Tetris er 25 ára Atli Steinn Guðmundsson skrifar 8. júní 2009 08:13 Það var árið 1984 sem þetta góðkunna hugarfóstur sovéska tölvunarfræðingsins Alexey Pajitnov leit dagsins ljós en hann skrifaði frumgerð leiksins á Elektronika 60-tölvu sem flestum þætti víst allforn gripur nú til dags. Pajitnov starfaði hjá tölvudeild sovésku vísindaakademíunnar þegar hann fékk hugmyndina að leiknum og leiddist einfaldlega í vinnunni. Nafnið Tetris sameinaði hann úr eftirlætisíþróttinni sinni, tennis, og gríska forskeytinu tetra. Þeir eru ófáir sem kannast við Tetris en leikurinn var gefinn út fyrir nánast allar gerðir af einka- og leikjatölvum á níunda og tíunda áratug síðustu aldar. Leikurinn gengur út á að raða fallandi kubbum, af ýmsum stærðum og gerðum, saman í eina heild og mynda með þeim samfelldan múr. Þrátt fyrir að leikurinn reki upphaf sitt til ársins 1984 var það ekki fyrr en árið 1989 sem hann öðlaðist heimsfrægð en þá gaf Nintendo hann út fyrir Game Boy-leikjatölvu sína. Fram að því hafði Tetris eingöngu verið nothæfur í IBM-einkatölvum en um leið og Nintendo tók hann upp á arma sína seldust 35 milljónir eintaka af honum og björninn var unninn. Mest lesið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Lífið Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Fleiri fréttir Stiklusúpa: Eins gott að þið spöruðuð frídaga inn í haustið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Sjá meira
Það var árið 1984 sem þetta góðkunna hugarfóstur sovéska tölvunarfræðingsins Alexey Pajitnov leit dagsins ljós en hann skrifaði frumgerð leiksins á Elektronika 60-tölvu sem flestum þætti víst allforn gripur nú til dags. Pajitnov starfaði hjá tölvudeild sovésku vísindaakademíunnar þegar hann fékk hugmyndina að leiknum og leiddist einfaldlega í vinnunni. Nafnið Tetris sameinaði hann úr eftirlætisíþróttinni sinni, tennis, og gríska forskeytinu tetra. Þeir eru ófáir sem kannast við Tetris en leikurinn var gefinn út fyrir nánast allar gerðir af einka- og leikjatölvum á níunda og tíunda áratug síðustu aldar. Leikurinn gengur út á að raða fallandi kubbum, af ýmsum stærðum og gerðum, saman í eina heild og mynda með þeim samfelldan múr. Þrátt fyrir að leikurinn reki upphaf sitt til ársins 1984 var það ekki fyrr en árið 1989 sem hann öðlaðist heimsfrægð en þá gaf Nintendo hann út fyrir Game Boy-leikjatölvu sína. Fram að því hafði Tetris eingöngu verið nothæfur í IBM-einkatölvum en um leið og Nintendo tók hann upp á arma sína seldust 35 milljónir eintaka af honum og björninn var unninn.
Mest lesið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Lífið Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Fleiri fréttir Stiklusúpa: Eins gott að þið spöruðuð frídaga inn í haustið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Sjá meira