Massa hótar að hætta í Formúlu 1 8. júní 2009 10:16 Felipe Massa gengur af fundi hjá Formúu 1 keppnisliðum í Tyrklandi. mynd: getty images Felipe Massa hjá Ferrari segir að það sé sannkölluð matröð að keppa í Formúlu 1 þessa dagana og deilur keppnisliða og FIA séu að setja neikvæðan svip á íþrótt sem hann unnir. Ökumenn funduðu um málið með forráðamönnum keppnisliða í gær til að sýna samhug í verki. "Það er martröð að upplifa deilurnar á milli keppnisliða og FIA. Við erum á þeirri skoðun að það sem Max Mosley er að mælast til að verði gert muni breyta Formúlu 1 í eitthvað allt annað en okkar íþrótt, sem við höfum stundað", sagði Massa um málið. "Við viljum keppa í bestu kappakstursmótaröð sem völ er á. Það þýðir að við séum með öflugustu kappakstursbílanna, mestu tæknina og bestu ökumennina. Að Formúla 1 standi undir nafni. Ef menn ætla að hafa tvenns konar bíla og lið með breyttum reglum þá er illa fyrir okkur komið. Ég mun þá keppa í einhverri annari mótaröð og það sama segja aðrir ökumenn", sagði Massa. FIA fer í vikunni yfir umsóknir 20 keppnisliða sem vilja keppa í Formúlu 1 á næsta ári, en 10 þeirra eru frá liðum sem keppa í ár. Af þeim eru átt lið sem hafa mótmælt fyrirhuguðum reglubreytingum. Sáttafundur er boðaður eftir næstu helgi að sögn Ólafs Guðmundssonar sem ræddi málið á undan beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í gær. Hann var dómari á Formúlu 1 mótinu í Tyrklandi um helgina Allt um Felipe Massa Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Felipe Massa hjá Ferrari segir að það sé sannkölluð matröð að keppa í Formúlu 1 þessa dagana og deilur keppnisliða og FIA séu að setja neikvæðan svip á íþrótt sem hann unnir. Ökumenn funduðu um málið með forráðamönnum keppnisliða í gær til að sýna samhug í verki. "Það er martröð að upplifa deilurnar á milli keppnisliða og FIA. Við erum á þeirri skoðun að það sem Max Mosley er að mælast til að verði gert muni breyta Formúlu 1 í eitthvað allt annað en okkar íþrótt, sem við höfum stundað", sagði Massa um málið. "Við viljum keppa í bestu kappakstursmótaröð sem völ er á. Það þýðir að við séum með öflugustu kappakstursbílanna, mestu tæknina og bestu ökumennina. Að Formúla 1 standi undir nafni. Ef menn ætla að hafa tvenns konar bíla og lið með breyttum reglum þá er illa fyrir okkur komið. Ég mun þá keppa í einhverri annari mótaröð og það sama segja aðrir ökumenn", sagði Massa. FIA fer í vikunni yfir umsóknir 20 keppnisliða sem vilja keppa í Formúlu 1 á næsta ári, en 10 þeirra eru frá liðum sem keppa í ár. Af þeim eru átt lið sem hafa mótmælt fyrirhuguðum reglubreytingum. Sáttafundur er boðaður eftir næstu helgi að sögn Ólafs Guðmundssonar sem ræddi málið á undan beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í gær. Hann var dómari á Formúlu 1 mótinu í Tyrklandi um helgina Allt um Felipe Massa
Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira