Formúla 1 fær ekki að leysast upp 22. júní 2009 09:46 Bernie Ecclestone var eltur af fjölmiðlamönnum alla mótshelgina á Silverstone útaf deilum FOTA og FIA. mynd: AFP Bernie Ecclestone sem oft virðist stýra öllu varðandi Formúlu 1 segir að Formúla 1 fái ekki að flosna upp í deilum um ekki neitt. Hægt sé að leysa málin með samkomulagi milli FOTA og FIA. Samtök FOTA, keppnisliða í Formúlu 1 segjast hiklaust að þau séu byrjuð að hefja vinnu að nýrri mótaröð, en Max Mosley segir að sáttahugur sé í FIA, en sambandið fundar á miðvikudaginn og FOTA á fimmtudag og stöðu mála. Aðilarnir tveir hafa deilt hart í gegnum fjömiðla síðustu daga og vikur. "Formúlan eyðilagði hjónabandið mitt og það er ekki nokkur leið að eftir 35 ára starf mitt að hún fái að eyðileggjast útaf deilum um ekki neitt. Ef menn skoða hvað er verið að karpa um, þá er ljóst að það ber lítið í milli. Það er hægt að leysa þessa deilu", sagði Ecclestone i samtali við The Times í morgun. Ecclestone hefur þénað vel á Formúlu 1 og samdi við FIA um sjónvarpsréttinn til 100 ára. Hann var giftur og á tvö börn, en hjónaband hans flosnaði upp vegna mikillar vinnu hans að Formúlu 1 málum. Ecclestone er 78 ára gamall og harður í horn að taka. Hann mætir á flest Formúlu 1 mótin og mörgum stendur ógn af kappanum. Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Bernie Ecclestone sem oft virðist stýra öllu varðandi Formúlu 1 segir að Formúla 1 fái ekki að flosna upp í deilum um ekki neitt. Hægt sé að leysa málin með samkomulagi milli FOTA og FIA. Samtök FOTA, keppnisliða í Formúlu 1 segjast hiklaust að þau séu byrjuð að hefja vinnu að nýrri mótaröð, en Max Mosley segir að sáttahugur sé í FIA, en sambandið fundar á miðvikudaginn og FOTA á fimmtudag og stöðu mála. Aðilarnir tveir hafa deilt hart í gegnum fjömiðla síðustu daga og vikur. "Formúlan eyðilagði hjónabandið mitt og það er ekki nokkur leið að eftir 35 ára starf mitt að hún fái að eyðileggjast útaf deilum um ekki neitt. Ef menn skoða hvað er verið að karpa um, þá er ljóst að það ber lítið í milli. Það er hægt að leysa þessa deilu", sagði Ecclestone i samtali við The Times í morgun. Ecclestone hefur þénað vel á Formúlu 1 og samdi við FIA um sjónvarpsréttinn til 100 ára. Hann var giftur og á tvö börn, en hjónaband hans flosnaði upp vegna mikillar vinnu hans að Formúlu 1 málum. Ecclestone er 78 ára gamall og harður í horn að taka. Hann mætir á flest Formúlu 1 mótin og mörgum stendur ógn af kappanum.
Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira