Button: Tímatakan mikilvæg en ekki ráðandi 17. október 2009 07:16 Jenson Button er vinsæll hjá fkölmiðlum enda getur hann orðið meistari um helgina. Mynd: Getty Images Bretinn Jenson Button getur orðið heimsmeistari í fyrsta skipti um helgina í Brasilíu, ef hann nær þriðja sæti eða ofar í mótinu á Interlagos. Hann náði fimmta besta tíma á æfingum í gær og telur að tímatakan í dag sé mikilvæg, en ekki ráðandi þáttur, þar sem gott sé að fara framúr á brautinni. "Ég held að bíllinn sé samkeppnisfær og góður með mikið magn af bensíni um borð. Ég þarf þó að fínstilla bílinn á lokaæfingunni fyrir tímatökuna og sýnist að bíll Rubens Barrichello standi betur að vígi", sagði Button. "Ég er afslappaður þó titilinn sé í húfi og það er kannski meiri pressa á Barrichello. Hann er á heimavelli og menn vilja að hann sigri. Það væri frábært að komast á verðlaunapall, en ég vil náttúrulega sigra eins og alltaf. McLaren og Red Bull verða okkar helstu keppinautar og jafnvel Ferrari og Williams. En þetta verður harður slagur", sagði Button. Sýnt er beint frá lokæfingu keppnisliða kl. 13.55 og tímatakan er í beinni útsendingu kl. 16.45 á Stöð 2 Sport. Sjá brautarlýsingu frá Interlagos Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Körfubolti Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Bretinn Jenson Button getur orðið heimsmeistari í fyrsta skipti um helgina í Brasilíu, ef hann nær þriðja sæti eða ofar í mótinu á Interlagos. Hann náði fimmta besta tíma á æfingum í gær og telur að tímatakan í dag sé mikilvæg, en ekki ráðandi þáttur, þar sem gott sé að fara framúr á brautinni. "Ég held að bíllinn sé samkeppnisfær og góður með mikið magn af bensíni um borð. Ég þarf þó að fínstilla bílinn á lokaæfingunni fyrir tímatökuna og sýnist að bíll Rubens Barrichello standi betur að vígi", sagði Button. "Ég er afslappaður þó titilinn sé í húfi og það er kannski meiri pressa á Barrichello. Hann er á heimavelli og menn vilja að hann sigri. Það væri frábært að komast á verðlaunapall, en ég vil náttúrulega sigra eins og alltaf. McLaren og Red Bull verða okkar helstu keppinautar og jafnvel Ferrari og Williams. En þetta verður harður slagur", sagði Button. Sýnt er beint frá lokæfingu keppnisliða kl. 13.55 og tímatakan er í beinni útsendingu kl. 16.45 á Stöð 2 Sport. Sjá brautarlýsingu frá Interlagos
Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Körfubolti Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira