Hamilton fljótastur á lokaæfingunni 25. júlí 2009 10:13 Lewis Hamilton var með besta tíma á lokaæfingunni í Ungverjalandi í dag. mynd: kappakstur.is Lewis Hamilton hélt uppteknum hætti frá æfingum í gær og náði besta tíma á lokaæfingu keppnisliða í Búdapest í morgun fyrir tímatökuna, sem verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport kl. 11.45 í dag. Hamilton varð 0.4 sekúndum á undan Nick Heidfeld á BMW sem birtist óvænt í öðru sæti tímalistans eftir brösótt gengi BMW alla helgina og í síðustu mótum. Nico Rosberg á Williams varð þriðji fljótastur og sigurvegari síðasta árs á þessari braut, Heikki Kovalainen kom honum næstur. Mesta athygli vakti tími Sebastian Buemi á Torro Rosso, sen varð fimmti á endurbættum bíl og nýliðinn Jamie Alguersuari á samskonar bíl varð átjándi, eftir að hafa verið í toppsæti lengi vel. Forystumaður stigamótsins, Jenson Button á Brawn var aðeins með sautjánda besta tíma og helstu keppinautar hans hjá Red Bull, Mark Webber og Sebastian Vettel voru í níunda og tíunda sæti. Sjá tíma ökumanna Mest lesið Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Körfubolti Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Körfubolti Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Körfubolti Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Lewis Hamilton hélt uppteknum hætti frá æfingum í gær og náði besta tíma á lokaæfingu keppnisliða í Búdapest í morgun fyrir tímatökuna, sem verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport kl. 11.45 í dag. Hamilton varð 0.4 sekúndum á undan Nick Heidfeld á BMW sem birtist óvænt í öðru sæti tímalistans eftir brösótt gengi BMW alla helgina og í síðustu mótum. Nico Rosberg á Williams varð þriðji fljótastur og sigurvegari síðasta árs á þessari braut, Heikki Kovalainen kom honum næstur. Mesta athygli vakti tími Sebastian Buemi á Torro Rosso, sen varð fimmti á endurbættum bíl og nýliðinn Jamie Alguersuari á samskonar bíl varð átjándi, eftir að hafa verið í toppsæti lengi vel. Forystumaður stigamótsins, Jenson Button á Brawn var aðeins með sautjánda besta tíma og helstu keppinautar hans hjá Red Bull, Mark Webber og Sebastian Vettel voru í níunda og tíunda sæti. Sjá tíma ökumanna
Mest lesið Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Körfubolti Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Körfubolti Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Körfubolti Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira