Toyota að skoða framhaldið í Formúlu 1 8. október 2009 13:43 Toyota liðið getur ekki staðfest þátttöku í mótaröðinni á næsta ári fyrr en eftir stjórnarfund Toyota í Japan í nóvember. mynd: kappakstur.is Svo virðist sem Toyota sé að skoða gaumgæfilega hvort liðið verður í Formúlu 1 til frambúðar eður ei. Toyota vill ekki staðfesta þátttöku í mótaröðinni á næsta ári fyrr en eftir stjórnarfund þann 15. nóvember. John Howett yfirmaður Formúlu 1 liðs Toyota segir að liðið verði á ráslínunni á næsta ári, en vill samt ekki staðfesta það formlega fyrr en eftir fundinn í Japan. "Ég er viss um að við verðum á ráslínunni á næsta ári, en maður veit samt aldrei um neitt í lífinu upp á tíu fingur", sagði Howett. Toyota hefur verið sjö ár í Formúlu 1 og Jarno Trulli náði öðru sæti á heimavelli liðsins í Japan um síðustu helgi. Liðið hefur samt aldrei landað sigri, sem fer fyrir brjóstið á eigendum liðsins í Japan. Þá hefur liðið ekki staðfest samning við ökumenn sína. "Trulli er búinn að vera með okkur í fimm ár og án þess að vera harður í horn að taka, þá hefur hann ekki skilað tilætluðum árangri. Við vorum fremstir í Spa, en náðum ekki að vinna. Við verðum að finna leið til að sigra", sagði Howett. Talið er að liðið sé að vinna í því að fá Kimi Raikkönen til liðsins, en Toyota missti af Robert Kubica sem ákvað að semja við Renault. Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Svo virðist sem Toyota sé að skoða gaumgæfilega hvort liðið verður í Formúlu 1 til frambúðar eður ei. Toyota vill ekki staðfesta þátttöku í mótaröðinni á næsta ári fyrr en eftir stjórnarfund þann 15. nóvember. John Howett yfirmaður Formúlu 1 liðs Toyota segir að liðið verði á ráslínunni á næsta ári, en vill samt ekki staðfesta það formlega fyrr en eftir fundinn í Japan. "Ég er viss um að við verðum á ráslínunni á næsta ári, en maður veit samt aldrei um neitt í lífinu upp á tíu fingur", sagði Howett. Toyota hefur verið sjö ár í Formúlu 1 og Jarno Trulli náði öðru sæti á heimavelli liðsins í Japan um síðustu helgi. Liðið hefur samt aldrei landað sigri, sem fer fyrir brjóstið á eigendum liðsins í Japan. Þá hefur liðið ekki staðfest samning við ökumenn sína. "Trulli er búinn að vera með okkur í fimm ár og án þess að vera harður í horn að taka, þá hefur hann ekki skilað tilætluðum árangri. Við vorum fremstir í Spa, en náðum ekki að vinna. Við verðum að finna leið til að sigra", sagði Howett. Talið er að liðið sé að vinna í því að fá Kimi Raikkönen til liðsins, en Toyota missti af Robert Kubica sem ákvað að semja við Renault.
Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira