Grípum ekki til skammgóðs vermis Óli Kristján Ármannsson skrifar 27. maí 2009 06:00 Í byrjun vikunnar voru lagðar fram til kynningar ráðherrum ríkisstjórnarinnar og stjórnendum háskóla landsins tillögur erlendra sérfræðinga í menntamálum um gagngera endurskipulagningu og áherslubreytingar í menntakerfinu. Vinna sérfræðinganna er hluti af endurmati sem sett var í gang eftir hrun efnahagslífsins og fall fjármálakerfisins snemma vetrar. Þótt tillögurnar snúi að menntakerfinu falla þær undir efnahagsaðgerðir því horft er til þess hvernig búa eigi hér um hnúta þannig að forsendur skapist fyrir framtíðarhagvöxt. Fyrir erlendu sérfræðinganefndinni fóru menn með víðtæka reynslu úr finnsku efnahagslífi, þeir Christoffer Taxell og Markku Linna. Finnar gengu nefnilega í gegn um mjög svipað áfall á tíunda áratug síðustu aldar og nú ríður yfir hér. Þar hrundi gjaldmiðillinn og fjármálakerfið eftir uppgangstíma í skugga þrenginga og breyttra efnahagsaðstæðna í austurblokkinni. Hér veitir okkur ekki af hollráðum þeirra sem reynsluna hafa af slíkum efnahagshamförum og vissara að leggja við hlustir. Finnum tókst að snúa vörn í sókn og eru nú með framsæknustu ríkjum heims og hafa byggt upp öflugan tækniiðnað. Til þess að byggja megi upp þarf grunnurinn og undirstöðurnar að vera góða. Og hvar ætli stoðunum sé skotið undir framtíðarhagvöxt þjóðarinnar? Það er í grunnskólum landsins. Á þetta benda finnsku sérfræðingarnir og telja glapræði að ætla sér að skera niður þar. Vel má vera að hægt sé að ná fram töluverðum og skjótfengum sparnaði með niðurskurði í skólakerfinu, en ef með því er vegið að framtíðarhagvexti þjóðarinnar er betur heima setið en af stað farið. Of mikill kostnaður er vegna efnahagsmistaka fortíðar, einstrenginglegum stuðningi við ónýtan gjaldmiðil og skammsýni stjórnmálamanna í inngripum í viðskiptalífið, ef rýra á með þessum hætti framtíðarmöguleika barna þjóðarinnar og um leið getu landsins til uppbyggingar. Horfa þarf til lengri tíma og hætta drolli við verkefni sem löngu á að vera búið að ljúka við. Algjörlega óásættanlegt er að ekki skuli búið að ljúka við skilin milli nýju bankanna og þeirra gömlu. Á því verkefni er orðinn þriggja mánaða dráttur. Verðmiðinn sem settur er á eignirnar sem fluttar voru yfir í nýju bankana skiptir ekki öllu máli ef tryggt er að kröfuhafar bankanna fái að njóta viðbótarávinnings við eignasölu ef einhver er. Ættu þar að nægja einfaldar klásúlur í skiptasamningum. Þegar lokið hefur verið við efnahagsreikning bankanna geta þeir snúið sér að þeim verkum að styðja við efnahagslífið og gera upp þau fyrirtæki og skuldir þar sem aflaga hefur farið. Fjármálaeftirlit, lögregla og dómsstólar sinna svo uppgjöri á öðrum vígstöðvum. Ætti þá jafnframt að linna upphrópunum um einstaklinga sem sett hafi landið á hausinn. Ef vel tekst til ætti kostnaður skattborgara ekki að verða mikið meiri en að leggja út fyrir nýju bönkunum, en sú fjárfesting ætti að skila sér til baka á ný. Í það minnsta ef við hröpum ekki inn á leið einangrunarstefnu og sjálfsþurftabúskapar. Þá er hætt við öðru hruni og skiptir kannski ekki öllu máli hvar skorið er niður nú. Þeim sem ekki hugnast að búa á Íslandi eins og það var á seinni hluta sjötta áratugar síðustu aldar geta þá flutt annað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óli Kr. Ármannsson Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun
