Fritzl viðurkennir að hafa nauðgað dóttur sinni Guðjón Helgason skrifar 16. mars 2009 11:51 Austurríkismaðurinn Josef Fritzl játaði í morgun fyrir dómi að hafa nauðgað dóttur sinni og þar með framið sifjaspell. Hann játar ekki á sig um morð eða að hafa hneppt dóttur sína og börn þeirra í ánauð í áratugi. Réttarhöldin yfir Fritzl hófust í St. Poelten í Austurríki í morgun. Fritzl var ákærður fyrir að hafa fangelsað dóttur sína í dýflissu í kjallara heimilis síns í tuttugu og fjögur ár og þannig hneppt hana í ánauð. Hann er einnig ákærður fyrir sifjaspell en hann nauðgaði dóttur sinni of og gat með henni sjö börn. Hann er einnig ákærður fyrir að hafa fangelsað sex barnanna og fyrir að hafa myrt það sjöunda og brennt líkið í kyndiklefa hússins. Fyrir dómi í morgun játaði Fritzl að hafa nauðgað dóttur sinni og þannig að hann hafi framið sifjaspell. Hann sagðist hins vegar ekki hafa fangelsað hana og börnin og sagðist ekki hafa framið morð. Fórnarlömbin bera ekki vitni fyrir dómi en átta manna kviðdómur mun hins vegar sjá upptöku af vitnisburði Elísabetar, dóttur Fritzl. Einnig verður sýnd upptaka af vitnisburði Haraldar, eldri bróður Elísabetar. Saksóknari sagði í upphafræðu að Fritzl hefði fyrstu árin lítið talað við dóttur sína þegar hann hafi komið í dýflissuna og hafi eitt sinn refsað henni fyrir óþægð með því að skrúfa fyrir rafmagn í kjallaranum. Saksóknari lýsti slæmri aðstöðu í dýflissunni og sagði Fritzl stundum hafa nauðgað dóttur sinni fyrir framan börnin sem hún hafði alið honum. Verjandi Fritzl sagði skjólstæðing sinn mann en ekki skrímsli og bað kviðdómendur um að gæta hlutleysis. Um tvö hundruð fréttamenn eru nú í St. Poelten til að fylgjast með réttarhöldunum. Innan við hundrað hafa leyfi til að fara inn í dómshúsið. Myndataka er mjög takmörkuð. Flugumferð yfir dómshúsinu er bönnuð til að koma í veg fyrir að þyrlur fréttastöðva sveimi yfir því alla vikuna. Réttarhöldin standa aðeins í tæpa viku og búist við niðurstöðu kviðdóms á föstudaginn. Josef Fritzl gæti átt yfir höfði sér lífstíðar fangelsi verði hann sakfelldur fyrir morð. Mál Josef Fritzl Austurríki Erlend sakamál Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Allt að 18 stig í dag Veður Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Fleiri fréttir Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Sjá meira
Austurríkismaðurinn Josef Fritzl játaði í morgun fyrir dómi að hafa nauðgað dóttur sinni og þar með framið sifjaspell. Hann játar ekki á sig um morð eða að hafa hneppt dóttur sína og börn þeirra í ánauð í áratugi. Réttarhöldin yfir Fritzl hófust í St. Poelten í Austurríki í morgun. Fritzl var ákærður fyrir að hafa fangelsað dóttur sína í dýflissu í kjallara heimilis síns í tuttugu og fjögur ár og þannig hneppt hana í ánauð. Hann er einnig ákærður fyrir sifjaspell en hann nauðgaði dóttur sinni of og gat með henni sjö börn. Hann er einnig ákærður fyrir að hafa fangelsað sex barnanna og fyrir að hafa myrt það sjöunda og brennt líkið í kyndiklefa hússins. Fyrir dómi í morgun játaði Fritzl að hafa nauðgað dóttur sinni og þannig að hann hafi framið sifjaspell. Hann sagðist hins vegar ekki hafa fangelsað hana og börnin og sagðist ekki hafa framið morð. Fórnarlömbin bera ekki vitni fyrir dómi en átta manna kviðdómur mun hins vegar sjá upptöku af vitnisburði Elísabetar, dóttur Fritzl. Einnig verður sýnd upptaka af vitnisburði Haraldar, eldri bróður Elísabetar. Saksóknari sagði í upphafræðu að Fritzl hefði fyrstu árin lítið talað við dóttur sína þegar hann hafi komið í dýflissuna og hafi eitt sinn refsað henni fyrir óþægð með því að skrúfa fyrir rafmagn í kjallaranum. Saksóknari lýsti slæmri aðstöðu í dýflissunni og sagði Fritzl stundum hafa nauðgað dóttur sinni fyrir framan börnin sem hún hafði alið honum. Verjandi Fritzl sagði skjólstæðing sinn mann en ekki skrímsli og bað kviðdómendur um að gæta hlutleysis. Um tvö hundruð fréttamenn eru nú í St. Poelten til að fylgjast með réttarhöldunum. Innan við hundrað hafa leyfi til að fara inn í dómshúsið. Myndataka er mjög takmörkuð. Flugumferð yfir dómshúsinu er bönnuð til að koma í veg fyrir að þyrlur fréttastöðva sveimi yfir því alla vikuna. Réttarhöldin standa aðeins í tæpa viku og búist við niðurstöðu kviðdóms á föstudaginn. Josef Fritzl gæti átt yfir höfði sér lífstíðar fangelsi verði hann sakfelldur fyrir morð.
Mál Josef Fritzl Austurríki Erlend sakamál Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Allt að 18 stig í dag Veður Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Fleiri fréttir Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Sjá meira