Renault hótar að hætta 13. maí 2009 13:32 Fernando Alonso ekur Renault, sem sér einnig Red Bull fyrir vélum. Renault hefur bæst í hóp Formúlu 1 liða sem hóta að keppa í Formúlu 1, ef nýjar reglur FIA ná fram að ganga fyrir næsta ár. Ferrari, Red Bull, Torro Rosso og Renault hafa öll formlega sagt að þau dragi sig úr keppni í lok ársins hefur FIA nær sínu fram. Þá eru BMW og Toyota ósátt við framgang mála, en hafa ekki sent frá sér formlega yfirlýsingu í málinu, eins og Renault gerði í dag og Ferrari í gær. Renault er með eigið keppnislið auk þess að sjá Red Bull fyrir vélum í bíla liðsins á þessu ári. Ljóst er að FIA er komið upp að vegg í málinu, en Max Mosley svaraði Ferrari digurbarkalega í síðustu viku og sagði að Formúla 1 gæti vel verið án Ferrari. Forseti Ferrari er forseti samtaka Formúlu 1 liða og talið er að hann hitti Mosley að máli á næstu dögum. Bernie Ecclestone er ósáttur við úlfaþytinn sem hefur skapast á milli FIA og keppnisliða og rær að því öllum árum að aðilar sættist á málamiðlun. FIA vill minnka kostnað sem allir eru sammála um, en upphæðina eru menn ekki sáttir við sem sett hefur verið fram, né heldur að mismunandi reglur verði í gangi eftir því hvaða fjármuni lið gangast undir að verja í íþróttina. Sjá yfirlýsingu Renault Mest lesið Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Körfubolti Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Körfubolti Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Körfubolti Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Renault hefur bæst í hóp Formúlu 1 liða sem hóta að keppa í Formúlu 1, ef nýjar reglur FIA ná fram að ganga fyrir næsta ár. Ferrari, Red Bull, Torro Rosso og Renault hafa öll formlega sagt að þau dragi sig úr keppni í lok ársins hefur FIA nær sínu fram. Þá eru BMW og Toyota ósátt við framgang mála, en hafa ekki sent frá sér formlega yfirlýsingu í málinu, eins og Renault gerði í dag og Ferrari í gær. Renault er með eigið keppnislið auk þess að sjá Red Bull fyrir vélum í bíla liðsins á þessu ári. Ljóst er að FIA er komið upp að vegg í málinu, en Max Mosley svaraði Ferrari digurbarkalega í síðustu viku og sagði að Formúla 1 gæti vel verið án Ferrari. Forseti Ferrari er forseti samtaka Formúlu 1 liða og talið er að hann hitti Mosley að máli á næstu dögum. Bernie Ecclestone er ósáttur við úlfaþytinn sem hefur skapast á milli FIA og keppnisliða og rær að því öllum árum að aðilar sættist á málamiðlun. FIA vill minnka kostnað sem allir eru sammála um, en upphæðina eru menn ekki sáttir við sem sett hefur verið fram, né heldur að mismunandi reglur verði í gangi eftir því hvaða fjármuni lið gangast undir að verja í íþróttina. Sjá yfirlýsingu Renault
Mest lesið Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Körfubolti Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Körfubolti Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Körfubolti Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira