Samstillta stressátakinu lokið Dr. Gunni skrifar 24. desember 2009 06:00 María sagði við Jósef: Ég held ég sé ólétt. Ha, hváði Jósef, sem var smiður og sakleysingi. Við erum ekki einu sinni búin að kyssast! bætti hann við, eitt spurningarmerki í framan. Já, ég veit, sagði María og horfði á tær sér, en sko, þú veist. Það kom engill í heimsókn. Einhverjum tvöþúsund árum síðar er ég í Toys „R" Us að redda því síðasta. Ég er alls ekki í neinu jólastressi. Þegar ég hugsa um það fór ég aldrei í jólastress fyrir þessi jól. Var aldrei á síðustu stundu með neitt. Reddaði öllu löngu fyrir tímann. Það er samt eins og það sé búið að vera samstillt átak í þjóðfélaginu að búa til stress. Í desember er boginn spenntur til fulls með auglýsingaholskeflu, umferðaröngþveiti og troðfullum bílastæðum, gólandi og uppáþrengjandi jólasveinum, glysi hér og glingri þar. Yfir öllu hljóma jólalögin eins og bumbusláttur í þrælaskipi. Þau ganga flest út á að æsa upp í hlustendum þrá eftir JÓL.UN.UM. Jólin koma og ég hlakka svo til. Endurtekið út í hið óendanlega. Við höfum því öll markvisst verið æst upp í að hlakka óskaplega til dagsins í dag. Og það stórmerkilega er að þegar aðfangadagur rennur loksins upp reynist tilhlökkunin vera þess virði. Kannski það sé aðallega vegna þess að nú er samstillta stressátakinu lokið og allt fellur í ljúfa löð. Gott ef það er ekki bara byrjað að snjóa úti og lögin um kærleika og frið loksins byrjuð að meika sens. Mér finnst að jólin eigi að vera gamaldags og hallærisleg. Svört jólatré með snarhönnuðu jólaskrauti í stíl eru mér ekki að skapi. Jólaskrautið á að vera gamalt og úr öllum áttum. Það á að hafa safnast saman á löngum tíma og búa til tímalínu fjölskyldunnar. Amma og afi koma og segja frá gömlu jólunum. Frá eplalyktinni sem bjó til jólin. Það er alltaf jafn gaman að heyra það. Gott er að hafa krakka nálægt til að koma sér í ærlegt jólaskap. Ég man hvað mér fannst jólin rosalega spennandi og get endurnýjað þessa tilfinningu í gegnum börnin. Í ár ætla ég auðvitað að passa mig á að éta ekki á mig algjört gat. Miðað við það sem er búið að kaupa inn er þetta auðvitað vita vonlaust markmið. Æ, það eru nú einu sinni jólin og maður þarf að fagna því að daginn er farið að lengja. Gleðileg jól! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dr. Gunni Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun
María sagði við Jósef: Ég held ég sé ólétt. Ha, hváði Jósef, sem var smiður og sakleysingi. Við erum ekki einu sinni búin að kyssast! bætti hann við, eitt spurningarmerki í framan. Já, ég veit, sagði María og horfði á tær sér, en sko, þú veist. Það kom engill í heimsókn. Einhverjum tvöþúsund árum síðar er ég í Toys „R" Us að redda því síðasta. Ég er alls ekki í neinu jólastressi. Þegar ég hugsa um það fór ég aldrei í jólastress fyrir þessi jól. Var aldrei á síðustu stundu með neitt. Reddaði öllu löngu fyrir tímann. Það er samt eins og það sé búið að vera samstillt átak í þjóðfélaginu að búa til stress. Í desember er boginn spenntur til fulls með auglýsingaholskeflu, umferðaröngþveiti og troðfullum bílastæðum, gólandi og uppáþrengjandi jólasveinum, glysi hér og glingri þar. Yfir öllu hljóma jólalögin eins og bumbusláttur í þrælaskipi. Þau ganga flest út á að æsa upp í hlustendum þrá eftir JÓL.UN.UM. Jólin koma og ég hlakka svo til. Endurtekið út í hið óendanlega. Við höfum því öll markvisst verið æst upp í að hlakka óskaplega til dagsins í dag. Og það stórmerkilega er að þegar aðfangadagur rennur loksins upp reynist tilhlökkunin vera þess virði. Kannski það sé aðallega vegna þess að nú er samstillta stressátakinu lokið og allt fellur í ljúfa löð. Gott ef það er ekki bara byrjað að snjóa úti og lögin um kærleika og frið loksins byrjuð að meika sens. Mér finnst að jólin eigi að vera gamaldags og hallærisleg. Svört jólatré með snarhönnuðu jólaskrauti í stíl eru mér ekki að skapi. Jólaskrautið á að vera gamalt og úr öllum áttum. Það á að hafa safnast saman á löngum tíma og búa til tímalínu fjölskyldunnar. Amma og afi koma og segja frá gömlu jólunum. Frá eplalyktinni sem bjó til jólin. Það er alltaf jafn gaman að heyra það. Gott er að hafa krakka nálægt til að koma sér í ærlegt jólaskap. Ég man hvað mér fannst jólin rosalega spennandi og get endurnýjað þessa tilfinningu í gegnum börnin. Í ár ætla ég auðvitað að passa mig á að éta ekki á mig algjört gat. Miðað við það sem er búið að kaupa inn er þetta auðvitað vita vonlaust markmið. Æ, það eru nú einu sinni jólin og maður þarf að fagna því að daginn er farið að lengja. Gleðileg jól!
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun