Vettel og Red Bull fögnuðu sigri Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 19. apríl 2009 09:28 Sebastian Vettel og Mark Webber á brautinni í morgun. Nordic Photos / Getty Images Sebastian Vettel vann í morgun sigur í kínverska kappakstrinum í Formúlu 1-mótaröðinni. Liðsfélagi hans hjá Red Bull, Mark Webber, varð í öðru sæti. Jenson Button er enn með myndarlega forystu í stigakeppni ökumanna en hann varð í þriðja sæti og liðsfélgi hans hjá Brawn, Rubens Barrichello, varð fjórði. Næstir komu þeir Heikki Kovalainen og Lewis Hamilton á McLaren en enn hefur ökumönnum Ferrari ekki tekist að ná í stig á tímabilinu. Það er versta byrjun liðsins í Formúlu 1 í 27 ár. Kimi Raikkönen varð í tíunda sæti en Massa náði ekki að klára. Það ringdi mikið á meðan keppninni stóð í dag sem gerði ökumönnum afar erfitt fyrir. Ákveðið var að ræsa mótið með öryggisbíl sem virtist ætla að koma ökumönnum Brawn vel. Þeir voru fjórði og fimmti á ráspól á eftir ökumönnum Red Bull og Fernando Alonso sem allir voru með mun minna bensín en Brawn-bílarnir. En þeir Button og Barrichello náðu ekki að halda í við hraða Red Bull í dag. Sérstaklega var Vettel öflugur og gerði engin mistök í gær. Hann var stundum þremur sekúndum fljótari að klára hring en allir aðrir keppendur. Alonso náði sér hins vegar engan vegin á strik í keppninni og hafnaði í tíunda sæti. Formúla Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Búbbluhausinn verður í banni Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Sebastian Vettel vann í morgun sigur í kínverska kappakstrinum í Formúlu 1-mótaröðinni. Liðsfélagi hans hjá Red Bull, Mark Webber, varð í öðru sæti. Jenson Button er enn með myndarlega forystu í stigakeppni ökumanna en hann varð í þriðja sæti og liðsfélgi hans hjá Brawn, Rubens Barrichello, varð fjórði. Næstir komu þeir Heikki Kovalainen og Lewis Hamilton á McLaren en enn hefur ökumönnum Ferrari ekki tekist að ná í stig á tímabilinu. Það er versta byrjun liðsins í Formúlu 1 í 27 ár. Kimi Raikkönen varð í tíunda sæti en Massa náði ekki að klára. Það ringdi mikið á meðan keppninni stóð í dag sem gerði ökumönnum afar erfitt fyrir. Ákveðið var að ræsa mótið með öryggisbíl sem virtist ætla að koma ökumönnum Brawn vel. Þeir voru fjórði og fimmti á ráspól á eftir ökumönnum Red Bull og Fernando Alonso sem allir voru með mun minna bensín en Brawn-bílarnir. En þeir Button og Barrichello náðu ekki að halda í við hraða Red Bull í dag. Sérstaklega var Vettel öflugur og gerði engin mistök í gær. Hann var stundum þremur sekúndum fljótari að klára hring en allir aðrir keppendur. Alonso náði sér hins vegar engan vegin á strik í keppninni og hafnaði í tíunda sæti.
Formúla Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Búbbluhausinn verður í banni Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira