Frakkinn Groesjean í stað Nelson Piquet 13. ágúst 2009 08:41 Romain Grosejan verður ökumaður Renault í stað Nelson Piquet. Hann hefur unnið fjölmargar mótaraðir í gegnum tíðina. mynd: kappakstur.is Franski ökumaðurinn Romain Groesejan tekur við hlutverki Nelson Piquet hjá Renault, sem var rekinn úr sæti ökumanns eftir síðasta kappakstur. Groesejan fær sitt fyrsta tækifæri á Valencia brautinni á Spáni, á sama tíma og Luca Badoer ekur í stað Felipe Massa hjá Ferrari. Reyndar er fyrsti spretturinn háður því hvort Renault fær þáttttökurétt í mótinu, þar sem liðið var dæmt í eins móts bann fyrir að brjóta af sér í síðustu keppni. Liðið sendi Fernando Alonso af stað í brautina með laust framhjól og varaði hann ekkert við. Endirinn varð sá að dekkið flaug undan og skapaði hættu. Málið er hið versta fyrir mótshaldara á Spáni, þar sem Alonso hefur mikið aðdráttarafl og verður að sitja af sér mótið að óbreyttu. Renault áfrýjaði ákvörðun dómara og málið veðrur tekið fyrir af FIA á mánudag í París. Grosejan er í öðru sæti í stigamóti ökumanna í GP 2 mótaröðinni, á eftir Nico Hulkenberg sem er varaökumaður Williams. Sæti fyrir Grosejean hefur þegar verið smíðað í fyrrum bíl Piquet og Frakkinn prófaði bílinn á beinni braut á dögunum, en fyrsti sprettur hans í bílnum verður á föstudagsæfingum á götubrautinni í Valencia annan föstudag. Sjá feril Grosejean Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Körfubolti Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Franski ökumaðurinn Romain Groesejan tekur við hlutverki Nelson Piquet hjá Renault, sem var rekinn úr sæti ökumanns eftir síðasta kappakstur. Groesejan fær sitt fyrsta tækifæri á Valencia brautinni á Spáni, á sama tíma og Luca Badoer ekur í stað Felipe Massa hjá Ferrari. Reyndar er fyrsti spretturinn háður því hvort Renault fær þáttttökurétt í mótinu, þar sem liðið var dæmt í eins móts bann fyrir að brjóta af sér í síðustu keppni. Liðið sendi Fernando Alonso af stað í brautina með laust framhjól og varaði hann ekkert við. Endirinn varð sá að dekkið flaug undan og skapaði hættu. Málið er hið versta fyrir mótshaldara á Spáni, þar sem Alonso hefur mikið aðdráttarafl og verður að sitja af sér mótið að óbreyttu. Renault áfrýjaði ákvörðun dómara og málið veðrur tekið fyrir af FIA á mánudag í París. Grosejan er í öðru sæti í stigamóti ökumanna í GP 2 mótaröðinni, á eftir Nico Hulkenberg sem er varaökumaður Williams. Sæti fyrir Grosejean hefur þegar verið smíðað í fyrrum bíl Piquet og Frakkinn prófaði bílinn á beinni braut á dögunum, en fyrsti sprettur hans í bílnum verður á föstudagsæfingum á götubrautinni í Valencia annan föstudag. Sjá feril Grosejean
Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Körfubolti Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira