Beckham: Búinn að lækka fituprósentuna sína úr 13,7 í 8,5 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. mars 2009 23:45 David Beckham hefur verið að gera góða hluti með AC Milan. Mynd/AFP David Beckham mun væntanlega leika sinn 109.landsleik fyrir England á laugardaginn þegar enska landsliðið mætir Slóvökum í vináttulandsleik. Menn í Englandi eru nú farnir að velta því fyrir sér hvort Beckham eigi möguleika á að bæta landsleikjamet Peter Shilton sem lék 125 landsleiki á sínum tíma. „Það er mikill heiður á að fá að spila fyrir England og hver landsleikur er bónus fyrir mig," sagði Beckham sem deilir nú meti með Bobby Moore yfir útileikmenn sem hafa spilað flesta leiki fyrir enska landsliðið. „Ég bjóst ekki við að ná 100 leikjum og þegar ég náði þeim fjölda þá héldu allir að ég myndi hætta. Ég er ánægður með að vera búinn að spila 108 leiki og vonandi næ ég að spila leik númer 109," sagði Beckham. Verði Beckham með enska landsliðinu fram að HM í Suður-Afríku þá ætti hann að eiga góða möguleika á að bæta landsleikjamet Peter Shilton í sjálfri heimsmeistarakeppninni. „Fólk er farið að tala um metið en ég er ekkert að spá í þessu. Það getur margt breyst í boltanum en Milan hefur gefið mér tækifæri til að halda áfram að spila í alþjóðlegum bolta," sagði hinn 33 ára gamli Beckham sem er á láni hjá AC Milan frá bandaríska liðinu LA Galaxy. Beckham hefur bæst í hóp fjölmargra annarra „eldri" leikmanna sem hafa fengið endurnýjaða lífdaga eftir að þeir komust í hina frábæru aðstöðu hjá AC Milan þar sem hugsað er einstaklega vel um leikmennina. „Ég er búinn að bæta mitt líkamlega form mikið síðan ég kom til Ítalíu. Þegar ég hitti Mílan-liðið í Dubai í desember þá var fituprósentan mín 13,7 prósent en núna er hún komin niður í 8,5 prósent," sagði Beckham. David Beckham hefur spilað 12 deildarleiki með AC Milan á tímabilinu og skoraði í þeim 2 mörk auk þess að gefa margar stoðsendingar á félaga sína í liðinu. Enski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Sjá meira
David Beckham mun væntanlega leika sinn 109.landsleik fyrir England á laugardaginn þegar enska landsliðið mætir Slóvökum í vináttulandsleik. Menn í Englandi eru nú farnir að velta því fyrir sér hvort Beckham eigi möguleika á að bæta landsleikjamet Peter Shilton sem lék 125 landsleiki á sínum tíma. „Það er mikill heiður á að fá að spila fyrir England og hver landsleikur er bónus fyrir mig," sagði Beckham sem deilir nú meti með Bobby Moore yfir útileikmenn sem hafa spilað flesta leiki fyrir enska landsliðið. „Ég bjóst ekki við að ná 100 leikjum og þegar ég náði þeim fjölda þá héldu allir að ég myndi hætta. Ég er ánægður með að vera búinn að spila 108 leiki og vonandi næ ég að spila leik númer 109," sagði Beckham. Verði Beckham með enska landsliðinu fram að HM í Suður-Afríku þá ætti hann að eiga góða möguleika á að bæta landsleikjamet Peter Shilton í sjálfri heimsmeistarakeppninni. „Fólk er farið að tala um metið en ég er ekkert að spá í þessu. Það getur margt breyst í boltanum en Milan hefur gefið mér tækifæri til að halda áfram að spila í alþjóðlegum bolta," sagði hinn 33 ára gamli Beckham sem er á láni hjá AC Milan frá bandaríska liðinu LA Galaxy. Beckham hefur bæst í hóp fjölmargra annarra „eldri" leikmanna sem hafa fengið endurnýjaða lífdaga eftir að þeir komust í hina frábæru aðstöðu hjá AC Milan þar sem hugsað er einstaklega vel um leikmennina. „Ég er búinn að bæta mitt líkamlega form mikið síðan ég kom til Ítalíu. Þegar ég hitti Mílan-liðið í Dubai í desember þá var fituprósentan mín 13,7 prósent en núna er hún komin niður í 8,5 prósent," sagði Beckham. David Beckham hefur spilað 12 deildarleiki með AC Milan á tímabilinu og skoraði í þeim 2 mörk auk þess að gefa margar stoðsendingar á félaga sína í liðinu.
Enski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Sjá meira