Formúla 1

Hamilton á ráspól á Hockenheim

NordicPhotos/GettyImages

Breski ökuþórinn Lewis Hamilton hjá McLaren verður á ráspól í þýska kappakstrinum á Hockenheim á morgun. Hamilton stal fyrsta sætinu af Felipe Massa á elleftu stundu í tímatökunum í dag.

Hamilton ók hringinn á einni mínútu 15,666 sekúndum en félagi hans Heikki Kovalainen náði þriðja besta tímanum og Jarno Trulli á Toyota fjórða besta.

Fernando Alonso og Kimi Raikkönen verða í þriðju röð á ráslínu og því verður áhugavert að fylgjast með framvindu mála í ræsingunni á morgun.

Fremstu menn á ráslínu á morgun:

1. Hamilton (McLaren)

2. Massa (Ferrari)

3. Kovalainen (McLaren)

4. Trulli (Toyota)

5. Alonso (Renault)

6. Raikkonen (Ferrari)

7. Kubica (BMW Sauber)

8. Webber (Red Bull)






Fleiri fréttir

Sjá meira


×