Kovalainen og Sutil sneggstir í nótt 2. október 2009 07:02 Adrian Sutil á Force India var fljóastur í bleytunni á Suzuka brautini í morgun. mynd: Getty Images Finninn Heikki Kovalainen á McLaren og Adrian Sutil á Force India skiptust á því að ná besta tíma á æfingum Formúlu 1 liða á Suzuka brautinni í nótt. Bleyta var á báðum æfingum og brautin í rauninni meira og minna á floti á seinni æfingunni. Hún var svo mikil um tíma að ekki var hægt að keyra hana í klukkutíma, af þeim 90 mínútum sem ökumenn fengu til umráða. Kovalainen náði sínum besta tíma á fyrri æfingunni þegar brautin var að þorna, en Sutil ók hraðast allra á flughálli brautinni á seinni æfingunni. Spáð er rigningu alla helgina á Suzuka, en Jenson Button getur orðið meistari í kappakstrinum ef hann fær fimm stigum meira en Rubens Barrichello í mótinu. Heimamaðurinn Kazuki Nakajima á Williams Toyota átti góða spretti á báðum æfingum. Hann varð annar á fyrri æfingunni og fimmti á þeirri síðari. Hann berst fyrir því að geta haldið áfram í Formúlu 1 á næsta ári, en Williams er að skoða aðra ökumenn í hans stað. Ítarlegur þáttur verður um æfingarnar á Stöð 2 Sport kl. 21.00 í kvöld. Sjá aksturstíma ökumanna Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Körfubolti Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Finninn Heikki Kovalainen á McLaren og Adrian Sutil á Force India skiptust á því að ná besta tíma á æfingum Formúlu 1 liða á Suzuka brautinni í nótt. Bleyta var á báðum æfingum og brautin í rauninni meira og minna á floti á seinni æfingunni. Hún var svo mikil um tíma að ekki var hægt að keyra hana í klukkutíma, af þeim 90 mínútum sem ökumenn fengu til umráða. Kovalainen náði sínum besta tíma á fyrri æfingunni þegar brautin var að þorna, en Sutil ók hraðast allra á flughálli brautinni á seinni æfingunni. Spáð er rigningu alla helgina á Suzuka, en Jenson Button getur orðið meistari í kappakstrinum ef hann fær fimm stigum meira en Rubens Barrichello í mótinu. Heimamaðurinn Kazuki Nakajima á Williams Toyota átti góða spretti á báðum æfingum. Hann varð annar á fyrri æfingunni og fimmti á þeirri síðari. Hann berst fyrir því að geta haldið áfram í Formúlu 1 á næsta ári, en Williams er að skoða aðra ökumenn í hans stað. Ítarlegur þáttur verður um æfingarnar á Stöð 2 Sport kl. 21.00 í kvöld. Sjá aksturstíma ökumanna
Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Körfubolti Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira