Vinur þinn á vin Jónína Michaelsdóttir skrifar 20. janúar 2009 06:00 Þegar ég var blaðamaður á Vísi á sínum tíma, ræddi ég eitt sinn við Eystein Jónsson, fyrrverandi formann Framsóknarflokksins. Þegar ég hringdi til hans og spurði hvort hann væri fáanlegur í helgarviðtal, sagði hann eftir stutta þögn: „Vísi! Jú, verður maður ekki að tala við alla nú til dags!" Vel fór á með okkur Eysteini og mun betur þegar hann komst að því að við værum skyld. Bæði að austan. Upp frá því var ég frænka hans. Þegar skyldmenni hans bar á góma talaði hann um þau sem frænkur mínar og frændur og þegar fyrsta spjalli okkar lauk leiddi hann mig inn í svefnherbergi þeirra hjóna til að sýna mér litla frænku mína sem lá þar sofandi. Ég spurði hvort við værum ekki dálítið fjarskyld, en hann gerði lítið úr því. Skaplyndi og hæfileikar lægju í ættum. Einhver sameiginleg taug. Næst þegar ég kom var hann búinn að rekja okkur saman og gaf mér upplýsingar um forföður okkar. Ég kunni vel að meta þessa austfirsku frændrækni, enda alin upp við hana í báðum ættum. Eysteinn var náttúruunnandi og útivistarmaður. Þegar formlegu spjalli okkar var lokið spurði hann hvaða líkamsrækt ég stundaði. Þegar ég kvaðst ekki vera í neinu slíku, hélt hann að ég hefði misskilið sig. Hann væri ekki með leikfimisali í huga, heldur hvað ég gerði til að halda mér í formi, ég hlyti að stunda sund, gönguferðir eða fara á skíði. „Ekkert af þessu," sagði ég. „Hvað er að þér, manneskja, ætlarðu ekkert að endast?!" Á friðarstóliEysteinn Jónsson var merkur maður, eins og allir vita. Heiðarlegur, glöggur og skipulagður. Hann var auðvitað pólitískur og fylgdist vel með, en í samtali okkar var hann öðru fremur að líta yfir farinn veg. Við ræddum um stjórnmálamenn, lífs og liðna, og hann sagði frá samstarfi við suma þeirra og málefnum sem miklu skiptu.Eftir að formlegu spjalli lauk, ræddum við yfir kaffibolla um eitt og annað. Eysteinn rifjaði upp sögur um lítil atvik og eiginleika forystumanna sem ekki voru á allra vitorði. Sumt var forvitnilegt og annað spaugilegt og ég spurði hvort við gætum ekki haft þetta í viðtalinu. Eysteinn tók það ekki í mál. Þetta væri spjall milli okkar. Þó að þarna væri ekki um stórmál að ræða, gætu einhverjir tekið það nærri sér og gert það að stórmáli.Upphlaup yrði af minna tilefni. Sagðist hafa verið í stormviðri stjórnmálanna frá unga aldri og notið þess. Nú sæti hann hins vegar á friðarstóli, og hefði ekki hugsað sér að láta óvildaröldurnar flæða yfir gröfina sína! Að vita allt um allaÍ dag þætti að líkindum máttlaus blaðamennska að sækja ekki fast að fá að birta það sem myndi vekja athygli, þó að það væri ekki heimsslitamál. Óþolið gagnvart því að hver og einn eigi rétt á persónuhelgi fer sívaxandi. Allir eiga heimtingu á að vita allt um alla. Bloggið og Fésbókin eru happasending fyrir einmana og einangrað fólk. Einnig skemmtileg afþreying, tækifæri til að komast í samband við gamla vini, en ekki síst til að tjá skoðun sína og fá viðbrögð við henni. En þarna er líka gróðurreitur spillingar. Ekki spillingar eins og bankar, auðmenn og stjórnmálamenn eru sakaðir um, heldur spilling á persónuleika. Gengisfelling virðingar fyrir sjálfum sér og öðrum. Spaugið í Áramótaskaupinu um manninn sem les á netinu að konan hans sé að skilja við hann er ekki spaug, heldur spegilmynd. Þetta er að gerast, er mér sagt af grandvöru fólki.Góð frændsemi er dýrmæt, en vináttan er ein af bestu gjöfum tilverunnar. Framákona hrópar í vandlætingu á mótmælafundi að ráðherra hafi varað hana við að fara fram úr sér í ræðustólnum, og uppsker þau viðbrögð sem að er stefnt. Hún gefur ekki upp hver ráðherrann er, en neitar ekki þegar nafn eins þeirra er nefnt. Annar ráðherra sýnir þá fágætu reisn að senda bréf frá sjúkrabeði erlendis, þess efnis að hún sé sú sem gaf þessi ráð og segir það gert af vinarhug og með hagsmuni ræðumanns fyrir augum.Þá kemur upp í hugann ráðleggingin góða: Vinur þinn á vin, og vinur vinar þíns á vin - gættu orða þinna! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jónína Michaelsdóttir Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun
Þegar ég var blaðamaður á Vísi á sínum tíma, ræddi ég eitt sinn við Eystein Jónsson, fyrrverandi formann Framsóknarflokksins. Þegar ég hringdi til hans og spurði hvort hann væri fáanlegur í helgarviðtal, sagði hann eftir stutta þögn: „Vísi! Jú, verður maður ekki að tala við alla nú til dags!" Vel fór á með okkur Eysteini og mun betur þegar hann komst að því að við værum skyld. Bæði að austan. Upp frá því var ég frænka hans. Þegar skyldmenni hans bar á góma talaði hann um þau sem frænkur mínar og frændur og þegar fyrsta spjalli okkar lauk leiddi hann mig inn í svefnherbergi þeirra hjóna til að sýna mér litla frænku mína sem lá þar sofandi. Ég spurði hvort við værum ekki dálítið fjarskyld, en hann gerði lítið úr því. Skaplyndi og hæfileikar lægju í ættum. Einhver sameiginleg taug. Næst þegar ég kom var hann búinn að rekja okkur saman og gaf mér upplýsingar um forföður okkar. Ég kunni vel að meta þessa austfirsku frændrækni, enda alin upp við hana í báðum ættum. Eysteinn var náttúruunnandi og útivistarmaður. Þegar formlegu spjalli okkar var lokið spurði hann hvaða líkamsrækt ég stundaði. Þegar ég kvaðst ekki vera í neinu slíku, hélt hann að ég hefði misskilið sig. Hann væri ekki með leikfimisali í huga, heldur hvað ég gerði til að halda mér í formi, ég hlyti að stunda sund, gönguferðir eða fara á skíði. „Ekkert af þessu," sagði ég. „Hvað er að þér, manneskja, ætlarðu ekkert að endast?!" Á friðarstóliEysteinn Jónsson var merkur maður, eins og allir vita. Heiðarlegur, glöggur og skipulagður. Hann var auðvitað pólitískur og fylgdist vel með, en í samtali okkar var hann öðru fremur að líta yfir farinn veg. Við ræddum um stjórnmálamenn, lífs og liðna, og hann sagði frá samstarfi við suma þeirra og málefnum sem miklu skiptu.Eftir að formlegu spjalli lauk, ræddum við yfir kaffibolla um eitt og annað. Eysteinn rifjaði upp sögur um lítil atvik og eiginleika forystumanna sem ekki voru á allra vitorði. Sumt var forvitnilegt og annað spaugilegt og ég spurði hvort við gætum ekki haft þetta í viðtalinu. Eysteinn tók það ekki í mál. Þetta væri spjall milli okkar. Þó að þarna væri ekki um stórmál að ræða, gætu einhverjir tekið það nærri sér og gert það að stórmáli.Upphlaup yrði af minna tilefni. Sagðist hafa verið í stormviðri stjórnmálanna frá unga aldri og notið þess. Nú sæti hann hins vegar á friðarstóli, og hefði ekki hugsað sér að láta óvildaröldurnar flæða yfir gröfina sína! Að vita allt um allaÍ dag þætti að líkindum máttlaus blaðamennska að sækja ekki fast að fá að birta það sem myndi vekja athygli, þó að það væri ekki heimsslitamál. Óþolið gagnvart því að hver og einn eigi rétt á persónuhelgi fer sívaxandi. Allir eiga heimtingu á að vita allt um alla. Bloggið og Fésbókin eru happasending fyrir einmana og einangrað fólk. Einnig skemmtileg afþreying, tækifæri til að komast í samband við gamla vini, en ekki síst til að tjá skoðun sína og fá viðbrögð við henni. En þarna er líka gróðurreitur spillingar. Ekki spillingar eins og bankar, auðmenn og stjórnmálamenn eru sakaðir um, heldur spilling á persónuleika. Gengisfelling virðingar fyrir sjálfum sér og öðrum. Spaugið í Áramótaskaupinu um manninn sem les á netinu að konan hans sé að skilja við hann er ekki spaug, heldur spegilmynd. Þetta er að gerast, er mér sagt af grandvöru fólki.Góð frændsemi er dýrmæt, en vináttan er ein af bestu gjöfum tilverunnar. Framákona hrópar í vandlætingu á mótmælafundi að ráðherra hafi varað hana við að fara fram úr sér í ræðustólnum, og uppsker þau viðbrögð sem að er stefnt. Hún gefur ekki upp hver ráðherrann er, en neitar ekki þegar nafn eins þeirra er nefnt. Annar ráðherra sýnir þá fágætu reisn að senda bréf frá sjúkrabeði erlendis, þess efnis að hún sé sú sem gaf þessi ráð og segir það gert af vinarhug og með hagsmuni ræðumanns fyrir augum.Þá kemur upp í hugann ráðleggingin góða: Vinur þinn á vin, og vinur vinar þíns á vin - gættu orða þinna!