Krókurinn sem beygist Einar Már Jónsson skrifar 10. september 2008 06:00 Í Frakklandi hélt agúrkutíðin innreið sína í sumarbyrjun, þegar haldinn var síðasti ríkisstjórnarfundurinn. Við það tækifæri færði Carla Bruni öllum ráðherrunum, þrjátíu og átta að tölu, nýjasta geisladisk sinn „Eins og ekkert hafi gerst", og skýrðu fjölmiðlar frá þessari höfðinglegu gjöf. Að því búnu héldu ráðherrarnir á braut með geisladiskana í hendinni, og mælti hver og einn þeirra fáein spakleg orð að lokum, líkt og hústakarnir framliðnu í Fróðá eftir duradóminn. Þeir fréttamenn sem sjá um innlend málefni skrásettu þau samviskusamlega sem vera ber, en fóru síðan að taka saman föggur sínar. Því þótt mikilla tíðinda væri að vænta úti í hinum stóra heimi, ef að líkum léti, bjóst enginn við því að nokkur skapaður hlutur myndi gerast í Frakklandi meðan forsetinn og allir ráðherrarnir væru í fríi. Án Sarkozys eru fréttir í útvarpi og sjónvarpi ekki annað en hljómandi málmur eða hvellandi bjalla eins og mönnum er kunnugt. En óvæntur gestur kom nú öllu í uppnám. Varla voru ráðherrarnir byrjaðir að koma sér fyrir í sumardvölinni til að hlusta á geisladiskinn, þegar tilkynnt var að innan skamms væri von á mexíkanska nautabananum „Michelito" og myndi hann sýna listir sínar á ýmsum þeim stöðum þar sem nautaat fer fram. En í Frakklandi er sú íþrótt einungis leyfð þar sem rótgróin hefð er fyrir henni, í gömlum borgum í suðurhluta landsins, ekki ýkja langt frá landamærum Spánar, gjarnan í bæjum sem geta státað af fornum rómverskum hringleikahúsum. Utan þess svæðis er hún bönnuð, það má sem sé ekki taka hana upp þar sem hún hefur aldrei áður tíðkast, en á sínum heimaslóðum er hún allvinsæl. Því var nú uppi fótur og fit, enda fór miklum sögum af afreksverkum Michelitos, ekki aðeins í hringleikahúsum í heimalandi hans, heldur líka víðar í Rómönsku Ameríku. Á þessum slóðum var hann stórstjarna. En eitt var þó óvenjulegt við feril Michelitos: nautabaninn mikli frá Mexíkó var sem sé tíu ára gamall - tíu og hálfs árs sögðu reyndar blaðamenn sem vildu hafa allt á hreinu. Hvergi varð þó séð að bernskan stæði honum fyrir þrifum. Á myndum mátti sjá hvernig hann tiplaði léttilega kringum illvíga tudda, aðeins 1,36 m hár, með sverðið og rauðu duluna, áður en hann lagði til lokaatlögunnar. Sagt var að hann hefði byrjað að stunda nautaat fjögurra ára og banað fyrsta bolanum sex ára gamall. Eftir það hófst svo frægðarferillinn. Það var því ekki nema von þótt eftirvæntingin væri mikil. En þó voru ekki allir jafnhrifnir. Í Frakklandi eru til samtök manna sem gera sig alls ekki ánægða með þá tilhögun að leyfa nautaat með þessum mjög svo ákveðnu takmörkunum heldur vilja láta banna það með öllu, og þau fóru þegar á stúfana. Reyndar var það ekki auðvelt, því mönnum hefur alveg láðst að setja nokkurt aldurstakmark í þessari íþrótt, en formaður samtakanna dró þá fram lög sem leggja blátt bann við barnavinnu af hvaða tagi sem væri og heimtaði að sýningar Michelitos yrðu stöðvaðar á þeim forsendum. Þessu mótmæltu forsvarsmenn sýninganna hástöfum. Þeir sögðu að Michelito væri venjulegur nemandi í nautabanaskóla, sem myndi koma fram ókeypis eins og venja væri um slíka lærlinga, enda yrði hann einungis látinn eiga við 120 kg kálfa, án þess að bana þeim. En formaður samtakanna lét ekki sannfærast. „Hver getur trúað því að Michelito sem berst við 250 kg naut í Mexíkó eða enn þyngri og hefur þegar orðið sextíu þeirra að aldurtila, sé ekki annað en nemandi og komi hér fram borgunarlaust?" sagði hann, og kærði málið þegar til ýmissa yfirvalda. En þau brugðust við með ýmsum hætti, ýmist bönnuðu þau sýningarnar eða leyfðu. Þannig bannaði sýslumaðurinn í Arles sýningu þar í borg, reyndar ekki með tilvísun til laga um barnavinnu heldur af einhverjum öryggisástæðum sem enginn hafði áður heyrt nefndar, og til að árétta það sendi hann vaska sveit lögregluhermanna til að meina litla snáðanum með duluna og korðann aðgang að vellinum þar sem nautin biðu. En borgarstjórinn í þessum sama bæ var á öðru máli, hann hótaði að kæra sýslumann fyrir valdníðslu og fann annan leikvang þar sem nautabaninn ungi gat komið fram. Var sú sýning eins og sagt hafði verið, með ungum bolum sem fengu grið. Þannig leið nú ágústmánuður, að Michelito hoppaði kringum kálfana og yfirvöldin kringum Michelito ýmist til að stöðva hann eða til að hrópa „óle" og hvetja hann til dáða. Svo fór að lokum að hann gat nokkurn veginn haldið sinni dagskrá, enda var varla við öðru að búast af þessum unga snillingi sem aðdáendurnir eru þegar farnir að líkja við Mózart. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Már Jónsson Mest lesið Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór
Í Frakklandi hélt agúrkutíðin innreið sína í sumarbyrjun, þegar haldinn var síðasti ríkisstjórnarfundurinn. Við það tækifæri færði Carla Bruni öllum ráðherrunum, þrjátíu og átta að tölu, nýjasta geisladisk sinn „Eins og ekkert hafi gerst", og skýrðu fjölmiðlar frá þessari höfðinglegu gjöf. Að því búnu héldu ráðherrarnir á braut með geisladiskana í hendinni, og mælti hver og einn þeirra fáein spakleg orð að lokum, líkt og hústakarnir framliðnu í Fróðá eftir duradóminn. Þeir fréttamenn sem sjá um innlend málefni skrásettu þau samviskusamlega sem vera ber, en fóru síðan að taka saman föggur sínar. Því þótt mikilla tíðinda væri að vænta úti í hinum stóra heimi, ef að líkum léti, bjóst enginn við því að nokkur skapaður hlutur myndi gerast í Frakklandi meðan forsetinn og allir ráðherrarnir væru í fríi. Án Sarkozys eru fréttir í útvarpi og sjónvarpi ekki annað en hljómandi málmur eða hvellandi bjalla eins og mönnum er kunnugt. En óvæntur gestur kom nú öllu í uppnám. Varla voru ráðherrarnir byrjaðir að koma sér fyrir í sumardvölinni til að hlusta á geisladiskinn, þegar tilkynnt var að innan skamms væri von á mexíkanska nautabananum „Michelito" og myndi hann sýna listir sínar á ýmsum þeim stöðum þar sem nautaat fer fram. En í Frakklandi er sú íþrótt einungis leyfð þar sem rótgróin hefð er fyrir henni, í gömlum borgum í suðurhluta landsins, ekki ýkja langt frá landamærum Spánar, gjarnan í bæjum sem geta státað af fornum rómverskum hringleikahúsum. Utan þess svæðis er hún bönnuð, það má sem sé ekki taka hana upp þar sem hún hefur aldrei áður tíðkast, en á sínum heimaslóðum er hún allvinsæl. Því var nú uppi fótur og fit, enda fór miklum sögum af afreksverkum Michelitos, ekki aðeins í hringleikahúsum í heimalandi hans, heldur líka víðar í Rómönsku Ameríku. Á þessum slóðum var hann stórstjarna. En eitt var þó óvenjulegt við feril Michelitos: nautabaninn mikli frá Mexíkó var sem sé tíu ára gamall - tíu og hálfs árs sögðu reyndar blaðamenn sem vildu hafa allt á hreinu. Hvergi varð þó séð að bernskan stæði honum fyrir þrifum. Á myndum mátti sjá hvernig hann tiplaði léttilega kringum illvíga tudda, aðeins 1,36 m hár, með sverðið og rauðu duluna, áður en hann lagði til lokaatlögunnar. Sagt var að hann hefði byrjað að stunda nautaat fjögurra ára og banað fyrsta bolanum sex ára gamall. Eftir það hófst svo frægðarferillinn. Það var því ekki nema von þótt eftirvæntingin væri mikil. En þó voru ekki allir jafnhrifnir. Í Frakklandi eru til samtök manna sem gera sig alls ekki ánægða með þá tilhögun að leyfa nautaat með þessum mjög svo ákveðnu takmörkunum heldur vilja láta banna það með öllu, og þau fóru þegar á stúfana. Reyndar var það ekki auðvelt, því mönnum hefur alveg láðst að setja nokkurt aldurstakmark í þessari íþrótt, en formaður samtakanna dró þá fram lög sem leggja blátt bann við barnavinnu af hvaða tagi sem væri og heimtaði að sýningar Michelitos yrðu stöðvaðar á þeim forsendum. Þessu mótmæltu forsvarsmenn sýninganna hástöfum. Þeir sögðu að Michelito væri venjulegur nemandi í nautabanaskóla, sem myndi koma fram ókeypis eins og venja væri um slíka lærlinga, enda yrði hann einungis látinn eiga við 120 kg kálfa, án þess að bana þeim. En formaður samtakanna lét ekki sannfærast. „Hver getur trúað því að Michelito sem berst við 250 kg naut í Mexíkó eða enn þyngri og hefur þegar orðið sextíu þeirra að aldurtila, sé ekki annað en nemandi og komi hér fram borgunarlaust?" sagði hann, og kærði málið þegar til ýmissa yfirvalda. En þau brugðust við með ýmsum hætti, ýmist bönnuðu þau sýningarnar eða leyfðu. Þannig bannaði sýslumaðurinn í Arles sýningu þar í borg, reyndar ekki með tilvísun til laga um barnavinnu heldur af einhverjum öryggisástæðum sem enginn hafði áður heyrt nefndar, og til að árétta það sendi hann vaska sveit lögregluhermanna til að meina litla snáðanum með duluna og korðann aðgang að vellinum þar sem nautin biðu. En borgarstjórinn í þessum sama bæ var á öðru máli, hann hótaði að kæra sýslumann fyrir valdníðslu og fann annan leikvang þar sem nautabaninn ungi gat komið fram. Var sú sýning eins og sagt hafði verið, með ungum bolum sem fengu grið. Þannig leið nú ágústmánuður, að Michelito hoppaði kringum kálfana og yfirvöldin kringum Michelito ýmist til að stöðva hann eða til að hrópa „óle" og hvetja hann til dáða. Svo fór að lokum að hann gat nokkurn veginn haldið sinni dagskrá, enda var varla við öðru að búast af þessum unga snillingi sem aðdáendurnir eru þegar farnir að líkja við Mózart.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun