Engin uppgjöf í herbúðum Ferrari 27. apríl 2009 07:14 Stefano Domenicali er ekki búinn að leggja árar í bát, þó Felipe Massa hafi ekki gengið vel í ár, né heldur Kimi Raikkönen. Þrátt fyrir að hámarka ekki árangur sinn í Bahrein í gær, þá er Ferrari ekki búið að gefast upp á titilslagnum. Kimi Raikkönen varð sjötti, en Felipe Massa fékk engin stig í mótinu eftir brösótt gengi. "Fyrstu stigin í fjórum mótum voru lágmarkið, en við hefðum þurft að fá stig fyrir báða bílanna. Ég hugsaði bara Mamma mia, þegar Raikkönen og Massa snertust í fyrstu beygju! Massa þurfti að skipta um framvæng og eftir það var hann fastur fyrir aftan keppinauta sína", sagði Domenicali. Ferrari fékk engin stig út úr fyrstu þremur mótum ársins, á meðan Brawn hefur leikið á alls oddi og Jenson Button hefur unnið þrjú fyrstu mót ársins. Forseti Ferrari, Luca Montezemolo mætti til Bahrein til að sýna liðinu stuðning "Við erum á leiði í rétta átt með bíla okkar, eftir erfiða byrjun og Lewis Hamilton gekk líka betur í Bahrein en áður. Raikkönen ók mjög vel, en bílinn skortir meira niðurtog frá yfirbyggingunni senn sem komið er. Við verðum að gæta þess að hafa fæturna á jörðinni þrátt fyrir slakara gengi en síðustu ár", sagði Domenicali. "Massa var í vandræðum með KERS kerfið og svo var tölvubúnaður bílsins bilaður, þannig að við vissum aldrei ástand bílsins. Þá lentum við í vandræðum að festa framdekk hjá Raikkönen í þjónustuhléi og Rubens Barrichello slapp framhjá ookur. Næsta mót er mikilvægt, í Barcelona á Spáni. Það er ekki síðasti sjéns okkar í titilslagnum. Sígandi lukka er best." Mest lesið „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Handbolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Sport Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Þrátt fyrir að hámarka ekki árangur sinn í Bahrein í gær, þá er Ferrari ekki búið að gefast upp á titilslagnum. Kimi Raikkönen varð sjötti, en Felipe Massa fékk engin stig í mótinu eftir brösótt gengi. "Fyrstu stigin í fjórum mótum voru lágmarkið, en við hefðum þurft að fá stig fyrir báða bílanna. Ég hugsaði bara Mamma mia, þegar Raikkönen og Massa snertust í fyrstu beygju! Massa þurfti að skipta um framvæng og eftir það var hann fastur fyrir aftan keppinauta sína", sagði Domenicali. Ferrari fékk engin stig út úr fyrstu þremur mótum ársins, á meðan Brawn hefur leikið á alls oddi og Jenson Button hefur unnið þrjú fyrstu mót ársins. Forseti Ferrari, Luca Montezemolo mætti til Bahrein til að sýna liðinu stuðning "Við erum á leiði í rétta átt með bíla okkar, eftir erfiða byrjun og Lewis Hamilton gekk líka betur í Bahrein en áður. Raikkönen ók mjög vel, en bílinn skortir meira niðurtog frá yfirbyggingunni senn sem komið er. Við verðum að gæta þess að hafa fæturna á jörðinni þrátt fyrir slakara gengi en síðustu ár", sagði Domenicali. "Massa var í vandræðum með KERS kerfið og svo var tölvubúnaður bílsins bilaður, þannig að við vissum aldrei ástand bílsins. Þá lentum við í vandræðum að festa framdekk hjá Raikkönen í þjónustuhléi og Rubens Barrichello slapp framhjá ookur. Næsta mót er mikilvægt, í Barcelona á Spáni. Það er ekki síðasti sjéns okkar í titilslagnum. Sígandi lukka er best."
Mest lesið „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Handbolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Sport Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira