Spennandi plötur streyma út 8. janúar 2009 08:15 Ný U2 plata í byrjun mars. Þrátt fyrir efnahagslegan samdrátt er auðvitað ekkert lát á útgáfu nýrra platna, enda engin sérstök kreppa á meðal listamanna. Tónlistaráhugafólk hefur yfir mörgu að hlakka á næstunni enda nóg af spennandi plötum að koma út. Ljúfi risinn Antony mætir nú loks með nýja plötu eftir að hann sló í gegn með I Am a Bird Now árið 2005. Antony sem má vel kalla Íslandsvin enda hefur hann spilað hér og dvalið, notar annan Íslandsvin til að útsetja fyrir sinfóníuhljómsveitir sem munu spila með honum á tónleikum. Nico Muhly heitir sá og gaf út í fyrra plötuna Mother Tongue á vegum Bedroom Communications, fyrirtækis Valgeirs Sigurðssonar. Tonight: Franz Ferdinand verður þriðja plata skosku rokkaranna. Platan ku vera undir afrískum áhrifum á köflum og „örugg með sig og kjörin fyrir dansgólfin," eins og söngvarinn gaf nýlega út í viðtali. Nirvana-ekkjan Courtney Love kemur með aðra sólóplötu sína, Nobodys Daughter, en fyrir fimm árum reið hún ekki feitum hesti frá fyrstu sólóplötunni sinni. Courtney þykir í fínu formi þökk sé strangri rækt við búddisma. Helsta aðstoðarfólk hennar á plötunni er Billy Corgan úr Smashing Pumpkins, lagahöfundurinn Linda Perry og Michael Beinhorn, sá sem tók upp hina ágætu plötu Hole, hljómsveitar Courtney, Celebrity Skin. Aftur saman, aftur á dansgólfið The Prodigy snúa aftur í fantaformi.The Prodigy kemur nú saman á ný, hljóðkarlinn Liam og söngvararnir Keith og Maxim á plötunni Invaders Must Die. Síðast var Liam einn á ferð fyrir fimm árum á plötunni Always Outnumbered, Never Outgunned. Nýja platan þykir afturhvarf til sveittrar fortíðar og frá sjónarhóli dansgólfsins þykir þetta besta Prodigy-platan síðan Music for the Jilted Generation kom út. Í byrjun mars heiðrar U2 okkur svo með tólftu sólóplötunni sinni, No Line on the Horizon. Bandið stefndi á grjótharða rokkplötu þegar pælingar hófust við plötugerðina árið 2006 og fékk Rick Rubin á takkana. Efnið sem hann var búinn að taka upp var þó sett í geymslu og gamlir jálkar úr U2-klaninu, Brian Eno, Daniel Lanois og Steve Lillywhite, fengnir til verka. Nýja platan þykir framsækin og nýjungagjörn og þeir sem hafa heyrt hana lofa álíka tónrænu nýjabrumi og á plötunni Achtung Baby. drgunni@frettabladid.is Mest lesið Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið David Lynch er látinn Lífið Fleiri fréttir Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Þrátt fyrir efnahagslegan samdrátt er auðvitað ekkert lát á útgáfu nýrra platna, enda engin sérstök kreppa á meðal listamanna. Tónlistaráhugafólk hefur yfir mörgu að hlakka á næstunni enda nóg af spennandi plötum að koma út. Ljúfi risinn Antony mætir nú loks með nýja plötu eftir að hann sló í gegn með I Am a Bird Now árið 2005. Antony sem má vel kalla Íslandsvin enda hefur hann spilað hér og dvalið, notar annan Íslandsvin til að útsetja fyrir sinfóníuhljómsveitir sem munu spila með honum á tónleikum. Nico Muhly heitir sá og gaf út í fyrra plötuna Mother Tongue á vegum Bedroom Communications, fyrirtækis Valgeirs Sigurðssonar. Tonight: Franz Ferdinand verður þriðja plata skosku rokkaranna. Platan ku vera undir afrískum áhrifum á köflum og „örugg með sig og kjörin fyrir dansgólfin," eins og söngvarinn gaf nýlega út í viðtali. Nirvana-ekkjan Courtney Love kemur með aðra sólóplötu sína, Nobodys Daughter, en fyrir fimm árum reið hún ekki feitum hesti frá fyrstu sólóplötunni sinni. Courtney þykir í fínu formi þökk sé strangri rækt við búddisma. Helsta aðstoðarfólk hennar á plötunni er Billy Corgan úr Smashing Pumpkins, lagahöfundurinn Linda Perry og Michael Beinhorn, sá sem tók upp hina ágætu plötu Hole, hljómsveitar Courtney, Celebrity Skin. Aftur saman, aftur á dansgólfið The Prodigy snúa aftur í fantaformi.The Prodigy kemur nú saman á ný, hljóðkarlinn Liam og söngvararnir Keith og Maxim á plötunni Invaders Must Die. Síðast var Liam einn á ferð fyrir fimm árum á plötunni Always Outnumbered, Never Outgunned. Nýja platan þykir afturhvarf til sveittrar fortíðar og frá sjónarhóli dansgólfsins þykir þetta besta Prodigy-platan síðan Music for the Jilted Generation kom út. Í byrjun mars heiðrar U2 okkur svo með tólftu sólóplötunni sinni, No Line on the Horizon. Bandið stefndi á grjótharða rokkplötu þegar pælingar hófust við plötugerðina árið 2006 og fékk Rick Rubin á takkana. Efnið sem hann var búinn að taka upp var þó sett í geymslu og gamlir jálkar úr U2-klaninu, Brian Eno, Daniel Lanois og Steve Lillywhite, fengnir til verka. Nýja platan þykir framsækin og nýjungagjörn og þeir sem hafa heyrt hana lofa álíka tónrænu nýjabrumi og á plötunni Achtung Baby. drgunni@frettabladid.is
Mest lesið Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið David Lynch er látinn Lífið Fleiri fréttir Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira