17 myndir á Bíódögum 28. mars 2009 06:00 Japanska Óskarsverðlaunamyndin verður sýnd á Bíódögum í Háskólabíói. Sautján myndir verða sýndar á kvikmyndahátíðinni Bíódagar sem verður haldin í Háskólabíói 17. apríl til 4. maí á vegum Græna ljóssins. Opnunarmyndin verður Me and Bobby í leikstjórn Friðriks Guðmundssonar sem fjallar um samskipti Sæmundar Pálssonar og skáksnillingsins Bobbys Fischer. Á meðal annarra mynda verður Man on Wire, sem hlaut Óskarinn sem besta heimildarmyndin. Hún fjallar um línudansarann og götulistamanninn Philippe Petit sem framdi „listræna glæp aldarinnar” árið 1974 þegar hann setti vír á milli tvíburaturnanna og eyddi svo 45 mínútum í að labba, dansa og krjúpa á vírnum sér og öðrum til skemmtunar. Einnig verða sýndar Okuribito frá Japan, sem fékk Óskarinn í ár sem besta erlenda myndin, Frozen River, sem hlaut tvær Óskarstilnefningar, Slacker Uprising eftir Michael Moore þar sem hann heldur fyrirlestra í bandarískum háskólum, þýska myndin Die Welle og Two Lovers með Joaquin Phoenix og Gwyneth Paltrow í aðalhlutverkum. Önnur áhugaverð mynd er Gomorra sem fjallar um innviði ítölsku mafíunnar. Hún vann Gullpálmann á Cannes-hátíðinni og BAFTA-verðlaunin sem besta erlenda myndin. Miðasala á Bíódaga mun fara fram á Midi.is og þar verður einnig hægt að nálgast sýningardagskrána í heild sinni. Mest lesið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Hafa aldrei rifist Lífið Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Fleiri fréttir Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Sautján myndir verða sýndar á kvikmyndahátíðinni Bíódagar sem verður haldin í Háskólabíói 17. apríl til 4. maí á vegum Græna ljóssins. Opnunarmyndin verður Me and Bobby í leikstjórn Friðriks Guðmundssonar sem fjallar um samskipti Sæmundar Pálssonar og skáksnillingsins Bobbys Fischer. Á meðal annarra mynda verður Man on Wire, sem hlaut Óskarinn sem besta heimildarmyndin. Hún fjallar um línudansarann og götulistamanninn Philippe Petit sem framdi „listræna glæp aldarinnar” árið 1974 þegar hann setti vír á milli tvíburaturnanna og eyddi svo 45 mínútum í að labba, dansa og krjúpa á vírnum sér og öðrum til skemmtunar. Einnig verða sýndar Okuribito frá Japan, sem fékk Óskarinn í ár sem besta erlenda myndin, Frozen River, sem hlaut tvær Óskarstilnefningar, Slacker Uprising eftir Michael Moore þar sem hann heldur fyrirlestra í bandarískum háskólum, þýska myndin Die Welle og Two Lovers með Joaquin Phoenix og Gwyneth Paltrow í aðalhlutverkum. Önnur áhugaverð mynd er Gomorra sem fjallar um innviði ítölsku mafíunnar. Hún vann Gullpálmann á Cannes-hátíðinni og BAFTA-verðlaunin sem besta erlenda myndin. Miðasala á Bíódaga mun fara fram á Midi.is og þar verður einnig hægt að nálgast sýningardagskrána í heild sinni.
Mest lesið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Hafa aldrei rifist Lífið Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Fleiri fréttir Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið