ÍÍtalinn Giancarlo Fisichella hóf leika vel með Ferrari á heimavelli liðsins í Monza á Ítalíu í dag. Hann var 0.1 sekúndu fljótari en Kimi Raikkönen, en allra fljótastur í brautinni var Lewis Hamilton á McLaren.
Fisichella er að aka í sínu fyrsta móti með Ferrari og byrjar mun betur heldur en Luca Badoer sem var staðgengill fyrir Felipe Massa í tveimur mótum. Adrian Sutil sem var með Fisichella hjá Force India í síðustu keppni stóð sig samt betur á æfingunni í morgun og var með þriðja besta tíma á eftir Hamilton og Heikki Kovalainen á McLaren.
Báðir McLaren bílar eru með svokallað KERS kerfi sem spýtir 80 auka hestöflum inn á vélarsalinn, en ökumenn Ferrari og Renault eru með samskonar búnað. Þessi búnaður hjálpaði Raikkönen að landa sigri í síðustu keppni.