Tónlist

Jólagrautur Gogoyoko

Spilar á jólagraut. Egill Sæbjörnsson mætir á Nasa.
Spilar á jólagraut. Egill Sæbjörnsson mætir á Nasa.

Íslenska sprotafyrirtækið Gogoyoko er eins árs um þessar mundir og ætlar sér stóra hluti í framtíðinni. Fyrirtækið verður opnað formlega snemma á næsta ári og verður svokallað tónlistarsamfélag á netinu þar sem tónlistarmenn geta komið tónlist sinni milliliðalaust á framfæri á alþjóðlegum markaði. Síðan fór nýverið í loftið í lokuðu prufunar-umhverfi og hefur hópi listamanna verið boðinn aðgangur.

Til að fagna eins árs afmæli heldur Gogoyoko tónleika í samvinnu við Hjálma og Mugison eftir jól, nánar tiltekið laugardagskvöldið 27. desember á Nasa. Tónleikarnir heita Jólagrauturinn 2008 og hvert eðalatriðið rekur annað. Þarna verða Hjálmar ásamt sænska rapparanum Timbuktu, Mugison, Motion Boys, Borko og Egill Sæbjörnsson. Heillangt er síðan Egill kom fram á Íslandi en plata hans Tonk of the Lawn gerði góða hluti fyrir áratug eða svo.

Miðasala hefst í dag í Skífunni og á Midi.is. Miðaverð í forsölu er 1.500 krónur. - drg








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.