Button býst við spennandi endasprett 28. október 2009 08:32 Jenson Button býst við háspennu á nýrri braut í Abu Dhabi. mynd: kappakstur.is Heimsmeistarinn Jenson Button er mættur til Abu Dhabi þar sem fyrsta Formúlu 1 mótið fer fram á nýsmíðaðri braut um helgina. Hann segist vilja enda mótið með toppárangri, en hann tryggði sér titilinn í síðustu keppni. "Það er frábært að mæta með titilinn í veganesti í lokamótið og ég get verið afslappaðri en ella. Við viljum ljúka tímabilinu með sóma og ná toppárangri á nýrri braut", sagði Button. "Það er alltaf gaman að mæta á nýjan mótsstað og Yas Marina brautin er mjög óvenjuleg í alla staði. Þá hefst hún í dagsbirtu og lýkur í myrki. Það skapar sérstakt andrúmsloft. Ég er sannfærður um að mótið verður spennandi endasprettur á skemmtilegu keppnistímabili", sagði Button. Lið hans vann bæði titil bílsmiða og ökumanna í samstarfi við Mercedes, en Button er í samningaviðræðum við Brawn og einnig McLaren. Brawn þykir þó líklegri kostur, en Button vill launahækkun vegna titilsins og eftir að hafa tekið á sig launalækkun í upphafi tímabilsins. Sjá brautarlýsingu frá Abu Dhabi Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sport „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Handbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Heimsmeistarinn Jenson Button er mættur til Abu Dhabi þar sem fyrsta Formúlu 1 mótið fer fram á nýsmíðaðri braut um helgina. Hann segist vilja enda mótið með toppárangri, en hann tryggði sér titilinn í síðustu keppni. "Það er frábært að mæta með titilinn í veganesti í lokamótið og ég get verið afslappaðri en ella. Við viljum ljúka tímabilinu með sóma og ná toppárangri á nýrri braut", sagði Button. "Það er alltaf gaman að mæta á nýjan mótsstað og Yas Marina brautin er mjög óvenjuleg í alla staði. Þá hefst hún í dagsbirtu og lýkur í myrki. Það skapar sérstakt andrúmsloft. Ég er sannfærður um að mótið verður spennandi endasprettur á skemmtilegu keppnistímabili", sagði Button. Lið hans vann bæði titil bílsmiða og ökumanna í samstarfi við Mercedes, en Button er í samningaviðræðum við Brawn og einnig McLaren. Brawn þykir þó líklegri kostur, en Button vill launahækkun vegna titilsins og eftir að hafa tekið á sig launalækkun í upphafi tímabilsins. Sjá brautarlýsingu frá Abu Dhabi
Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sport „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Handbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira