Sutil slæst við stórlaxanna í rásmarkinu 13. september 2009 09:04 Lewis Hamilton, Adrian Sutil og Kimi Raikkönen fagna árangrinum í tímatökunni í gær. mynd: Getty Images Þjóðverjinn Adrian Sutil á Force India náði sínum besta árangri í tímatökum í gær á Formúlu 1 brautinni í Monza á Ítalíu. Sutil keppir við Lewis Hamilton og Kimi Raikkönen um að komast fyrstur að fyrstu beygjum en Sutil er í öðru sæti á ráslínu en Hamilton fyrstur. Fyrir aftan eru Raikkönen og Heikki Kovalainen sem allir eru með KERS búnað, sem færir þeim 80 auka hefstöfl í 7 sekúndur í ræsingu. Sutil hefur ekki þennan búnað, en á móti hefur hann bíl sem hefur mikinn hámarkshraða á beinu köflunum Monza brautarinnar. "Öll mótshelgin hefur verið mikil og góð upplifun og ég hef notið hverrar stundar. Ég er mjög glaður að ræsa af stað við hliðina á Hamilton og með Raikkönen fyrir aftan. Þetta er stór stund á mínum ferli", sagði Sutil. Félagi hans Viantonio Liuzzi náði sjöunda besta tíma, en hann tók við sæti Giancarlo Fisichella sem færði sig yfir til Ferrari eftir síðustu keppni. Þar náði Fisichella öðru sæti, sem var besti árangur Force India frá upphafi. Rigningu er spáð á Monza brautinni í dag, en bein útsending hefst kl. 11:30 á Stöð 2 Sport. Sjá brautarlýsingu frá Monza. Ferilll Adiran Sutil Mest lesið Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Fótbolti Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Handbolti Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Körfubolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Þjóðverjinn Adrian Sutil á Force India náði sínum besta árangri í tímatökum í gær á Formúlu 1 brautinni í Monza á Ítalíu. Sutil keppir við Lewis Hamilton og Kimi Raikkönen um að komast fyrstur að fyrstu beygjum en Sutil er í öðru sæti á ráslínu en Hamilton fyrstur. Fyrir aftan eru Raikkönen og Heikki Kovalainen sem allir eru með KERS búnað, sem færir þeim 80 auka hefstöfl í 7 sekúndur í ræsingu. Sutil hefur ekki þennan búnað, en á móti hefur hann bíl sem hefur mikinn hámarkshraða á beinu köflunum Monza brautarinnar. "Öll mótshelgin hefur verið mikil og góð upplifun og ég hef notið hverrar stundar. Ég er mjög glaður að ræsa af stað við hliðina á Hamilton og með Raikkönen fyrir aftan. Þetta er stór stund á mínum ferli", sagði Sutil. Félagi hans Viantonio Liuzzi náði sjöunda besta tíma, en hann tók við sæti Giancarlo Fisichella sem færði sig yfir til Ferrari eftir síðustu keppni. Þar náði Fisichella öðru sæti, sem var besti árangur Force India frá upphafi. Rigningu er spáð á Monza brautinni í dag, en bein útsending hefst kl. 11:30 á Stöð 2 Sport. Sjá brautarlýsingu frá Monza. Ferilll Adiran Sutil
Mest lesið Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Fótbolti Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Handbolti Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Körfubolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira