Ólafur dæmir Formúlu 1 í Tyrklandi 4. júní 2009 07:19 Ólafur Guðmundsson er í sólinni í Istanbúl og dæmir Formúlu 1 mótið um helgina. Ólafur Guðmundsson verður einn þriggja dómara á Formúlu 1 mótinu í Istanbúl Í Tyrklandi um helgina. Hann verður á brautinni í dag að skoða aðstæður fyrir mótið sem Felipe Massa hefur unnið þrjú mót í röð. Ólafur dæmdi á fyrsta móti ársins eins og frægt varð, en þá sagði Lewis Hamilton ósatt í vitnaleiðslum eftir aksturs atvik í brautinni í Ástralíu og McLaren og Hamilton var refsað fyrir af mikilli hörku. Þurfti Ólafur að fljúga alla leið til Malasíu til að yfirheyra Hamilton á ný og liðsstjóra hans Dave Ryan, sem var svo rekinn frá McLaren vegna málsins. Þrír dómarar eru á hverju Formúlu 1 móti og komast að sameiginlegri niðurstöðu þegar einhver atvik koma upp. Þeir eru staðsettir í stjórnturni mótsins og vinna undir leiðsögn Charlie Whiting hjá FIA. Ólafur var einmitt á löngum fundi með honum í gærkvöldi ti að ræða stöðuna í Formúlu 1, en miklar hræringar eru í gangi þessa dagana. Rætt verður við Ólaf í þættinum Rásmarkið á Stöð 2 Sport kl. 20.00 í kvöld. Felipe Massa hefur unnið mótið í Istanbúl síðustu þrjú ár og stefnir á sigur og veitir ekki af því Brawn og Jenson Button hafa unnið 5 mót af 6 á þessu ári. Button er með 16 stiga forskot á Rubens Barrichello í stigakeppni ökumanna. Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Ólafur Guðmundsson verður einn þriggja dómara á Formúlu 1 mótinu í Istanbúl Í Tyrklandi um helgina. Hann verður á brautinni í dag að skoða aðstæður fyrir mótið sem Felipe Massa hefur unnið þrjú mót í röð. Ólafur dæmdi á fyrsta móti ársins eins og frægt varð, en þá sagði Lewis Hamilton ósatt í vitnaleiðslum eftir aksturs atvik í brautinni í Ástralíu og McLaren og Hamilton var refsað fyrir af mikilli hörku. Þurfti Ólafur að fljúga alla leið til Malasíu til að yfirheyra Hamilton á ný og liðsstjóra hans Dave Ryan, sem var svo rekinn frá McLaren vegna málsins. Þrír dómarar eru á hverju Formúlu 1 móti og komast að sameiginlegri niðurstöðu þegar einhver atvik koma upp. Þeir eru staðsettir í stjórnturni mótsins og vinna undir leiðsögn Charlie Whiting hjá FIA. Ólafur var einmitt á löngum fundi með honum í gærkvöldi ti að ræða stöðuna í Formúlu 1, en miklar hræringar eru í gangi þessa dagana. Rætt verður við Ólaf í þættinum Rásmarkið á Stöð 2 Sport kl. 20.00 í kvöld. Felipe Massa hefur unnið mótið í Istanbúl síðustu þrjú ár og stefnir á sigur og veitir ekki af því Brawn og Jenson Button hafa unnið 5 mót af 6 á þessu ári. Button er með 16 stiga forskot á Rubens Barrichello í stigakeppni ökumanna.
Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira