Mont ogmetingur 11. júlí 2009 00:01 Sjálfhælni er skemmtilegt orð og lýsir því hvernig maður getur í tíma og ótíma hælt sjálfum sér í eyru annarra. Sjálfri finnst mér gaman að monta mig af þrifum og bakstri. Finnst ekkert leiðinlegt að segja fóllki frá því að ég hafi nú hent í eina franska súkkulaðiköku rétt áður en ég bakaði brauðið mitt, sem var eftir að ég tók eldhússkápana í gegn. Kunningi minn byrjar allar setningar nokkurn veginn á þessa leið. „Sko, þegar ég bjó í París…“ og botnar frásagnir sínar með því hvernig Frakkar séu vanir að gera hlutina, hvað mataræði þeirra sé stórkostlega vel samsett, hvað þeir eru smart og ótrúlega miklu æðislegri en við Íslendingar. Einhvern veginn skal honum, í öllum samræðum, takast það að troða því inn strax í byrjun að hafa eitt sinn búið í Frakkland – sama hvað um er rætt – og leggja út frá dvöl sinni þar. Kona á besta aldri er málkunnug nokkrum listamönnum og rithöfundum hér í bæ. Henni finnst það dýrmætt að hafa farið í gegnum daginn og nikkað til Sjóns eða Huldu Hákon. Hennar list er sú að koma því svo að í samtali við aðra að hún hafi einmitt verið að ræða við Einar Má Guðmundsson – RITHÖFUND – úti á horni í dag. Í þessu er mikilvægt að greina frá fullu nafni og starfsgreina viðkomandi sem greint er frá. Spurning hvort sagt væri frá Jóa pípara á sama stað: „Var einmitt að ræða við Jóhann Guðlaugsson pípulagningamann og hann sagði…“ Kona, sem er hagleikskona mikil í sjálfhælni, leiðir fólk reglulega í allan sannleik um það hve aumingjagóð hún er. Hún hefur að eigin sögn aldrei sett það fyrir sig að hjálpa „þessu“ sem á það svona bágt – og ber rónum og flóttamönnum fyrir sig eins og auglýsingaspjaldi og veifar söfnunarbauknum fyrir ofan. Sjálf á hún bróður sem hefur lamið eiginkonu sína eins og harðfisk í mörg ár og um leið og hún gengur í „hóp gegn ofbeldi gegn konum“ á Facebook horfir hún fram hjá ofbeldinu í næsta garði. Sjálfhælni hefur öðlast nýja vængi í því nýja þorpi sem 60.000 Íslendingar hafa nú gengið til liðs við – Facebook. Þar getur þjóðin iðkað íþróttina á hverjum degi og sett montið fram á margvíslegan hátt – lúmskt og ólúmskt og sagt frá öllu því stórfenglega sem gert var þann daginn. Júlía Margrét Alexandersdóttir – hvað þarf margar eggjarauður aftur í Toblerone-ísinn? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Júlía Margrét Alexandersdóttir Mest lesið Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson Skoðun
Sjálfhælni er skemmtilegt orð og lýsir því hvernig maður getur í tíma og ótíma hælt sjálfum sér í eyru annarra. Sjálfri finnst mér gaman að monta mig af þrifum og bakstri. Finnst ekkert leiðinlegt að segja fóllki frá því að ég hafi nú hent í eina franska súkkulaðiköku rétt áður en ég bakaði brauðið mitt, sem var eftir að ég tók eldhússkápana í gegn. Kunningi minn byrjar allar setningar nokkurn veginn á þessa leið. „Sko, þegar ég bjó í París…“ og botnar frásagnir sínar með því hvernig Frakkar séu vanir að gera hlutina, hvað mataræði þeirra sé stórkostlega vel samsett, hvað þeir eru smart og ótrúlega miklu æðislegri en við Íslendingar. Einhvern veginn skal honum, í öllum samræðum, takast það að troða því inn strax í byrjun að hafa eitt sinn búið í Frakkland – sama hvað um er rætt – og leggja út frá dvöl sinni þar. Kona á besta aldri er málkunnug nokkrum listamönnum og rithöfundum hér í bæ. Henni finnst það dýrmætt að hafa farið í gegnum daginn og nikkað til Sjóns eða Huldu Hákon. Hennar list er sú að koma því svo að í samtali við aðra að hún hafi einmitt verið að ræða við Einar Má Guðmundsson – RITHÖFUND – úti á horni í dag. Í þessu er mikilvægt að greina frá fullu nafni og starfsgreina viðkomandi sem greint er frá. Spurning hvort sagt væri frá Jóa pípara á sama stað: „Var einmitt að ræða við Jóhann Guðlaugsson pípulagningamann og hann sagði…“ Kona, sem er hagleikskona mikil í sjálfhælni, leiðir fólk reglulega í allan sannleik um það hve aumingjagóð hún er. Hún hefur að eigin sögn aldrei sett það fyrir sig að hjálpa „þessu“ sem á það svona bágt – og ber rónum og flóttamönnum fyrir sig eins og auglýsingaspjaldi og veifar söfnunarbauknum fyrir ofan. Sjálf á hún bróður sem hefur lamið eiginkonu sína eins og harðfisk í mörg ár og um leið og hún gengur í „hóp gegn ofbeldi gegn konum“ á Facebook horfir hún fram hjá ofbeldinu í næsta garði. Sjálfhælni hefur öðlast nýja vængi í því nýja þorpi sem 60.000 Íslendingar hafa nú gengið til liðs við – Facebook. Þar getur þjóðin iðkað íþróttina á hverjum degi og sett montið fram á margvíslegan hátt – lúmskt og ólúmskt og sagt frá öllu því stórfenglega sem gert var þann daginn. Júlía Margrét Alexandersdóttir – hvað þarf margar eggjarauður aftur í Toblerone-ísinn?
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun