Button og Raikkönen bítast um McLaren 14. nóvember 2009 10:25 Jenson Button og Kimi Raikkönen börðust á brautinni í ár, en keppast nú um sæti hjá McLaren. Rubens Barrichello er kominn í sæti hjá Williams. mynd: Getty Images Heimsmeistarinn Jenson Button heimsótti McLaren liðið á föstudag, en Martin Whitmarsh vill ólmur fá hann til liðsins, en fyrr í vikunni mættu umboðsmenn Kimi Raikkönen á svæðið. Heimsókn Buttons er vísir að því að hann hafi áhuga á sæti hjá liðinu, þar sem samningaviðræður hans við Brawn hafa ekki gengið snuðrulaust. Button vill 6 miljónir punda í laun, en Ross Brawn er aðeins tilbúinn að bjóða honu 3 miljónir samkvæmt fréttum í dagblaðinu The Guardian. Brawn er búið að bjóða Button frjálsari ákvæði varðandi auglýsingar á bíl og búning, svo hann geti aukið tekjur sínar. Raikkönen var áður ökumaður McLaren og Steve og David Robertson eru umboðsmenn hans og ræddu við Whitmarsh á miðvikudaginn. Raikkönen var leystur undan samningi við Ferrari, ári áður en samningi hans lauk svo Fernando Alonso kæmist að hjá liðinu. Hann vill aðeins keppa með toppliði og spurning hvort McLaren sætið freistar eður ei, eða hvort hann tekur sér ársleyfi eða fer að keppa í rallakstri. Sjá meira un samningamál ökumanna Mest lesið Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Körfubolti Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu Handbolti Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum Körfubolti Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Handbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Heimsmeistarinn Jenson Button heimsótti McLaren liðið á föstudag, en Martin Whitmarsh vill ólmur fá hann til liðsins, en fyrr í vikunni mættu umboðsmenn Kimi Raikkönen á svæðið. Heimsókn Buttons er vísir að því að hann hafi áhuga á sæti hjá liðinu, þar sem samningaviðræður hans við Brawn hafa ekki gengið snuðrulaust. Button vill 6 miljónir punda í laun, en Ross Brawn er aðeins tilbúinn að bjóða honu 3 miljónir samkvæmt fréttum í dagblaðinu The Guardian. Brawn er búið að bjóða Button frjálsari ákvæði varðandi auglýsingar á bíl og búning, svo hann geti aukið tekjur sínar. Raikkönen var áður ökumaður McLaren og Steve og David Robertson eru umboðsmenn hans og ræddu við Whitmarsh á miðvikudaginn. Raikkönen var leystur undan samningi við Ferrari, ári áður en samningi hans lauk svo Fernando Alonso kæmist að hjá liðinu. Hann vill aðeins keppa með toppliði og spurning hvort McLaren sætið freistar eður ei, eða hvort hann tekur sér ársleyfi eða fer að keppa í rallakstri. Sjá meira un samningamál ökumanna
Mest lesið Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Körfubolti Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu Handbolti Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum Körfubolti Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Handbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira