English Pub í þýskri mynd 24. ágúst 2008 06:00 Arnar segist ekki hafa komist fyrir inni á barnum meðan á tökum stóð. MYND/Valli English Pub var undirlagður af kvikmyndatökufólki fyrr í vikunni, þegar þar fóru fram lokatökur á þýsk/íslenskri sjónvarpsmynd. „Þeir voru á barnum í næstum átján klukkustundir að taka upp efni. Það var ansi mikið af fólki þarna við vinnu og við eigendurnir komumst ekkert inn á staðinn á meðan tökur fóru fram," segir Arnar Þór Gíslason, eigandi English Pub, en þetta er í þriðja sinn sem hann lánar barinn undir tökur, en sakamálaþættirnir Svartir englar voru meðal annars teknir upp á barnum. „Við komumst aftur til vinnu eftir klukkan sjö í gær, það er búið að vera nóg að gera hjá okkur undanfarna daga vegna Ólympíuleikanna. Svo er vertíðin okkar að byrja aftur með enska boltanum þannig að það er allt komið á fullt sving, eins og maður segir á góðri íslensku." Arnar segir að lukkuhjólið vinsæla sé enn á sínum stað og segir að von sé á skemmtilegri nýjung í lukkuleikjunum. „Við erum að þróa með okkur eina hugmynd sem hefur fengið nafnið Skákklukka dauðans. Þetta verður skemmtilegur en stórhættulegur leikur," segir Arnar að lokum. - sm Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
English Pub var undirlagður af kvikmyndatökufólki fyrr í vikunni, þegar þar fóru fram lokatökur á þýsk/íslenskri sjónvarpsmynd. „Þeir voru á barnum í næstum átján klukkustundir að taka upp efni. Það var ansi mikið af fólki þarna við vinnu og við eigendurnir komumst ekkert inn á staðinn á meðan tökur fóru fram," segir Arnar Þór Gíslason, eigandi English Pub, en þetta er í þriðja sinn sem hann lánar barinn undir tökur, en sakamálaþættirnir Svartir englar voru meðal annars teknir upp á barnum. „Við komumst aftur til vinnu eftir klukkan sjö í gær, það er búið að vera nóg að gera hjá okkur undanfarna daga vegna Ólympíuleikanna. Svo er vertíðin okkar að byrja aftur með enska boltanum þannig að það er allt komið á fullt sving, eins og maður segir á góðri íslensku." Arnar segir að lukkuhjólið vinsæla sé enn á sínum stað og segir að von sé á skemmtilegri nýjung í lukkuleikjunum. „Við erum að þróa með okkur eina hugmynd sem hefur fengið nafnið Skákklukka dauðans. Þetta verður skemmtilegur en stórhættulegur leikur," segir Arnar að lokum. - sm
Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein