Sjö áhorfendur slösuðust á kappakstri 27. apríl 2009 10:12 Carl Edwards kastaðist á varnargirðingu á Talladega brautinni í gær. Mynd: Getty Images Það fór betur en áhorfðist á Nascar kappakstri í Talladega í Bandaríkjunum í gær. Keppnisbíll kastaðist á varnargirðingu fyrir framan áhorfendur, en sjö þeirra slösuðust þegar brot úr bílnum þeyttust í hóp áhorfenda. Nascar er vinsælasta akstursíþróttin vestan hafs og keppt um hverja helgi. Mikill slagur var um fyrsta sætið og reyndi Carl Edwards að verjast sókn Brad Keselowski í síðasta hring mótsins. Þeir skullu saman, Edwards snerist í veg fyrir Ryan Newman sem varð til þess að Edwards tókst á loft og skall á varnargirðingu. Sjö áhorfendur hlutu minniháttar meiðsl, en ein kona var flutt á spítala með þyrlu vegna áverka í andliti. Edwards slapp ómeiddur og Keselowski vann sigur í mótinu. "Það var leiðinlegt að vinna á þennan hátt, en Edwards ók í veg fyrir mig og olli þessu óhappi í síðasta hring. Ég horfði á hann velta í baksýninspeglinum, en hann þekkir reglurnar eins og ég. Hefði átt að vita vetur", sagði Keselowski eftir keppnina. Fyrrum Formúlu 1 ökumaðurinn Juan Pablo Montoya var fremstur á ráslínu en lét ekki að sér kveða um helgina. Staðan í Nascar1. Kurt Busch 1299 2. Jeff Gordon 1294 3. Jimmie Johnson 1235 4. Tony Stewart 1232 5. Denny Hamlin 1190 6. Kyle Busch 1124 7. Carl Edwards 1119 8. Clint Bowyer 1098 Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma Sport Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Það fór betur en áhorfðist á Nascar kappakstri í Talladega í Bandaríkjunum í gær. Keppnisbíll kastaðist á varnargirðingu fyrir framan áhorfendur, en sjö þeirra slösuðust þegar brot úr bílnum þeyttust í hóp áhorfenda. Nascar er vinsælasta akstursíþróttin vestan hafs og keppt um hverja helgi. Mikill slagur var um fyrsta sætið og reyndi Carl Edwards að verjast sókn Brad Keselowski í síðasta hring mótsins. Þeir skullu saman, Edwards snerist í veg fyrir Ryan Newman sem varð til þess að Edwards tókst á loft og skall á varnargirðingu. Sjö áhorfendur hlutu minniháttar meiðsl, en ein kona var flutt á spítala með þyrlu vegna áverka í andliti. Edwards slapp ómeiddur og Keselowski vann sigur í mótinu. "Það var leiðinlegt að vinna á þennan hátt, en Edwards ók í veg fyrir mig og olli þessu óhappi í síðasta hring. Ég horfði á hann velta í baksýninspeglinum, en hann þekkir reglurnar eins og ég. Hefði átt að vita vetur", sagði Keselowski eftir keppnina. Fyrrum Formúlu 1 ökumaðurinn Juan Pablo Montoya var fremstur á ráslínu en lét ekki að sér kveða um helgina. Staðan í Nascar1. Kurt Busch 1299 2. Jeff Gordon 1294 3. Jimmie Johnson 1235 4. Tony Stewart 1232 5. Denny Hamlin 1190 6. Kyle Busch 1124 7. Carl Edwards 1119 8. Clint Bowyer 1098
Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma Sport Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira