Franskir lúðrahljómar 23. nóvember 2008 06:00 Hnúkaþeyr spilar á morgun á Kjarvalsstöðum hornatónlist fyrir framsækna áheyrendur. Mynd frettablaðið/hnjúkaþeyr Blásaraoktettinn Hnúkaþeyr býður upp á franska tónlist og stemmningu á tónleikum á Kjarvalsstöðum á morgun kl. 17. Flutt verða tvö verk fyrir 10 blásara eftir Jean Françaix: 9 Pièces Caractéristiques og Sept danses, hvort tveggja dramatísk verk í mörgum þáttum, þar sem ólíkur karakter hljóðfæranna fær að njóta sín. Þá verður flutt verkið Octanphonie eftir Eugène Bozza og hinn sívinsæli blásarakvintett eftir Jacques Ibert, Trois pièces brèves. Flytjendur á tónleikunum eru: Anna Sigurbjörnsdóttir, Arna Kristín Einarsdóttir, Ármann Helgason, Berglind Stefánsdóttir, Darri Mikaelsson, Emil Friðfinnsson, Eydís Franzdóttir, Kristín Mjöll Jakobsdóttir, Peter Tompkins og Rúnar Óskarsson. Hnúkaþeyr hóf starfsemi sína árið 2003 og hefur síðan komið reglulega fram á tónleikum í Reykjavík og á landsbyggðinni, síðast á Myrkum músíkdögum 2008 þar sem hópurinn frumflutti tvö ný íslensk verk. Markmið Blásaraoktettsins Hnúkaþeys er að auðga menningarlíf okkar með því að efna reglulega til tónleika þar sem fluttir eru blásaraoktettar, auk tónlistar fyrir stærri og smærri hópa þar sem blásturshljóðfæri eru í forgrunni. Að frönskum hætti verður boðið upp á létta drykki í lok tónleikanna í samvinnu við Alliance Francaise. Ókeypis er fyrir börn og ungt fólk að 21 árs aldri, miðaverð fyrir fullorðna er 500 krónur.- pbb Mest lesið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Seldist upp á einni mínútu Lífið Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Fleiri fréttir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Blásaraoktettinn Hnúkaþeyr býður upp á franska tónlist og stemmningu á tónleikum á Kjarvalsstöðum á morgun kl. 17. Flutt verða tvö verk fyrir 10 blásara eftir Jean Françaix: 9 Pièces Caractéristiques og Sept danses, hvort tveggja dramatísk verk í mörgum þáttum, þar sem ólíkur karakter hljóðfæranna fær að njóta sín. Þá verður flutt verkið Octanphonie eftir Eugène Bozza og hinn sívinsæli blásarakvintett eftir Jacques Ibert, Trois pièces brèves. Flytjendur á tónleikunum eru: Anna Sigurbjörnsdóttir, Arna Kristín Einarsdóttir, Ármann Helgason, Berglind Stefánsdóttir, Darri Mikaelsson, Emil Friðfinnsson, Eydís Franzdóttir, Kristín Mjöll Jakobsdóttir, Peter Tompkins og Rúnar Óskarsson. Hnúkaþeyr hóf starfsemi sína árið 2003 og hefur síðan komið reglulega fram á tónleikum í Reykjavík og á landsbyggðinni, síðast á Myrkum músíkdögum 2008 þar sem hópurinn frumflutti tvö ný íslensk verk. Markmið Blásaraoktettsins Hnúkaþeys er að auðga menningarlíf okkar með því að efna reglulega til tónleika þar sem fluttir eru blásaraoktettar, auk tónlistar fyrir stærri og smærri hópa þar sem blásturshljóðfæri eru í forgrunni. Að frönskum hætti verður boðið upp á létta drykki í lok tónleikanna í samvinnu við Alliance Francaise. Ókeypis er fyrir börn og ungt fólk að 21 árs aldri, miðaverð fyrir fullorðna er 500 krónur.- pbb
Mest lesið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Seldist upp á einni mínútu Lífið Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Fleiri fréttir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira