Verðlaun og viðurkenningar fyrir keppnistímabilið 2009 verða afhentar hátíðlega samkomu knattpyrnumanna í kvöld en herlegheitin fara fram í Háskólabíói.
Formleg dagskrá hefst kl. 18 en húsið opnar kl. 17.30 og boðið verður upp á léttar veitingar. Síðustu ár hefur lokahófið verið haldið á Broadway en knattspyrnusamband Íslands ákvað breyta út af vananum og leggja nú meiri áherslu á verðlaun og viðurkenningar.
Verðlaun og viðurkenningar KSÍ sem veittar verða í kvöld:
-Bestu leikmenn Pepsi-deildar karla og kvenna
-Efnilegustu leikmenn Pepsi-deildar karla og kvenna
-Besti dómari í Pepsi-deild karla
-Verðlaunafé til liða í Pepsi-deildum karla og kvenna
-Verðlaunafé til liða í VISA-bikar karla og kvenna
-Lið ársins í Pepsi-deildum karla og kvenna
-Þjálfari ársins í Pepsi-deildum karla og kvenna
-Stuðningsmannaverðlaun ársins í Pepsi-deildum karla og kvenna
-Prúðmennskuverðlaun í Pepsi-deildum karla og kvenna
-Markahæstu leikmenn í Pepsi-deildum karla og kvenna
-Bestu mörk ársins verða kynnt