku samstarfi myndi hirða alla fulltrúana á kostnað samstarfsaðilanna. Augljóst er að breytingar þessar munu leiða til fjölgunar framboða á vinstri vængnum í sveitarstjórnarkosningum um land allt. Sameiginlegum bæjarmálaframboðum mun snarfækka og hlýtur slíkt fyrst og fremst að koma Sjálfstæðisflokknum til góða, enda býður hann undantekningarlítið fram einn og í eigin nafni í sveitarstjórnarkosningum. Í ljósi þess að vinstrimenn hafa til þessa talið árangur R-listans til sinna helstu afreka er því stórundarlegt að forystumenn ríkisstjórnarinnar leggi á það höfuðáherslu að knýja í gegn kosningakerfisbreytingar sem hindrar að flokkar um og vinstra megin við miðju geti blásið til sameiginlegrar sóknar í einstökum bæjum. Er það til dæmis svo fráleitt að ímynda sér að þróun mála í borgarstjórn Reykjavíkur gæti orðið með þeim hætti að einhvern daginn yrði það fýsilegur kostur fyrir Vinstri græn og Samfylkingu að bjóða fram sameiginlega, jafnvel í samstarfi með fleirum?
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun