Button: Tímatakan mikilvæg en ekki ráðandi 17. október 2009 07:16 Jenson Button er vinsæll hjá fkölmiðlum enda getur hann orðið meistari um helgina. Mynd: Getty Images Bretinn Jenson Button getur orðið heimsmeistari í fyrsta skipti um helgina í Brasilíu, ef hann nær þriðja sæti eða ofar í mótinu á Interlagos. Hann náði fimmta besta tíma á æfingum í gær og telur að tímatakan í dag sé mikilvæg, en ekki ráðandi þáttur, þar sem gott sé að fara framúr á brautinni. "Ég held að bíllinn sé samkeppnisfær og góður með mikið magn af bensíni um borð. Ég þarf þó að fínstilla bílinn á lokaæfingunni fyrir tímatökuna og sýnist að bíll Rubens Barrichello standi betur að vígi", sagði Button. "Ég er afslappaður þó titilinn sé í húfi og það er kannski meiri pressa á Barrichello. Hann er á heimavelli og menn vilja að hann sigri. Það væri frábært að komast á verðlaunapall, en ég vil náttúrulega sigra eins og alltaf. McLaren og Red Bull verða okkar helstu keppinautar og jafnvel Ferrari og Williams. En þetta verður harður slagur", sagði Button. Sýnt er beint frá lokæfingu keppnisliða kl. 13.55 og tímatakan er í beinni útsendingu kl. 16.45 á Stöð 2 Sport. Sjá brautarlýsingu frá Interlagos Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Missa gestirnir af lestinni? Körfubolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Leik lokið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Körfubolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Bretinn Jenson Button getur orðið heimsmeistari í fyrsta skipti um helgina í Brasilíu, ef hann nær þriðja sæti eða ofar í mótinu á Interlagos. Hann náði fimmta besta tíma á æfingum í gær og telur að tímatakan í dag sé mikilvæg, en ekki ráðandi þáttur, þar sem gott sé að fara framúr á brautinni. "Ég held að bíllinn sé samkeppnisfær og góður með mikið magn af bensíni um borð. Ég þarf þó að fínstilla bílinn á lokaæfingunni fyrir tímatökuna og sýnist að bíll Rubens Barrichello standi betur að vígi", sagði Button. "Ég er afslappaður þó titilinn sé í húfi og það er kannski meiri pressa á Barrichello. Hann er á heimavelli og menn vilja að hann sigri. Það væri frábært að komast á verðlaunapall, en ég vil náttúrulega sigra eins og alltaf. McLaren og Red Bull verða okkar helstu keppinautar og jafnvel Ferrari og Williams. En þetta verður harður slagur", sagði Button. Sýnt er beint frá lokæfingu keppnisliða kl. 13.55 og tímatakan er í beinni útsendingu kl. 16.45 á Stöð 2 Sport. Sjá brautarlýsingu frá Interlagos
Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Missa gestirnir af lestinni? Körfubolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Leik lokið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Körfubolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira