Renault rak framkvæmdarstjórann vegna svindlmáls 16. september 2009 16:11 Flavio Briatore og Pat Symonds voru báðir reknir frá Renault í dag. Mynd: Getty Images Flavio Briatore hefur verið rekinn frá Formúlu 1 liði Renault ásamt tæknistjóra liðsins, Pat Symonds. Renault sendi tilkynningu þess efnis í dag, en báðir hafa verið yfirmenn keppnisliðsins í fjölda ára og Briatore er góður vinur Fernando Alonso, sem er aðalökumaður liðsins. Ástæða brottrekstursins er ásökun Nelson Piquet, fyrrum ökumanns liðsins um að ofangreindir yfirmenn hafi beðið hann að keyra á vegg í kappakstrinum í Singapúr í fyrra, sem varð til þess að Fernando Alonso vann keppnina. Hann var á hentugum stað í brautinni þegar öryggisbíllinn kom út, en hefði ræst aftarlega af stað. FIA, alþjóða bílasambambandið hefur kallað forsvarsmenn Renault á sinn fund í næstu viku útaf málinu, eftir að hafa rætt við Piquet, Symonds og skoðað tölvugögn úr bíl Piquet. Miðað við útspil Renault í dag, þá virðast þeir Briatore og Symonds hafa lagt á ráðin um að svindla til að sigra. FIA lítur málið mjög alvarlegum augum. Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Í beinni: Bournemouth - Liverpool | Sjóðheit Kirsuber fá Rauða herinn í heimsókn Enski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Flavio Briatore hefur verið rekinn frá Formúlu 1 liði Renault ásamt tæknistjóra liðsins, Pat Symonds. Renault sendi tilkynningu þess efnis í dag, en báðir hafa verið yfirmenn keppnisliðsins í fjölda ára og Briatore er góður vinur Fernando Alonso, sem er aðalökumaður liðsins. Ástæða brottrekstursins er ásökun Nelson Piquet, fyrrum ökumanns liðsins um að ofangreindir yfirmenn hafi beðið hann að keyra á vegg í kappakstrinum í Singapúr í fyrra, sem varð til þess að Fernando Alonso vann keppnina. Hann var á hentugum stað í brautinni þegar öryggisbíllinn kom út, en hefði ræst aftarlega af stað. FIA, alþjóða bílasambambandið hefur kallað forsvarsmenn Renault á sinn fund í næstu viku útaf málinu, eftir að hafa rætt við Piquet, Symonds og skoðað tölvugögn úr bíl Piquet. Miðað við útspil Renault í dag, þá virðast þeir Briatore og Symonds hafa lagt á ráðin um að svindla til að sigra. FIA lítur málið mjög alvarlegum augum.
Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Í beinni: Bournemouth - Liverpool | Sjóðheit Kirsuber fá Rauða herinn í heimsókn Enski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira