Forsætisráðherrann heiðrar Jenson Button 19. október 2009 09:08 Brawn liðið vann titil bílasmiða og ökumanna í Brasilíu í gær og fagnaði vel. mynd: kappakstur.is Gordon Brown, forsætisráðherra Breta sendi Jenson Button kveðjur eftir að hann tryggði sér heimsmeistaratitilinn í Formúlu 1 í gær. Bretar hafa átt 10 heimsmeistara og meir en 50.0000 manns starfa við akstursíþróttir í Bretlandi. Bernie Ecclestone hefur oft kvartað yfir því að ríkisstjórn Bretlands styðji ekki betur við bakið á Formúlu 1 þar í landi, en Brown sá í það minnst ástæðu til að senda meistaranum skeyti. "Ég sendi hlýjar kveðjur til Jenson Button sem vann titilinn á sömu braut og Lewis Hamilton tryggði titilinn í fyrra. Bretar eru stoltir af afreki Buttons og það að hann er tíundi meistari okkar. Frammistaða hans með hinu nýja Brawn liði hefur heillað Breta og áhugamenn um heim allan. Við hlökkum til að fylgjast með framgangi Buttons á komandi vertíðum", sagði Brown. Minnstu munaði að Button yrði atvinnulaus þegar Honda liðið ákvað að hætta í Formúlu 1, en með harðfylgi tókst Ross Brawn að halda liðinu á floti. Keypti búnað liðsins og samdi við Mercedes um vélar. Button vann sex af sjö fyrstu mótum ársins og það lagði grunn að titlinum sem hann tryggði sér í gær. Sjá allt um feril Buttons Mest lesið Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Fótbolti Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Handbolti Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Körfubolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Gordon Brown, forsætisráðherra Breta sendi Jenson Button kveðjur eftir að hann tryggði sér heimsmeistaratitilinn í Formúlu 1 í gær. Bretar hafa átt 10 heimsmeistara og meir en 50.0000 manns starfa við akstursíþróttir í Bretlandi. Bernie Ecclestone hefur oft kvartað yfir því að ríkisstjórn Bretlands styðji ekki betur við bakið á Formúlu 1 þar í landi, en Brown sá í það minnst ástæðu til að senda meistaranum skeyti. "Ég sendi hlýjar kveðjur til Jenson Button sem vann titilinn á sömu braut og Lewis Hamilton tryggði titilinn í fyrra. Bretar eru stoltir af afreki Buttons og það að hann er tíundi meistari okkar. Frammistaða hans með hinu nýja Brawn liði hefur heillað Breta og áhugamenn um heim allan. Við hlökkum til að fylgjast með framgangi Buttons á komandi vertíðum", sagði Brown. Minnstu munaði að Button yrði atvinnulaus þegar Honda liðið ákvað að hætta í Formúlu 1, en með harðfylgi tókst Ross Brawn að halda liðinu á floti. Keypti búnað liðsins og samdi við Mercedes um vélar. Button vann sex af sjö fyrstu mótum ársins og það lagði grunn að titlinum sem hann tryggði sér í gær. Sjá allt um feril Buttons
Mest lesið Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Fótbolti Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Handbolti Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Körfubolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira