Iceland Express-deild karla: Fyrsta tap Stjörnunnar Ómar Þorgeirsson skrifar 12. nóvember 2009 21:00 Stórleikur Justin Shouse dugði Stjörnunni ekki til sigurs í kvöld. Mynd/Stefán Þrír leikir fóru fram í Iceland Express-deild karla í kvöld þar sem hæst bar að Stjarnan tapaði sínum fyrsta leik í deildinni þegar Tindastóll kom í heimsókn en lokatölur urðu 93-95. Njarðvík hélt sigurgöngu sinni hins vegar áfram með 89-100 sigri gegn Hamri og Njarðvíkingar sitja því einir á toppi deildarinnar með fullt hús stiga eftir sex umferðir. Grindavík vann svo 32 stiga sigur gegn Breiðabliki, 72-104. Leikur Stjörnunnar og Tindastóls var í járnum framan af leik en staðan var 20-19 eftir fyrsta leikhluta og 35-38 í hálfleik. Gestirnir í Tindastóli juku svo forskot sitt smátt og smátt og leiddu með átta stiga mun 60-68 fyrir lokaleikhlutann. Þegar rúm mínúta lifði leiks voru gestirnir í Tindastóli með fjögurra stiga forskot 86-90 og mikil spenna í loftinu. Munurinn var enn fjögur stig á liðunum, 88-92, þegar rúm hálf mínúta var eftir. Stjörnumenn gerðu heiðarlega tilraun til þess að stela sigrinum á lokakaflanum með Justin Shouse í fararbroddi en urðu að sætta sig við 93-95 tap. Amani Bin Daanish var stigahæstur hjá Tindastóli með 26 stig og 12 fráköst en Michael Giovacchini kom næstur með 23 stig og Svavar Birgisson og Helgi Viggósson skoruðu 20 stig hvor. Hjá Stjörnunni var Shouse stigahæstur með 38 stig og 11 stoðsendingar en Jovan Zdravevski kom næstur með 21 stig. Hamar átti í fullu té við Njarðvík lengi vel og leiddi í hálfleik, 50-45, en gestirnir tóku svo til sinna ráða í þriðja leikhluta og fóru með sex stiga forskot inn í lokaleikhlutann. Njarðvíkingar héldu haus í fjórða leikhlutanum og unnu að lokum góðan 89-100 sigur. Magnús Þór Gunnarsson var atkvæðamestur hjá Njarðvík með 32 stig og 7 stoðsendingar en Jóhann Árni Ólafsson kom næstur með 22 stig og 8 fráköst. Hjá Hamri var Andre Dabney stigahæstur með 40 stig. Þá fengu Grindvíkingar heldur betur uppreisn æru í kvöld þegar þeir unnu 72-104 stórsigur gegn Blikum en Suðurnesjaliðið hafði átt erfitt uppdráttar til þessa í vetur. Nýi leikmaðurinn Darrell Flake var stigahæstur hjá Grindavík með 21 stig en Brenton Birmingham kom næstur með 19 stig. Hjá Breiðabliki var John Davis stigahæstur með 21 stig.Úrslit kvöldsins: Stjarnan-Tindastóll 93-95 (35-38) Hamar-Njarðvík 89-100 (50-45) Breiðablik-Grindavík 72-104 (31-54) Dominos-deild karla Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjör: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti Fleiri fréttir Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Sjá meira
Þrír leikir fóru fram í Iceland Express-deild karla í kvöld þar sem hæst bar að Stjarnan tapaði sínum fyrsta leik í deildinni þegar Tindastóll kom í heimsókn en lokatölur urðu 93-95. Njarðvík hélt sigurgöngu sinni hins vegar áfram með 89-100 sigri gegn Hamri og Njarðvíkingar sitja því einir á toppi deildarinnar með fullt hús stiga eftir sex umferðir. Grindavík vann svo 32 stiga sigur gegn Breiðabliki, 72-104. Leikur Stjörnunnar og Tindastóls var í járnum framan af leik en staðan var 20-19 eftir fyrsta leikhluta og 35-38 í hálfleik. Gestirnir í Tindastóli juku svo forskot sitt smátt og smátt og leiddu með átta stiga mun 60-68 fyrir lokaleikhlutann. Þegar rúm mínúta lifði leiks voru gestirnir í Tindastóli með fjögurra stiga forskot 86-90 og mikil spenna í loftinu. Munurinn var enn fjögur stig á liðunum, 88-92, þegar rúm hálf mínúta var eftir. Stjörnumenn gerðu heiðarlega tilraun til þess að stela sigrinum á lokakaflanum með Justin Shouse í fararbroddi en urðu að sætta sig við 93-95 tap. Amani Bin Daanish var stigahæstur hjá Tindastóli með 26 stig og 12 fráköst en Michael Giovacchini kom næstur með 23 stig og Svavar Birgisson og Helgi Viggósson skoruðu 20 stig hvor. Hjá Stjörnunni var Shouse stigahæstur með 38 stig og 11 stoðsendingar en Jovan Zdravevski kom næstur með 21 stig. Hamar átti í fullu té við Njarðvík lengi vel og leiddi í hálfleik, 50-45, en gestirnir tóku svo til sinna ráða í þriðja leikhluta og fóru með sex stiga forskot inn í lokaleikhlutann. Njarðvíkingar héldu haus í fjórða leikhlutanum og unnu að lokum góðan 89-100 sigur. Magnús Þór Gunnarsson var atkvæðamestur hjá Njarðvík með 32 stig og 7 stoðsendingar en Jóhann Árni Ólafsson kom næstur með 22 stig og 8 fráköst. Hjá Hamri var Andre Dabney stigahæstur með 40 stig. Þá fengu Grindvíkingar heldur betur uppreisn æru í kvöld þegar þeir unnu 72-104 stórsigur gegn Blikum en Suðurnesjaliðið hafði átt erfitt uppdráttar til þessa í vetur. Nýi leikmaðurinn Darrell Flake var stigahæstur hjá Grindavík með 21 stig en Brenton Birmingham kom næstur með 19 stig. Hjá Breiðabliki var John Davis stigahæstur með 21 stig.Úrslit kvöldsins: Stjarnan-Tindastóll 93-95 (35-38) Hamar-Njarðvík 89-100 (50-45) Breiðablik-Grindavík 72-104 (31-54)
Dominos-deild karla Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjör: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti Fleiri fréttir Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Sjá meira
Uppgjör: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti
Uppgjör: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti