Glock fljótastur á lokaæfingunni 25. apríl 2009 09:12 Toyota ökumennirnir Jarno Trulli og Timo Glock gæti orðið öflugir í tímatökunni í dag eftir góða spretti á lokaæfingu keppnisliða í Bahrain. Mynd: Getty Images Þjóðverjinn Timo Glock var fljótastur allra á lokaæfingu keppnisliða í Barein í morgun. Hann var þó ekki llánsamari en það að það steidó á bílnum í lok æfingarinnar. Er enn óljóst hvað gerðist, en Glock sagði í talkerfið að það virtist sem vélin hefði bilað. Það gæti þó verið bundið rafbúnaði bílsins., Glock hefur staðið sig vel í mótum ársins og hefur náð í stigasæti í þeim öllum. Ferrari menn virðast vaknaðir til lífsins því Felipe Massa var næst fljótastur, Nico Rosberg á Williams varð þriðji, Lewis Hamilton á McLaren fjórði og Kimi Raikkönen á Ferrari fimmti. Jenson Button á Brawn sem leiðir stigamótið var ekki á meðal fremstu manna, en í gær þóttu allar líkur á því að hann gæti náð fremsta stað á ráslinu. Kjöraðstæður eru á brautinni, sól og blíða, en nokkuð misvindasamt. Bein útsending er frá tímatökunni á Stöð 2 Sport kl. 10.45. Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Búbbluhausinn verður í banni Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Þjóðverjinn Timo Glock var fljótastur allra á lokaæfingu keppnisliða í Barein í morgun. Hann var þó ekki llánsamari en það að það steidó á bílnum í lok æfingarinnar. Er enn óljóst hvað gerðist, en Glock sagði í talkerfið að það virtist sem vélin hefði bilað. Það gæti þó verið bundið rafbúnaði bílsins., Glock hefur staðið sig vel í mótum ársins og hefur náð í stigasæti í þeim öllum. Ferrari menn virðast vaknaðir til lífsins því Felipe Massa var næst fljótastur, Nico Rosberg á Williams varð þriðji, Lewis Hamilton á McLaren fjórði og Kimi Raikkönen á Ferrari fimmti. Jenson Button á Brawn sem leiðir stigamótið var ekki á meðal fremstu manna, en í gær þóttu allar líkur á því að hann gæti náð fremsta stað á ráslinu. Kjöraðstæður eru á brautinni, sól og blíða, en nokkuð misvindasamt. Bein útsending er frá tímatökunni á Stöð 2 Sport kl. 10.45.
Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Búbbluhausinn verður í banni Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira