Beckham: Búinn að lækka fituprósentuna sína úr 13,7 í 8,5 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. mars 2009 23:45 David Beckham hefur verið að gera góða hluti með AC Milan. Mynd/AFP David Beckham mun væntanlega leika sinn 109.landsleik fyrir England á laugardaginn þegar enska landsliðið mætir Slóvökum í vináttulandsleik. Menn í Englandi eru nú farnir að velta því fyrir sér hvort Beckham eigi möguleika á að bæta landsleikjamet Peter Shilton sem lék 125 landsleiki á sínum tíma. „Það er mikill heiður á að fá að spila fyrir England og hver landsleikur er bónus fyrir mig," sagði Beckham sem deilir nú meti með Bobby Moore yfir útileikmenn sem hafa spilað flesta leiki fyrir enska landsliðið. „Ég bjóst ekki við að ná 100 leikjum og þegar ég náði þeim fjölda þá héldu allir að ég myndi hætta. Ég er ánægður með að vera búinn að spila 108 leiki og vonandi næ ég að spila leik númer 109," sagði Beckham. Verði Beckham með enska landsliðinu fram að HM í Suður-Afríku þá ætti hann að eiga góða möguleika á að bæta landsleikjamet Peter Shilton í sjálfri heimsmeistarakeppninni. „Fólk er farið að tala um metið en ég er ekkert að spá í þessu. Það getur margt breyst í boltanum en Milan hefur gefið mér tækifæri til að halda áfram að spila í alþjóðlegum bolta," sagði hinn 33 ára gamli Beckham sem er á láni hjá AC Milan frá bandaríska liðinu LA Galaxy. Beckham hefur bæst í hóp fjölmargra annarra „eldri" leikmanna sem hafa fengið endurnýjaða lífdaga eftir að þeir komust í hina frábæru aðstöðu hjá AC Milan þar sem hugsað er einstaklega vel um leikmennina. „Ég er búinn að bæta mitt líkamlega form mikið síðan ég kom til Ítalíu. Þegar ég hitti Mílan-liðið í Dubai í desember þá var fituprósentan mín 13,7 prósent en núna er hún komin niður í 8,5 prósent," sagði Beckham. David Beckham hefur spilað 12 deildarleiki með AC Milan á tímabilinu og skoraði í þeim 2 mörk auk þess að gefa margar stoðsendingar á félaga sína í liðinu. Enski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Sjá meira
David Beckham mun væntanlega leika sinn 109.landsleik fyrir England á laugardaginn þegar enska landsliðið mætir Slóvökum í vináttulandsleik. Menn í Englandi eru nú farnir að velta því fyrir sér hvort Beckham eigi möguleika á að bæta landsleikjamet Peter Shilton sem lék 125 landsleiki á sínum tíma. „Það er mikill heiður á að fá að spila fyrir England og hver landsleikur er bónus fyrir mig," sagði Beckham sem deilir nú meti með Bobby Moore yfir útileikmenn sem hafa spilað flesta leiki fyrir enska landsliðið. „Ég bjóst ekki við að ná 100 leikjum og þegar ég náði þeim fjölda þá héldu allir að ég myndi hætta. Ég er ánægður með að vera búinn að spila 108 leiki og vonandi næ ég að spila leik númer 109," sagði Beckham. Verði Beckham með enska landsliðinu fram að HM í Suður-Afríku þá ætti hann að eiga góða möguleika á að bæta landsleikjamet Peter Shilton í sjálfri heimsmeistarakeppninni. „Fólk er farið að tala um metið en ég er ekkert að spá í þessu. Það getur margt breyst í boltanum en Milan hefur gefið mér tækifæri til að halda áfram að spila í alþjóðlegum bolta," sagði hinn 33 ára gamli Beckham sem er á láni hjá AC Milan frá bandaríska liðinu LA Galaxy. Beckham hefur bæst í hóp fjölmargra annarra „eldri" leikmanna sem hafa fengið endurnýjaða lífdaga eftir að þeir komust í hina frábæru aðstöðu hjá AC Milan þar sem hugsað er einstaklega vel um leikmennina. „Ég er búinn að bæta mitt líkamlega form mikið síðan ég kom til Ítalíu. Þegar ég hitti Mílan-liðið í Dubai í desember þá var fituprósentan mín 13,7 prósent en núna er hún komin niður í 8,5 prósent," sagði Beckham. David Beckham hefur spilað 12 deildarleiki með AC Milan á tímabilinu og skoraði í þeim 2 mörk auk þess að gefa margar stoðsendingar á félaga sína í liðinu.
Enski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Sjá meira