Í byrjun vikunnar voru lagðar fram til kynningar ráðherrum ríkisstjórnarinnar og stjórnendum háskóla landsins tillögur erlendra sérfræðinga í menntamálum um gagngera endurskipulagningu og áherslubreytingar í menntakerfinu. Vinna sérfræðinganna er hluti af endurmati sem sett var í gang eftir hrun efnahagslífsins og fall fjármálakerfisins snemma vetrar. Þótt tillögurnar snúi að menntakerfinu falla þær undir efnahagsaðgerðir því horft er til þess hvernig búa eigi hér um hnúta þannig að forsendur skapist fyrir framtíðarhagvöxt. Fyrir erlendu sérfræðinganefndinni fóru menn með víðtæka reynslu úr finnsku efnahagslífi, þeir Christoffer Taxell og Markku Linna. Finnar gengu nefnilega í gegn um mjög svipað áfall á tíunda áratug síðustu aldar og nú ríður yfir hér. Þar hrundi gjaldmiðillinn og fjármálakerfið eftir uppgangstíma í skugga þrenginga og breyttra efnahagsaðstæðna í austurblokkinni. Hér veitir okkur ekki af hollráðum þeirra sem reynsluna hafa af slíkum efnahagshamförum og vissara að leggja við hlustir. Finnum tókst að snúa vörn í sókn og eru nú með framsæknustu ríkjum heims og hafa byggt upp öflugan tækniiðnað. Til þess að byggja megi upp þarf grunnurinn og undirstöðurnar að vera góða. Og hvar ætli stoðunum sé skotið undir framtíðarhagvöxt þjóðarinnar? Það er í grunnskólum landsins. Á þetta benda finnsku sérfræðingarnir og telja glapræði að ætla sér að skera niður þar. Vel má vera að hægt sé að ná fram töluverðum og skjótfengum sparnaði með niðurskurði í skólakerfinu, en ef með því er vegið að framtíðarhagvexti þjóðarinnar er betur heima setið en af stað farið. Of mikill kostnaður er vegna efnahagsmistaka fortíðar, einstrenginglegum stuðningi við ónýtan gjaldmiðil og skammsýni stjórnmálamanna í inngripum í viðskiptalífið, ef rýra á með þessum hætti framtíðarmöguleika barna þjóðarinnar og um leið getu landsins til uppbyggingar. Horfa þarf til lengri tíma og hætta drolli við verkefni sem löngu á að vera búið að ljúka við. Algjörlega óásættanlegt er að ekki skuli búið að ljúka við skilin milli nýju bankanna og þeirra gömlu. Á því verkefni er orðinn þriggja mánaða dráttur. Verðmiðinn sem settur er á eignirnar sem fluttar voru yfir í nýju bankana skiptir ekki öllu máli ef tryggt er að kröfuhafar bankanna fái að njóta viðbótarávinnings við eignasölu ef einhver er. Ættu þar að nægja einfaldar klásúlur í skiptasamningum. Þegar lokið hefur verið við efnahagsreikning bankanna geta þeir snúið sér að þeim verkum að styðja við efnahagslífið og gera upp þau fyrirtæki og skuldir þar sem aflaga hefur farið. Fjármálaeftirlit, lögregla og dómsstólar sinna svo uppgjöri á öðrum vígstöðvum. Ætti þá jafnframt að linna upphrópunum um einstaklinga sem sett hafi landið á hausinn. Ef vel tekst til ætti kostnaður skattborgara ekki að verða mikið meiri en að leggja út fyrir nýju bönkunum, en sú fjárfesting ætti að skila sér til baka á ný. Í það minnsta ef við hröpum ekki inn á leið einangrunarstefnu og sjálfsþurftabúskapar. Þá er hætt við öðru hruni og skiptir kannski ekki öllu máli hvar skorið er niður nú. Þeim sem ekki hugnast að búa á Íslandi eins og það var á seinni hluta sjötta áratugar síðustu aldar geta þá flutt annað.