Toyota að skoða framhaldið í Formúlu 1 8. október 2009 13:43 Toyota liðið getur ekki staðfest þátttöku í mótaröðinni á næsta ári fyrr en eftir stjórnarfund Toyota í Japan í nóvember. mynd: kappakstur.is Svo virðist sem Toyota sé að skoða gaumgæfilega hvort liðið verður í Formúlu 1 til frambúðar eður ei. Toyota vill ekki staðfesta þátttöku í mótaröðinni á næsta ári fyrr en eftir stjórnarfund þann 15. nóvember. John Howett yfirmaður Formúlu 1 liðs Toyota segir að liðið verði á ráslínunni á næsta ári, en vill samt ekki staðfesta það formlega fyrr en eftir fundinn í Japan. "Ég er viss um að við verðum á ráslínunni á næsta ári, en maður veit samt aldrei um neitt í lífinu upp á tíu fingur", sagði Howett. Toyota hefur verið sjö ár í Formúlu 1 og Jarno Trulli náði öðru sæti á heimavelli liðsins í Japan um síðustu helgi. Liðið hefur samt aldrei landað sigri, sem fer fyrir brjóstið á eigendum liðsins í Japan. Þá hefur liðið ekki staðfest samning við ökumenn sína. "Trulli er búinn að vera með okkur í fimm ár og án þess að vera harður í horn að taka, þá hefur hann ekki skilað tilætluðum árangri. Við vorum fremstir í Spa, en náðum ekki að vinna. Við verðum að finna leið til að sigra", sagði Howett. Talið er að liðið sé að vinna í því að fá Kimi Raikkönen til liðsins, en Toyota missti af Robert Kubica sem ákvað að semja við Renault. Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Missa gestirnir af lestinni? Körfubolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Leik lokið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Körfubolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Svo virðist sem Toyota sé að skoða gaumgæfilega hvort liðið verður í Formúlu 1 til frambúðar eður ei. Toyota vill ekki staðfesta þátttöku í mótaröðinni á næsta ári fyrr en eftir stjórnarfund þann 15. nóvember. John Howett yfirmaður Formúlu 1 liðs Toyota segir að liðið verði á ráslínunni á næsta ári, en vill samt ekki staðfesta það formlega fyrr en eftir fundinn í Japan. "Ég er viss um að við verðum á ráslínunni á næsta ári, en maður veit samt aldrei um neitt í lífinu upp á tíu fingur", sagði Howett. Toyota hefur verið sjö ár í Formúlu 1 og Jarno Trulli náði öðru sæti á heimavelli liðsins í Japan um síðustu helgi. Liðið hefur samt aldrei landað sigri, sem fer fyrir brjóstið á eigendum liðsins í Japan. Þá hefur liðið ekki staðfest samning við ökumenn sína. "Trulli er búinn að vera með okkur í fimm ár og án þess að vera harður í horn að taka, þá hefur hann ekki skilað tilætluðum árangri. Við vorum fremstir í Spa, en náðum ekki að vinna. Við verðum að finna leið til að sigra", sagði Howett. Talið er að liðið sé að vinna í því að fá Kimi Raikkönen til liðsins, en Toyota missti af Robert Kubica sem ákvað að semja við Renault.
Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Missa gestirnir af lestinni? Körfubolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Leik lokið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Körfubolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira