Garðar Gunnlaugsson var á skotskónum í sænsku bikarkeppninni í gær. Hann skoraði tvö fyrstu mörk Norrköping sem vann Karlslund 3-0 og komst í átta liða úrslit keppninnar.
Þá komust Helgi Valur Daníelssson og félagar í Elfsborg áfram í Getraunakeppni Evrópu. Helgi lék seinni hálfleikinn í markalausu jafntefli gegn færeyska liðinu HB en Elfsborg vann fyrri leikinn 4-1.