Engin uppgjöf í herbúðum Ferrari 27. apríl 2009 07:14 Stefano Domenicali er ekki búinn að leggja árar í bát, þó Felipe Massa hafi ekki gengið vel í ár, né heldur Kimi Raikkönen. Þrátt fyrir að hámarka ekki árangur sinn í Bahrein í gær, þá er Ferrari ekki búið að gefast upp á titilslagnum. Kimi Raikkönen varð sjötti, en Felipe Massa fékk engin stig í mótinu eftir brösótt gengi. "Fyrstu stigin í fjórum mótum voru lágmarkið, en við hefðum þurft að fá stig fyrir báða bílanna. Ég hugsaði bara Mamma mia, þegar Raikkönen og Massa snertust í fyrstu beygju! Massa þurfti að skipta um framvæng og eftir það var hann fastur fyrir aftan keppinauta sína", sagði Domenicali. Ferrari fékk engin stig út úr fyrstu þremur mótum ársins, á meðan Brawn hefur leikið á alls oddi og Jenson Button hefur unnið þrjú fyrstu mót ársins. Forseti Ferrari, Luca Montezemolo mætti til Bahrein til að sýna liðinu stuðning "Við erum á leiði í rétta átt með bíla okkar, eftir erfiða byrjun og Lewis Hamilton gekk líka betur í Bahrein en áður. Raikkönen ók mjög vel, en bílinn skortir meira niðurtog frá yfirbyggingunni senn sem komið er. Við verðum að gæta þess að hafa fæturna á jörðinni þrátt fyrir slakara gengi en síðustu ár", sagði Domenicali. "Massa var í vandræðum með KERS kerfið og svo var tölvubúnaður bílsins bilaður, þannig að við vissum aldrei ástand bílsins. Þá lentum við í vandræðum að festa framdekk hjá Raikkönen í þjónustuhléi og Rubens Barrichello slapp framhjá ookur. Næsta mót er mikilvægt, í Barcelona á Spáni. Það er ekki síðasti sjéns okkar í titilslagnum. Sígandi lukka er best." Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Þrátt fyrir að hámarka ekki árangur sinn í Bahrein í gær, þá er Ferrari ekki búið að gefast upp á titilslagnum. Kimi Raikkönen varð sjötti, en Felipe Massa fékk engin stig í mótinu eftir brösótt gengi. "Fyrstu stigin í fjórum mótum voru lágmarkið, en við hefðum þurft að fá stig fyrir báða bílanna. Ég hugsaði bara Mamma mia, þegar Raikkönen og Massa snertust í fyrstu beygju! Massa þurfti að skipta um framvæng og eftir það var hann fastur fyrir aftan keppinauta sína", sagði Domenicali. Ferrari fékk engin stig út úr fyrstu þremur mótum ársins, á meðan Brawn hefur leikið á alls oddi og Jenson Button hefur unnið þrjú fyrstu mót ársins. Forseti Ferrari, Luca Montezemolo mætti til Bahrein til að sýna liðinu stuðning "Við erum á leiði í rétta átt með bíla okkar, eftir erfiða byrjun og Lewis Hamilton gekk líka betur í Bahrein en áður. Raikkönen ók mjög vel, en bílinn skortir meira niðurtog frá yfirbyggingunni senn sem komið er. Við verðum að gæta þess að hafa fæturna á jörðinni þrátt fyrir slakara gengi en síðustu ár", sagði Domenicali. "Massa var í vandræðum með KERS kerfið og svo var tölvubúnaður bílsins bilaður, þannig að við vissum aldrei ástand bílsins. Þá lentum við í vandræðum að festa framdekk hjá Raikkönen í þjónustuhléi og Rubens Barrichello slapp framhjá ookur. Næsta mót er mikilvægt, í Barcelona á Spáni. Það er ekki síðasti sjéns okkar í titilslagnum. Sígandi lukka er best."
Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira