Röng ákvörðun klúðraði Toyota sigri 28. apríl 2009 07:34 Jarno Trulli varð þriðji í Bahrein á Toyota eftir að hafa verið fyrstur á ráslínu. John Howett forseti Formúlu 1 liðs Toyota segir að röng ákvörðun varðandi keppnisáæltun hafi klúðrað fyrsta sigri Toyota um síðustu helgi. Jarno Trulli og Timo Glock voru fremstir á ráslínu í mótinu í Bahrein, en Trulli endaði í þriðja sæti og Glock í því sjötta. "Ég tel að það sé í raun jákvætt að við erum svekktir. Fyrir nokkrum árum hefðum við verið himinlifandi með þriðja sæti, en núna eru við svekktir af því við eygðum sigur", sagði Howett. "Það er jákvætt merki hvað framhaldið varðar. Trulli var í skottinu á Sebastian Vettel í baráttunni um annað sætið í lokin sem sýnir styrk bílsins. Brawn menn eru enn örlítið fljótari, en við erum nærri toppnum. Okkur hungrar í sigur, en við gerðum mistök varðandi keppnisáætlun okkar. Við vorum of íhaldsamir varðandi keppnisáætlun okkar, fórum aðra leið en keppinautarnir til að vera öruggir. Það gekk ekk upp. Menn verða að taka áhættu til að vinna, en við erum samt stoltir af árangri okkar og bíllinn er góður", sagði Howett. Trulli og Glock eru í fjórða og fimmta sæti í stigakeppni ökumanna og Toyota er í þriðja sæti í stgakeppni bílsmiða. Mest lesið Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
John Howett forseti Formúlu 1 liðs Toyota segir að röng ákvörðun varðandi keppnisáæltun hafi klúðrað fyrsta sigri Toyota um síðustu helgi. Jarno Trulli og Timo Glock voru fremstir á ráslínu í mótinu í Bahrein, en Trulli endaði í þriðja sæti og Glock í því sjötta. "Ég tel að það sé í raun jákvætt að við erum svekktir. Fyrir nokkrum árum hefðum við verið himinlifandi með þriðja sæti, en núna eru við svekktir af því við eygðum sigur", sagði Howett. "Það er jákvætt merki hvað framhaldið varðar. Trulli var í skottinu á Sebastian Vettel í baráttunni um annað sætið í lokin sem sýnir styrk bílsins. Brawn menn eru enn örlítið fljótari, en við erum nærri toppnum. Okkur hungrar í sigur, en við gerðum mistök varðandi keppnisáætlun okkar. Við vorum of íhaldsamir varðandi keppnisáætlun okkar, fórum aðra leið en keppinautarnir til að vera öruggir. Það gekk ekk upp. Menn verða að taka áhættu til að vinna, en við erum samt stoltir af árangri okkar og bíllinn er góður", sagði Howett. Trulli og Glock eru í fjórða og fimmta sæti í stigakeppni ökumanna og Toyota er í þriðja sæti í stgakeppni bílsmiða.
Mest lesið Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira