Button: Meiri samkeppni framundan 28. ágúst 2009 08:12 Lewis Hamilton hefur staðið sig betur í síðustu tveimur mótum en Jenson Button, sem hefur forystu í stigamóiti ökumanna. Jenson Button hefur ekki unnið fjögur síðustu Formúlu 1 mót eftir ævintýralega byrjun á árinu og liðsfélagi hans Rubens Barrichello vann síðustu keppni og Button varð sjöundi. Button segir daginn í dag mikilvægan fyrir lið sitt. Formúlu 1 liðin keppa á Spa brautinni um helgina og tvær æfingar verða í dag. Button hefur verið í vandræðum að ná réttu hitastigi í dekkin þegar kalt er í veðri og veður eru válynd á Spa og hann gæti lent í vanda um helgina af þeim sökum. "Ég vona að við höfum leyst vandræðin í kringum dekkjamálin, en dagurinn í dag verður mikilvægur og líka fyrir helstu keppinauta okkar um titilinn hjá Red Bull. Það verður líka mun meiri samkeppni á milli liða þessa mótshelgina og ekki bara tvö lið að berjast", sagði Button. Hann er með 18 stiga forskot á Barrichello í stigamóti ökumanna, en næstur á eftir er Mark Webber, sem er 20 stigum á eftir. Enn eru 60 stig í pottinum. "Ég verð að vera sókndjarfari í þeim mótum sem eftir eru, ég fékk bara 2 stig af 10 mögulegum í síðustu keppni og það gengur ekki upp. Ég lenti líka í því að Vettel keyrði yfir framvænginn hjá mér og gekk illa í tímatökum. Það átti sinn þátt í slappari árangri en ella. Ég þarf að vera áræðinn á Spa, án þess að gera eitthvað heimskulegt", sagði Button. Sýnt verður frá æfingum keppnisliða í samantekt kl. 21:30 á Stöð Sport í kvöld, en hér má sjá brautarlýsingu og tölfræði frá Spa. Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Jenson Button hefur ekki unnið fjögur síðustu Formúlu 1 mót eftir ævintýralega byrjun á árinu og liðsfélagi hans Rubens Barrichello vann síðustu keppni og Button varð sjöundi. Button segir daginn í dag mikilvægan fyrir lið sitt. Formúlu 1 liðin keppa á Spa brautinni um helgina og tvær æfingar verða í dag. Button hefur verið í vandræðum að ná réttu hitastigi í dekkin þegar kalt er í veðri og veður eru válynd á Spa og hann gæti lent í vanda um helgina af þeim sökum. "Ég vona að við höfum leyst vandræðin í kringum dekkjamálin, en dagurinn í dag verður mikilvægur og líka fyrir helstu keppinauta okkar um titilinn hjá Red Bull. Það verður líka mun meiri samkeppni á milli liða þessa mótshelgina og ekki bara tvö lið að berjast", sagði Button. Hann er með 18 stiga forskot á Barrichello í stigamóti ökumanna, en næstur á eftir er Mark Webber, sem er 20 stigum á eftir. Enn eru 60 stig í pottinum. "Ég verð að vera sókndjarfari í þeim mótum sem eftir eru, ég fékk bara 2 stig af 10 mögulegum í síðustu keppni og það gengur ekki upp. Ég lenti líka í því að Vettel keyrði yfir framvænginn hjá mér og gekk illa í tímatökum. Það átti sinn þátt í slappari árangri en ella. Ég þarf að vera áræðinn á Spa, án þess að gera eitthvað heimskulegt", sagði Button. Sýnt verður frá æfingum keppnisliða í samantekt kl. 21:30 á Stöð Sport í kvöld, en hér má sjá brautarlýsingu og tölfræði frá Spa.
Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira