United vann með minnsta mun Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 29. apríl 2009 18:47 Darren Fletcher og John O'Shea fagna marki þess síðarnefnda í kvöld. Nordic Photos / AFP Manchester United og Arsenal eigast við í fyrri viðureign liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu. Manchester United vann 1-0 sigur á Arsenal í fyrri viðureign liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu á Old Trafford í kvöld. United hafði mikla yfirburði í fyrri hálfleik en náði að koma knettinum aðeins einu sinni í markið. Það gerði John O'Shea á sautjándu mínútu. Carlos Tevez, Wayne Rooney og Cristiano Ronaldo fengu góð færi í fyrri hálfleik og þá átti Ronaldo hörkuskot í slána í þeim síðari. En ekki fór boltinn aftur í netið. Arsene Wenger og hans menn geta ágætlega unað við niðurstöðuna en síðari viðureign liðanna fer fram í Lundúnum í næstu viku. Heimamenn byrjuðu betur í leiknum og fengu nokkur ágæt færi í upphafi leiksins. Það besta fékk Wayne Rooney en Manuel Almunia, markvörður Arsenal, varði vel skalla hans. Varnarmaðurinn ungi Kieran Gibbs fékk það erfiða hlutverk að verjast Cristiano Ronaldo sem var ekki lengi að láta til sín taka í leiknum. Sóknarþunginn bar svo árangur á sautjándu mínútu. Fyrst fékk Carlos Tevez algert dauðafæri eftir sendingu John O'Shea frá hægri en Tevez skaut beint á Almunia af stuttu færi. United fékk þó hornspyrnu og eftir hana barst boltinn á Michael Carrick á fjarstönginni. Hann sendin boltann aftur yfir teiginn þar sem O'Shea var dauðafrír og honum brást ekki bogalistin. Hann skoraði af öryggi og kom United í 1-0 forystu. Arsenal lét þó ekki segjast og fékk ágætt færi skömmu síðar. Boltinn barst á Emmanuel Adebayor sem lagði hann aftur á Cesc Fabregas. Hann var kominn í góða skotstöðu en skaut beint á Edwin van der Sar í markinu. Cristiano Ronaldo fékk svo gott tækifæri til að auka forskot United er hann skallaði að marki eftir sendingu Carlos Tevez. En aftur var Almunia á réttum stað. Arsenal náði að koma sér betur inn í leikinn eftir því sem leið á fyrri hálfleikinn. Síðari hálfleikur byrjaði þó frekar rólega og fátt um fína drætti í upphafi hans. Á 63. mínútu átti þó Emmanuel Adebayor skot að marki úr ágætu fyrir en boltinn fór yfir mark heimamanna. Á 67. mínútu kom svo Ryan Giggs inn á sem varamaður í skiptum fyrir Anderson. Sá fyrrnefndi lék þar með sinn 800. leik á ferlinum með Manchester United. Aðeins tveimur mínútum síðar fékk Cristiano Ronaldo boltann á miðjum vallarhelmingi Arsenal. Hann tók nokkur skref áfram og lét svo vaða að marki. Glæsilegt skot en boltinn hafnaði í slánni. Sóknarþungi Manchester United hélt áfram eftir þetta og á 78. mínútu náði Giggs að koma knettinum í netið. Markið var þó dæmt af vegna rangstöðu. Nær komust leikmenn ekki og því niðurstaðan 1-0 sigur heimamanna. Byrjunarlið Manchester United: Van der Sar, Evra, O'Shea, Ferdinand, Vidic, Fletcher, Carrick, Anderson, Ronaldo, Rooney, Tevez. Varamenn: Foster, Berbatov, Giggs, Scholes, Park, Rafael, Evans.Byrjunarlið Arsenal: Almunia, Sagna, Gibbs, Silvestre, Toure, Diaby, Song, Fabregas, Nasri, Walcott, Adebayor. Varamenn: Fabianski, Eduardo, Denilson, Ramsey, Djourou, Bendtner, Eboue. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Fleiri fréttir Júlíus verður ekki bikarmeistari annað árið í röð Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Manchester City rak stjórann sinn fimm dögum fyrir bikarúrslitaleik Hákon hjálpaði liði sínu að setja met í frönsku deildinni Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Þjálfarinn lofaði Mikael: „Var okkar besti maður“ Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Mitrovic fór á spítala vegna óreglulegs hjartsláttar Sonur Buffons spilaði sinn fyrsta leik Sjáðu stórleik Cecilíu gegn meisturunum Kynnir fyrsta hópinn á miðvikudag Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Ísak Andri á skotskónum þegar Norrköping komst í undanúrslit Real Madríd jafnaði topplið Barcelona að stigum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Mikael tryggði AGF stig gegn Viborg Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti Sjá meira
Manchester United og Arsenal eigast við í fyrri viðureign liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu. Manchester United vann 1-0 sigur á Arsenal í fyrri viðureign liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu á Old Trafford í kvöld. United hafði mikla yfirburði í fyrri hálfleik en náði að koma knettinum aðeins einu sinni í markið. Það gerði John O'Shea á sautjándu mínútu. Carlos Tevez, Wayne Rooney og Cristiano Ronaldo fengu góð færi í fyrri hálfleik og þá átti Ronaldo hörkuskot í slána í þeim síðari. En ekki fór boltinn aftur í netið. Arsene Wenger og hans menn geta ágætlega unað við niðurstöðuna en síðari viðureign liðanna fer fram í Lundúnum í næstu viku. Heimamenn byrjuðu betur í leiknum og fengu nokkur ágæt færi í upphafi leiksins. Það besta fékk Wayne Rooney en Manuel Almunia, markvörður Arsenal, varði vel skalla hans. Varnarmaðurinn ungi Kieran Gibbs fékk það erfiða hlutverk að verjast Cristiano Ronaldo sem var ekki lengi að láta til sín taka í leiknum. Sóknarþunginn bar svo árangur á sautjándu mínútu. Fyrst fékk Carlos Tevez algert dauðafæri eftir sendingu John O'Shea frá hægri en Tevez skaut beint á Almunia af stuttu færi. United fékk þó hornspyrnu og eftir hana barst boltinn á Michael Carrick á fjarstönginni. Hann sendin boltann aftur yfir teiginn þar sem O'Shea var dauðafrír og honum brást ekki bogalistin. Hann skoraði af öryggi og kom United í 1-0 forystu. Arsenal lét þó ekki segjast og fékk ágætt færi skömmu síðar. Boltinn barst á Emmanuel Adebayor sem lagði hann aftur á Cesc Fabregas. Hann var kominn í góða skotstöðu en skaut beint á Edwin van der Sar í markinu. Cristiano Ronaldo fékk svo gott tækifæri til að auka forskot United er hann skallaði að marki eftir sendingu Carlos Tevez. En aftur var Almunia á réttum stað. Arsenal náði að koma sér betur inn í leikinn eftir því sem leið á fyrri hálfleikinn. Síðari hálfleikur byrjaði þó frekar rólega og fátt um fína drætti í upphafi hans. Á 63. mínútu átti þó Emmanuel Adebayor skot að marki úr ágætu fyrir en boltinn fór yfir mark heimamanna. Á 67. mínútu kom svo Ryan Giggs inn á sem varamaður í skiptum fyrir Anderson. Sá fyrrnefndi lék þar með sinn 800. leik á ferlinum með Manchester United. Aðeins tveimur mínútum síðar fékk Cristiano Ronaldo boltann á miðjum vallarhelmingi Arsenal. Hann tók nokkur skref áfram og lét svo vaða að marki. Glæsilegt skot en boltinn hafnaði í slánni. Sóknarþungi Manchester United hélt áfram eftir þetta og á 78. mínútu náði Giggs að koma knettinum í netið. Markið var þó dæmt af vegna rangstöðu. Nær komust leikmenn ekki og því niðurstaðan 1-0 sigur heimamanna. Byrjunarlið Manchester United: Van der Sar, Evra, O'Shea, Ferdinand, Vidic, Fletcher, Carrick, Anderson, Ronaldo, Rooney, Tevez. Varamenn: Foster, Berbatov, Giggs, Scholes, Park, Rafael, Evans.Byrjunarlið Arsenal: Almunia, Sagna, Gibbs, Silvestre, Toure, Diaby, Song, Fabregas, Nasri, Walcott, Adebayor. Varamenn: Fabianski, Eduardo, Denilson, Ramsey, Djourou, Bendtner, Eboue.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Fleiri fréttir Júlíus verður ekki bikarmeistari annað árið í röð Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Manchester City rak stjórann sinn fimm dögum fyrir bikarúrslitaleik Hákon hjálpaði liði sínu að setja met í frönsku deildinni Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Þjálfarinn lofaði Mikael: „Var okkar besti maður“ Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Mitrovic fór á spítala vegna óreglulegs hjartsláttar Sonur Buffons spilaði sinn fyrsta leik Sjáðu stórleik Cecilíu gegn meisturunum Kynnir fyrsta hópinn á miðvikudag Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Ísak Andri á skotskónum þegar Norrköping komst í undanúrslit Real Madríd jafnaði topplið Barcelona að stigum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Mikael tryggði AGF stig gegn Viborg Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti Sjá meira