Fimmta nýja liðið vill í Formúlu 1 2. júní 2009 10:25 Alexander Wurz vill stýra Formúlu 1 liði á næsta ári sem kallast Superfund. mynd: Getty Images Alexander Wurz, fyrrum Formúlu 1 ökumaður hefur sótt um þátttökurétt fyrir Superfund keppnislið svokallað sem hann vill veita forstöðu ef liðið fær aðgang að Formúlu 1 á næsta ári. Samtals býtast því 15 lið um 26 sæti á ráslínu á næsta ári. FIA, alþjóðabílasambandið mun skera úr um hvaða lið hljóta keppnisrétt þann 14. júní. Fimm ný lið hafa sótt um, auk 10 liða sem keppa á þessu ári. Umsóknarfrestur rann út á föstudaginn og Superfund liðið kom fram í dagsljós nú eftir helgina eftir að allar umsóknir höfðu verið yfirfarnar. Wurz vann aður sem ökumaður með Benetteon, McLaren, Williams og Honda og þykir einn allra snjallasti þróunarökumaðurinn sem starfað hefur síðasta áratug. Hann fékk ekki mikla keppnisreynslu, en innsæi hans við þróunarvinnu þótti hans aðall. Austurrískur viðskiptjöfur vill kosta lið Wurz, en lið á vegum Prodrive, Lola, Campos og USF1 hafa einnig sótt um aðild í samkeppni við Superfund. Hver lið fær tvö sæti á ráslínunni á næsta ári. Gamalgróinn keppnislið hafa deilt við FIA um reglur, en liðin fimm sækja um á grundvelli þessa að þak verði á rekstrarkostnaði á næsta ári, eins og FIA hefur lagt til að verði rauninn. Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Snorri Steinn um Gunna Mag málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Alexander Wurz, fyrrum Formúlu 1 ökumaður hefur sótt um þátttökurétt fyrir Superfund keppnislið svokallað sem hann vill veita forstöðu ef liðið fær aðgang að Formúlu 1 á næsta ári. Samtals býtast því 15 lið um 26 sæti á ráslínu á næsta ári. FIA, alþjóðabílasambandið mun skera úr um hvaða lið hljóta keppnisrétt þann 14. júní. Fimm ný lið hafa sótt um, auk 10 liða sem keppa á þessu ári. Umsóknarfrestur rann út á föstudaginn og Superfund liðið kom fram í dagsljós nú eftir helgina eftir að allar umsóknir höfðu verið yfirfarnar. Wurz vann aður sem ökumaður með Benetteon, McLaren, Williams og Honda og þykir einn allra snjallasti þróunarökumaðurinn sem starfað hefur síðasta áratug. Hann fékk ekki mikla keppnisreynslu, en innsæi hans við þróunarvinnu þótti hans aðall. Austurrískur viðskiptjöfur vill kosta lið Wurz, en lið á vegum Prodrive, Lola, Campos og USF1 hafa einnig sótt um aðild í samkeppni við Superfund. Hver lið fær tvö sæti á ráslínunni á næsta ári. Gamalgróinn keppnislið hafa deilt við FIA um reglur, en liðin fimm sækja um á grundvelli þessa að þak verði á rekstrarkostnaði á næsta ári, eins og FIA hefur lagt til að verði rauninn.
Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Snorri Steinn um Gunna Mag málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira