Myndin sló met Þetta er ekkert mál nú um helgina en hún fékk tæplega tólf þúsund gesti.„Þetta er náttúrlega alveg ótrúlegt," segir Margrét Dagmar Ericsdóttir, mamma Kela og einn framleiðandi myndarinnar. „Okkur var sagt í byrjun að þetta myndi aldrei gera sig, enginn nennti að horfa á heimildarmynd um einhverfu," bætir Margrét við.

Þar að auki er í farvatninu kvikmynd byggð á ævi Temple Grandin sem talar um glímuna við einhverfu í Sólskinsdrengnum. Temple er einhver þekktasti búfjárfræðingur Bandaríkjanna og nýtur mikillar virðingar þar vestra. Upplýst hefur verið að Claire Danes leiki hana en meðal annarra leikara í myndinni má nefna David Strathairn sem tilnefndur var til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn í George Clooney-myndinni, Good Night, and Good Luck. Margrét gleðst að sjálfsögðu yfir þeim mikla áhuga sem virðist vera að vakna á einhverfu. Aðspurð hvort ekki sé bara Hollywood-mynd um Kela í bígerð, segir Margrét svo ekki vera. „En hins vegar hafa erlendir dreifingaraðilar verið mjög áhugasamir um myndina og þessi áhugi skemmir ekkert fyrir okkur." - fgg