Til öryggis Þórhildur Elín Elínardóttir skrifar 19. október 2009 06:00 Fyrir bara tveimur örstuttum árum vorum við á hátindi oflætisins og okkur allir vegir færir. Rjómi íslenska aðalsins spókaði sig í bönkum og kauphöllum heimsins og gerði feita díla á báðar hendur, svo rosalega snjalla. Við hin vorum reyndar ábekingar en höfðum ekki hugmynd um það. Skammsýni okkar og trúgirni borgum við nú dýru verði. Eins og undanfarið ár hafi ekki verið nógu harkalegur skellur á hrjáðri þjóð, þá byrjar vetur númer tvö af engu minna offorsi. Ofan á efnahagshörmungar bætast fleiri ógnir gegn heimilum og heilsufari. Öfugt við stemminguna fyrir tveimur árum þegar við vorum öll svakalega alþjóðleg og smartheitin komu viðstöðulaust frá útlöndum, þá kemur nú þaðan ekkert nema lífshætta. Enginn vill lána okkur peninga fyrr en við göngumst við ábyrgðunum. Þetta viðhorf kemur skyndilega mjög á óvart, einkum hjá þeim sem mest töluðu um ábyrgð einstaklingsins. Valið stendur nú á milli þess að gangast við partískemmdunum eða missa æruna. Ofan á þetta einelti umheimsins, er allt hér að fyllast af erlendum þjófagengjum sem hafa það eina markmið að rýja okkur endanlega inn að skinninu. Og ofan á þessar eitruðu sendingar frá útlöndum bætist svínaflensa í okkar volaða eymdarpytt. Varla birtist lengur nokkur auglýsing um flatskjái eða fjölskyldu-brunch og lífsstílsblöðin eru full af ráðleggingum um nýtni og endurvinnslu. Einu auglýsendurnir sem ná máli eru öryggisfyrirtækin. Þau lofa okkur því að ef við fjárfestum í þjófavarnarkerfum getum við róleg skroppið að heiman dagstund. Þegar ég hugsa málið vel finnst mér eitthvað bogið við röksemdafærsluna án þess að draga góðan vilja þeirra í efa, nývöknuð tortryggni mín krunkar eitthvað um falskt öryggi. Auðveldast í heimi er að selja óttaslegnum vernd. Áhættusæknin er alveg dottin úr tísku, öryggisþörfin hefur tekið völd. Til vonar og vara er nú best að áframsenda til tíu vina öll keðjubréf sem lofa hamingju, annars mun ógæfan vísast ríða yfir. Þvo sér látlaust um hendur, hósta í bréfþurrku, heilsa úr fjarlægð og snerta hvorki handrið né hurðarhúna. Skilja húsið aldrei eftir mannlaust og sofa með annað augað opið. Tvílæsa á eftir sér, slökkva átta sinnum á eldavélinni og stíga aldrei nokkurn tíma á strik. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórhildur Elín Elínardóttir Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir Skoðun
Fyrir bara tveimur örstuttum árum vorum við á hátindi oflætisins og okkur allir vegir færir. Rjómi íslenska aðalsins spókaði sig í bönkum og kauphöllum heimsins og gerði feita díla á báðar hendur, svo rosalega snjalla. Við hin vorum reyndar ábekingar en höfðum ekki hugmynd um það. Skammsýni okkar og trúgirni borgum við nú dýru verði. Eins og undanfarið ár hafi ekki verið nógu harkalegur skellur á hrjáðri þjóð, þá byrjar vetur númer tvö af engu minna offorsi. Ofan á efnahagshörmungar bætast fleiri ógnir gegn heimilum og heilsufari. Öfugt við stemminguna fyrir tveimur árum þegar við vorum öll svakalega alþjóðleg og smartheitin komu viðstöðulaust frá útlöndum, þá kemur nú þaðan ekkert nema lífshætta. Enginn vill lána okkur peninga fyrr en við göngumst við ábyrgðunum. Þetta viðhorf kemur skyndilega mjög á óvart, einkum hjá þeim sem mest töluðu um ábyrgð einstaklingsins. Valið stendur nú á milli þess að gangast við partískemmdunum eða missa æruna. Ofan á þetta einelti umheimsins, er allt hér að fyllast af erlendum þjófagengjum sem hafa það eina markmið að rýja okkur endanlega inn að skinninu. Og ofan á þessar eitruðu sendingar frá útlöndum bætist svínaflensa í okkar volaða eymdarpytt. Varla birtist lengur nokkur auglýsing um flatskjái eða fjölskyldu-brunch og lífsstílsblöðin eru full af ráðleggingum um nýtni og endurvinnslu. Einu auglýsendurnir sem ná máli eru öryggisfyrirtækin. Þau lofa okkur því að ef við fjárfestum í þjófavarnarkerfum getum við róleg skroppið að heiman dagstund. Þegar ég hugsa málið vel finnst mér eitthvað bogið við röksemdafærsluna án þess að draga góðan vilja þeirra í efa, nývöknuð tortryggni mín krunkar eitthvað um falskt öryggi. Auðveldast í heimi er að selja óttaslegnum vernd. Áhættusæknin er alveg dottin úr tísku, öryggisþörfin hefur tekið völd. Til vonar og vara er nú best að áframsenda til tíu vina öll keðjubréf sem lofa hamingju, annars mun ógæfan vísast ríða yfir. Þvo sér látlaust um hendur, hósta í bréfþurrku, heilsa úr fjarlægð og snerta hvorki handrið né hurðarhúna. Skilja húsið aldrei eftir mannlaust og sofa með annað augað opið. Tvílæsa á eftir sér, slökkva átta sinnum á eldavélinni og stíga aldrei nokkurn tíma á strik.
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun